Lærum að telja ...

Lærum að teljaMikið skemmti ég mér konunglega yfir jólasögunum og gjafadæmunum í kommentahorninu með síðustu færslu. Ástarþakkir fyrir það. Einn bloggvinurinn var svo sætur að setja hlekk á gamla jólagjafaumræðu frá Barnalandi og það var fyndin lesning. Upplitið á mér hefði verið skrýtið ef ég hefði fengið bókina Lærum að telja þegar ég var 14 ára, eins og ein konan af Barnalandi. PítsuskeriSjö ára barnabarn fékk pítsuskera frá afa og önnur 24 ára fékk Matreiðslubók Latabæjar frá ömmu sinni. Í einum pakkanum frá afa/ömmu leyndust plöturnar Pottþétt 4 og Gylfi Ægisson handa 24 ára konu og ein 15 ára fékk teiknimyndina um Gosa. Þetta er allt mjög sætt en það sem var skrýtið var að ein konan fékk frá afa og ömmu hálftómt ilmvatnsglas og stakan strigaskó. Einhver önnur fékk frá afa sínum happaþrennur sem búið var að skafa af og enginn vinningur leyndist þar.

SúkkulaðikakaFékk far með Ástu báðar leiðir í dag og hún dró mig í Skrúðgarðinn við heimkomu seinnipartinn. Það bjargaði deginum, þessum hrikalega annasama degi, að fá súkkulaðiköku og kaffi ... og smá dass af Tomma-stríðni frá Rut og Maríu. Talandi um strætóbílstjóra ... Heimir var staddur í skrúðgarðinum, mjög prúðbúinn og sætur á leið í jólahlaðborð með samstarfsfólkinu á barnum í bænum.

HangikjötHangikjöt var í matinn í hádeginu, mjög hátíðlegt, meira að segja laufabrauð líka. Ég keypti malt með en klikkaði á því að setjast hjá einhverjum sem hafði keypt sér appelsín.

Svo er það bara klikkað djamm annað kvöld, Lionssleepstonight-"fundur" með Míu systur. Held að ég fái far með Ingu heim úr bænum og ætti þá að komast í tæka tíð. Best að fara að gera djammfötin klár.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Gurrí, hvenær eigum við að hittast í heitt súkkulaði og ljúfa kökusneið? og þá er best að þú hafir spilin með og spáir fyrir mér, núna eru umþaðbil 11 ár síðan þú spáðir síðast fyrir mér.

siggi

siggi (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 18:41

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ef þú værir ekki svona mikið krútt, Siggi minn, myndi ég myrða þig fyrir að biðja um spá í beinni útsendingu ... Vil frekar vera þekkt fyrir að vera vélsagarmorðingi en spákona ... Kaffi og súkkulaðikaka ení tæm   

Guðríður Haraldsdóttir, 6.12.2007 kl. 19:31

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Blóðslóðin er á eftir yður Guðríður spjúkein.  Áttu tarrot eins og ég?  Eigum við að halda spákonufund og leggja línurnar fyrir nk ár.  Dem,dem,dem, þarna kjaftaði ég af mér, ætlaði ekki að fara að ljóstra því upp hér að ég væri völva vikunnar en gáði ekki að mér.  Þorrí

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2007 kl. 20:32

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Jahá, spákona í nágrenninu...ætti kannski að kíkja til þín í kaffi og spá...og fá þig til að afsanna þessi börn sem kerlurnar í vinnunni þykjast alltaf sjá í bollanum hjá mér...ussuss...

Vissirðu að Mía systir þín kennir eldri syni mínum tónlist?  Hann var ekki lengi að fatta að hún væri systir þín...þótti tónlistarkennarinn líkur þér!!

Knús úr hinum enda götunnar

SigrúnSveitó, 6.12.2007 kl. 20:50

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehehhehehehe, Jenný völva. Eins gott að enginn sjái þessi komment ...

Guðríður Haraldsdóttir, 6.12.2007 kl. 20:51

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sko, Siggi, sjáðu nú hvað þú hefur gert mér. Nú er ég orðin hirðspákona allra bloggvinanna ...

Já, Mía er flottur píanókennari og ekki er nemandinn síðri!

Guðríður Haraldsdóttir, 6.12.2007 kl. 20:53

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Panta spá hjá þér Guðríður - og second opinion-spá hjá Jenný. Verður bloggafmæli? Ég meina svona himnaríkispartý með kökum og brauðtertum? Ef mér er boðið, skal ég koma með með mér....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.12.2007 kl. 22:23

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

SIGGGGGGIIIIII !!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 7.12.2007 kl. 07:43

9 identicon

Hahaha. Já, jólagjafir geta verið skondnar. Þegar ég var tíu ára fékk ég Ævisögu Sveins Víkings frá afa og ömmu og runnu á mig tvær grímur. Málið skýrðist síðan þegar mágur minn sem var 20 árum eldri fékk Pollýönnu frá afa og ömmu.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 319
  • Sl. sólarhring: 450
  • Sl. viku: 2646
  • Frá upphafi: 1457916

Annað

  • Innlit í dag: 283
  • Innlit sl. viku: 2208
  • Gestir í dag: 273
  • IP-tölur í dag: 265

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Íslendingar í útlöndum
  • Titanic
  • Elsku Tommi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband