Veðurleynd á Íslandi?

Veðurblogg eru bestu bloggin, með fullri virðingu fyrir öðrum bloggum. Samkvæmt uppáhaldsveðursíðunni minni, erlendri að sjálfsögðu, verður veðrið svona á Akranesi á næstunni:

VeðurFöstudagur 7. des: Hálfskýjað, SSA 5,4 m/sek, 1°C,

Laugardagur 8. des: Léttskýjað, A 5,1 m/sek, 0°C.

Sunnudagur 9. des: Sól, ANA 3,3 m/sek, -2°C.

Mánudagur 10. des: Skýjað, ASA 8,1 m/sek, -2°C.

Þriðjudagur 11. des: Rigning, SA 6,8 m/sek, 4°C.

Miðvikudagur 12. des: Rigning, ASA 6,6 m/sek, 1°C.

Fimmtudagur 13. des: Grenjandi rigning, VSV 15,2 m/sek, 3°C,

Föstudagur 14. des: Rigning, ASA 16,2 m/sek, 5°C.

Laugardagur 15. des: Léttskýjað, S 9,9 m/sek, 4°C.

Svona eiga veðurspár að vera. Það segir mér lítið ef talað er um að lægð sé á leiðinni. Ég vil vita upp á hár hversu sterkur vindurinn verður og hvaðan hann blæs. Það er upp á öldurnar að gera. Undir næstu helgi kemur afar spennandi veður, rok og rigning. Mikið er ég glöð yfir því að búa á Íslandi þar sem veðrið er svo fjölbreytilegt. Nú verður gaman að sjá hvort þetta rætist. Skil ekki hvers vegna ekki eru til almennilegar veðursíður á Íslandi. Hvort sem spár rætast fullkomnlega eða ekki er samt mjög gaman að sjá hvaða líkur eru á hvernig veðri eftir t.d. viku. Ég er þegar búin að panta mér hótelherbergi í Reykjavík á fimmtudaginn og afboða eitt blint stefnumót á Skrúðgarðinum hér á Skaganum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lofar góðu hjá þér.  Kælr kveðja í Himnaríki. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 20:57

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Fimmtudaginn 13nda viðrar vel til boðafalla ....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.12.2007 kl. 22:10

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já klukkan hvað gildir spáin? Það er grundvallaratriði

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 00:56

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ja, Anna mín og Jenný, ég vildi ekkert fara út í neitt svo flókið. Maður fælir ekki fólk frá veðrinu með því að setja inn fleiri tölur sem bara rugla ...

Jamm, Guðný Anna, það verða sko flott boðaföllin þann 13. Mikið hlakka ég til. Auðvitað, Guðmundur, held til á sýningu Katrínar, milli þess sem ég lúri í hótelherberginu.

Guðríður Haraldsdóttir, 7.12.2007 kl. 07:42

5 identicon

flott spá á hún líka við um Norðlingaholtið?

siggi (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:16

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jamm, Siggi. Aðeins betra þó á Skaganum.

Guðríður Haraldsdóttir, 7.12.2007 kl. 09:19

7 identicon

þú ættir að vera hér nú og sjá í áttina að Vífilfelli og alla gufuna sem er á hellisheiðavirkjun liðast upp í þvílíkri birtu, þetta er æði

siggi (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:28

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Veðurleynd! Þetta fer að vera eins og þegar hann Jón Ásgeir okkar var blaðamaður á Vikunni og vildi fá að birta umferðareglur á skíðasvæðum í skíðablaðinu. Ekki sjens (!) að fá að vita hverjar þær væru og ekki búið að finna upp netið!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.12.2007 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 180
  • Sl. sólarhring: 286
  • Sl. viku: 1724
  • Frá upphafi: 1453883

Annað

  • Innlit í dag: 143
  • Innlit sl. viku: 1431
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband