Annir og huldufólk

Sömu annirnar og í gær, nema kannski enn meira stress. Núna er ég hálffúl yfir því að hafa lofað Míu að fara út með henni í kvöld ... en samt hlakka ég til að komast út á meðal manna ... og fá eitthvað gott að borða í góðum félagsskap. Já, það verður örugglega gaman með Lions-fólkinu. Ég er nú einu sinni Ljón!

Puntaði aðeins í himnaríki í gær, setti m.a. jóladúk á borðstofuborðið og annan í stíl á kringlótta skákborðið í horninu við hliðina á rauða antíksófanum. Dúkarnir komu frá mömmu, sérsending sem kom í gær. Þótt ég sé orðin rúmlega fertug ... eða 49 ára, laumar mamma enn að mér litlum gjöfum, jafnvel pening ... já, og gefur mér alltaf páskaegg. Það er frekar sætt, er það ekki?

Hróarsdalur í SkagafirðiVar að lesa nýju bókina hennar Unnar Jökulsdóttur um álfa og huldufólk. Einlæg, vel skrifuð og skemmtileg. Í fyrsta viðtalinu hennar um huldufólk voru nú náfrænkur mínar á Svanavatni spurðar og þær töluðu svolítið um afa sinn, Jónas frá Hróarsdal, langalangafa minn. Kom skemmtilega á óvart, sitt af hverju sem ég vissi ekki. Ætti að kaupa þessa bók handa mömmu í jólagjöf. (Ættartréð er svona: Jónas, Jósteinn, Mínerva, Bryndís, Gurrí.) Hef aldrei hitt þessar frænkur mínar en langar nú mikið til þess. Dóttir Jónasar (systir Jósteins langafa míns) er nýdáin, hún Sigurlaug, konan sem las í garnir og spáði fyrir um veðrið.  Ég veit alveg hvaðan ég hef veðuráhugann.

Myndinni stal ég á Netinu, frá ástkærri frænku minni (sem ég hef aldrei hitt, held ég) en hún er af Hróarsdal í Skagafirði, þaðan sem ræturnar liggja. Var það á ættarmóti 1985 og kynntist fjöldanum öllum að ÆÐISLEGU fólki, m.a. Höllu frænku, sem er tveimur árum eldri en ég en samt dóttir Páls, sonar Jónasar. Ég ætti að vera jafngömul barnabörnum Höllu ... en þau eru nú ekki einu sinni komin til sögunnar og ég alveg að komast á ömmualdur sjálf. Jamm, þetta er nú meira ættarbloggið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Það er fallegt í Skagafirði.  Mikil ósköp.  Það gera meðal annars allir þessir hólar og hæðir sem setja svo skemmtilegan svip á landslagið.

Jens Guð, 7.12.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Hef ég ekki sagt þér frá því þegar frænkur mínar tvær í Hegranesinu komust á unglingsár og faðir þeirra var spurður hvort hann væri búinn að leggja dætrum sínum lífsreglurnar?

 Hann hélt það nú; hann væri búinn að segja þeim það sem þær þyrftu að vita: Að þær mættu ekki giftast Sjálfstæðismanni, ekki kommúnista og engum af Hróarsdalsættinni ...

Nanna Rögnvaldardóttir, 7.12.2007 kl. 11:59

3 identicon

Hæ. krúttlegt þetta með páskaeginn og smágjafirnar. Ég er langlangyngst af sex systkinum og þau eiga það ennþá til að kaupa nammi handa mér í fríhöfninni þegar þau fara til útlanda, sem er ósjaldan, og er ég þó fjórum árum eldri en þú.

Svo er annað, getur þú útvegað mér gamla Viku þar sem er viðtal við Kristjönu Skagfjörð Williams i London, hún er systurdóttir mín og ég var ekki á landinu þegar blaðið kom út. Láttu mig vita af eða á, netfangið mitt er helgam@dv.is. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, þú ert hreinn snillingur og algjör lobbýisti fyrir strætó og Jónasa.  

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 12:29

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sendi þér meil, Helga mín ...

Nanna, jú, ég hef heyrt þetta og er enn vægast sagt enn steinhissa á þessum manni, eins og það er fallegt og hæfileikaríkt fólk í þessarri ætt

Já, Jens, Skagafjörðurinn er mjög fallegur.

Guðríður Haraldsdóttir, 7.12.2007 kl. 13:10

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtu þér vel í kvöld og um helgina skvisa, vonandi með álfum og huldumönnum.   3D Elf With Candy Cane 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 15:12

6 identicon

Skemmtu þér rosalega vel í kvöld hlakka til að lesa næstu færslu

Brynja blogg.central.is/skordal_1 (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 16:32

7 identicon

hæ skvís, alltaf er nú gott að eiga mömmu sem lumar á ýmsu í pokahorninu, t.d smákökum og lagkökum sem maður nennir ekki að gera sjálfur(sjálf) en páskaegg fæ ég ekki, ætli mömmu finnist ég ekki vera með fáein aukakíló mér til travala. Njóttu nú kvöldsins og skemmtu þér nú vel, alltaf gott að brjóta upp hversdagsleikan ekki satt, en er ekki svona Jólaglögg í vinnuni þinni eins og var í húsó er í denn?

bestu kv

siggi

siggi (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 17:35

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jájá, bara krúttlegt að mamma þín gauki að þér pening og páskaeggjum.  Ekkert að því, ég ætla aldrei að hætta að gefa mínum börnum sollis.

Góða skemmtun

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 18:10

9 Smámynd: Ásta Björk Solis

Goda skemmtun i kvold.Eg hef nu ekki fengid Islensk paskaegg sidan eg flutti hingad ut.Og aldrey hafa yngstu 3,bornin smakkad thaug.Konan hans pabba er voda dugleg ad senda gladning a jolunum.t,d.Hardfisk og islenkt hannadar gjafir sem alltaf er gaman.

Ásta Björk Solis, 7.12.2007 kl. 18:22

10 identicon

Er himnaríkiskonan ennþá sofandi eftir veislu gærkveldsins Eða ennþá að skemmta sér bíð eftir skemmtilegu bloggi vantar eitthvað að lesa með kaffibollanum

Brynja blogg.central.is/skordal_1 (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 11:16

11 identicon

Hmmmm, ertu í slagtogi með Lions fólki?

Var það ekki Lions sem stóð á bakvið morðið á John Lennon?

Kannski þessvegna sem þetta var í gær en ekki á dánardægri Lennons, svona til að grunur falli ekki á ykkur.

....er ekki kominn tími til að þú segir sannleikann um Lions og Lennonmorðið?

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 12:01

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það vill svo til að maðurinn minn kannast vel við fólkið þitt í Skagafirði knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2007 kl. 12:21

13 identicon

Hann langafi þinn var feikna kall,og hefði átt að verða læknir.....þá meina ég snjall læknir. Hann tók á móti einum 300-400 börnum í Skagafirði átti allmörg sjálfur. Hafði djúpan skilnig á guðfræði samdi leikrit og margt fleira. En fátæktin og aðstöðuleysið já fjandans fátæktin (skorturinn) setti strik í reikninginn. það er gaman að lesa bloggið þitt. Kveðja M

Margrét Sig (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 296
  • Sl. viku: 2353
  • Frá upphafi: 1457623

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1948
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Íslendingar í útlöndum
  • Titanic
  • Elsku Tommi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband