Ókristilegar bíómyndir og sýnishorn úr Gyllta áttavitanum

Fann ansi áhugaverðan lista yfir tíu ókristilegustu bíómyndir allra tíma, myndir sem væntanlega geta gert saklaust fólk trúlaust ... Hér er listinn:

Carrie1.         The Canterbury Tales (1972)
2.         The Meaning of Life (1983)
3.         The Boys of St. Vincent (1993)
4.         The Magdalene Sisters (2002)
5.         The Name of the Rose (1986)
6.         Jesus Camp (2006)
7.         Dogma (1999)
8.         Footloose
9.         Priest (1995)
10.       Carrie (1976)

Veit ekki alveg hvenær á að frumsýna Gyllta áttavitann á Íslandi, fyrstu myndina af þremur, gerðar eftir ævintýrabókum Philips Pullman sem eru mjög skemmtilegar að mínu mati. 

Fann fyrstu fimm mínúturnar af myndinni á youtube.com, eins og svo margt gott annað. http://youtube.com/watch?v=uxt72D9E-X4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hverjum datt í hug að setja Pythongrúppumyndina 'Meaning of life' í annað sætið á svona lista, frekar en 'Life of Brian' eftir sömu snillínga ?

& Footloose, kví ?

Hanú ?

Steingrímur Helgason, 8.12.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Margt skrýtið á þessum lista ... ja, vinkona mín var stödd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir milljón árum, eða þegar Meaning of Life var forsýnd eða e-ð og stór hluti sýningargesta labbaði út af þessarri ókristilegu mynd, manstu ekki eftir kaþólska manninum sem átti öll börnin, það var hrikalega fyndið atriði! (úps, nú fer ég til helvítis)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.12.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ææ, hef séð allt of fáar af þessum myndum. Meaning of live er þó snilld og sömuleiðis Nafn rósarinnar, en alla vega, nice try.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.12.2007 kl. 22:57

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gyllti áttavitinn verður jólamynd Senu

Heiða B. Heiðars, 8.12.2007 kl. 22:59

5 identicon

Ha, ha, ha, Canterbury Tales!  Jú, sögurnar eiga nú uppruna sinn í hinu rammkristna enska samfélagi 14. aldarinnar en gera vissulega grín að spilltum framamönnum.... og konum kirkjunnar..... þykir það sem sagt ókristilegt?????

Díta (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:00

6 Smámynd: www.zordis.com

Flauta fyrir þig eitthvað sætt lag þar sem ég hef ekki séð neina af þessum ókristilegu myndum ... held ég!

Laugardagsknúsið á skagann ....

www.zordis.com, 8.12.2007 kl. 23:44

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Passion of the Christ ætti nú að vera á þessum lista. Sýnir vel inn í þann heim kvalarlosta sem Kaþólska kirkjan a.m.k. byggir á.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2007 kl. 23:48

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Flautandi væri nú fínt blísturlag úr 'Life of Brian' eiginlega...  Snilldarlokalagiið á krossinum, 'Alway's look at the bright side of life...'  Júbb, Gurrí, ég man kathólikkasenuna, á þetta allt 'ódándlódað' náttla á löglegum þrælSTEFuðum diskum.

Steingrímur Helgason, 8.12.2007 kl. 23:56

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hef séð 6 af þessum myndum, held ég. Þarf að sjá hinar. Hefði einmitt haldið að Life of Brian ætti heima þarna ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.12.2007 kl. 01:44

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var alveg viss um að Life of Brian væri á listanum en ó ekkí.  Segi eins og Steingrímur, lokasenan með krosskrórnum er snilld, algjör hvínandi snilld.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2007 kl. 10:27

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef nú séð fæst af þesu 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2007 kl. 12:03

12 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Innlit á þessum góða degi

Hlynur Jón Michelsen, 9.12.2007 kl. 12:22

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er búinn að sjá þær flestar.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.12.2007 kl. 14:09

14 Smámynd: Hrannar Baldursson

The Golden Compass er að fá hrykalega góða dóma úti, og henni er sífellt líkt við Lord of the Rings.

Ég  er samt ekki alveg að skilja þennan lista, hvernig geta bíómyndir gert fólk trúlaust? Annað hvort er fólk trúað eða ekki. Ef það er ekki nógu sannfært um sína trú geta bíómyndir hugsanlega gefið þeim nýjar hugmyndir, en ekki sé ég hvernig þetta fær tjónkað við þeim sem eru vissir um Sannleikann, hver svo sem hann er.

Hrannar Baldursson, 9.12.2007 kl. 15:14

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Alveg sammála þér, Hrannar, í sambandi við "ókristilegar" bíómyndir. Annað hvort trúir fólk eða ekki. Fannst þetta bara fyndið.

Hlakka rosalega til að sjá Gyllta áttavitann, bækurnar eru snilld!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.12.2007 kl. 15:23

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Auðvitað ætti Da Vinci lykillinn að vera þarna líka

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.12.2007 kl. 15:24

17 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og monty Python,Meaning of life ,er alger snilld

Halldór Sigurðsson, 9.12.2007 kl. 16:41

18 identicon

Ég bíð yfir mig spennt eftir Gyllta áttavitanum. Búin að lesa allar bækurnar og þær eru gargandi snilld. En hvað kemur til að Harry Potter er ekki þarna? Yfir sig trúaðir Kanar hafa líst því yfir að J.K. Rowling sé útsendari djöfulsins.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 17:22

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Veistu Helga, ég er eiginlega viss um að á uppfærðum þessum lista verða bæði Harry Potter og Da Vinci-lykillinn!!! Ekki spurning!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.12.2007 kl. 17:40

20 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mér fannst Meaning og Life alltaf besta MP myndin.

Georg P Sveinbjörnsson, 9.12.2007 kl. 18:40

21 identicon

Er búinn að dánlóda Gyllta áttavitanum, á maður semsagt að kíkka á hana en ekki henda henni í ruslið óséðri?

En er þetta ábyggilga senumyndin? hélt að jólamynd senumanna væri Brúna Stjarnan.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:42

22 identicon

Fröken Guðríður:Hvernig væri að koma með lista yfir,fallegar og sálarbætandi bíómyndir,í fyrsta sæti þar mundi ég setja tvær Ítalskar myndir: Cinema Paradiso og Il Postino,minnir að  þettað sé skrifað svona.   Svo má koma með bíómyndalista yfir grátmyndir,hláturmyndir,karatemyndir,,,ogsvo framvegis,jæja það er búið,bless.                 

Jensen (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:51

23 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ja nú verð ég að viðurkenna að ég get nú ekki sagt að ég hafi séð þessar myndir fyrir utan  The name of The Rose og Footloose

Ekki mikið fyrir bíómyndir

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.12.2007 kl. 00:01

24 Smámynd: Svava S. Steinars

Næ ekki þessu með Footloose, en Dogma er ein af mínum uppáhaldsmyndum.  Hún er yndisleg - en málið er að leikstjórinn Kevin Smith er trúaður og endirinn á að sýna að guð er góður...

Svava S. Steinars, 10.12.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 720
  • Frá upphafi: 1506649

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 592
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ökuskírteini
  • Kría og Mosi
  • Shining jólamynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband