Djamm, lagkaka og símanúmer í Hvíta húsinu

Það var reyndar ekkert dansaðElskan hún Inga ók mér heim í gær og ég hafði korter til að gera mig ómótstæðilega fyrir djammið. Eftir nákvæmlega 16 mínútur hafði frekar hversdagsleg en þó ótrúlega sjarmerandi kona breyst í glæsikvendi með trylltar fyrirætlanir um kvöldið. Það sem vesalings kvendið vissi ekki var að þetta var virðulegur Lions-fundur með ræðuhöldum, skemmtiatriðum og hangikjötsáti. Hvernig er t.d. hægt að halda kynþokkanum þegar úðað er í sig hangikjöti? Elskan hún Sigþóra strætóvinkona var þarna og las skemmtilega jólasveinasögu, ung söngkona líka söng nokkur lög, myndarmaður las nokkra brandara og einnig var svona Útsvarsleikur. Salnum skipt í tvennt og kosið fórnarlamb fyrir hvorn hóp. Viðkomandi fórnarlamb fékk að sjá spjöld með orðum á og átti að leika hvert orð fyrir sig. Mér tókst að giska rétt á hjartaskurðlækni þegar maðurinn sem lék fyrir hópinn minn gerði hjartauppskurð út í loftið. Samt töpuðum við ... Jamm, þetta var notalegt kvöld í góðum félagsskap. Þórir læknir og nafna mín, konan hans, settust hjá okkur Míu og voru afskaplega skemmtilegir borðfélagar. Erfðaprinsinn sótti okkur svo um ellefuleytið.  Það er svona að djamma með virðulegu fólki.

Sannsögulegar heimildamyndirÞar sem 10 mínútur voru búnar af Taggart ákváðum við bara að horfa bara á RÚV plús eftir tæpan klukkutíma. Tíu mínútum eftir að Taggart hófst á nýjan leik steinsofnaði ég í leisígörl og svaf til kl. sex í morgun.  Argsvítans! Tókst með harðfylgi að halda áfram að sofa í rúminu mínu til kl. 13 í dag. Nú er ég ekki lengur þreytt og til í hvað sem er. Ætla að hella mér í bóklestur á meðan erfðaprinsinn horfir á fræðslumynd um árásirnar á USA 11. september 2001. Held að ég viti hvernig myndin endar, þess vegna er ég yfirleitt löt að horfa á eitthvað sannsögulegt.

Ég á laufblað af einu trénu þarnaVið Skagamenn erum þvílíkt hreyknir af hrekkjalómnum okkar, honum Vífli, sem tókst næstum því að plata Bandaríkjaforseta. Einu sinni hringdu Tvíhöfðamenn reglulega í Hvíta húsið í s. 456-1919, minnir mig (man ekki lands- og svæðisnúmerin á undan) og reyndu að gera símastúlkurnar gráhærðar. Þær kunnu alveg á slíka símaatara og gáfu Jóni og Sigurjóni samband við línu þar sem enginn var hinum megin, síminn hringdi bara stöðugt. Ekki kannski svona randalína ...Þetta er eflaust ekki leyninúmerið dularfulla í Hvíta húsinu, ja, annars kemur bara löggan í heimsókn til mín.

Þegar ég fór til Washington DC eitt árið í skólaferðalag fórum við nokkrar að Hvíta húsinu. Að gamni tók ég traustataki laufblað af trjágrein sem slútti út fyrir grindverkið. Ef ég þarf einhvern tíma að gala seið og galdra eitthvað og í uppskriftinni stendur: Takið laufblað af tré sem vex við Hvíta húsið í Washington, skerið það smátt ..., þá er ég í góðum málum.  

P.s. ÁRÍÐANDI!!! Kann einhver að gera hvíta lagtertu með súkkulaðikremi (ekki sultu) á milli og getur gefið mér uppskriftina? Smakkaði svona tertu í barnæsku og fannst hún ógurlega góð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Þér eru allir vegir færir með þetta laufblað! 

Uppskrift að lagtertu http://www.simnet.is/gunnsasjalf/gj/lagkakabrun.html að vísu með smjörkremi, en þú skellir nú bara eðalkakói í það til að fá súkkulaðikrem. 

krossgata, 8.12.2007 kl. 15:54

2 identicon

Alltaf gaman að kíkja á bloggið hjá Guðríði. :o) Þú ættir nú bara að fara að leggjast í að skrifa skáldsögu með gamansömu ívafi. En engu að síður byggða á raunverulegum atburðum að hluta fyrir þá sem vilja vita hvernig hún endar!

Jonatan (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 17:51

3 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er svo sammála með sultuna sem er verið að troða í þessar kökur...... Ég fór t.d. bakarí úr bakarí til að finna sultulausa lagköku. Ég fann hana - en núna man ég ekki hvar......!!! Segðu svo að aldurinn sé að færast yfir mig....... segðu það bara - ég mana þig!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 9.12.2007 kl. 11:49

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Þetta var ágætis innblástur ég á einmitt þessa fínu uppskrift sem mamma bakaði alltaf, ég skellti henni bara á bloggið mitt, þú getur séð hana þar. Kannski ég baki hana meir að segja

Margrét Birna Auðunsdóttir, 9.12.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 250
  • Sl. sólarhring: 308
  • Sl. viku: 1792
  • Frá upphafi: 1460725

Annað

  • Innlit í dag: 228
  • Innlit sl. viku: 1452
  • Gestir í dag: 219
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband