Jólasveinar

BæjarferðVar tilkynnt seinnipartinn í dag að ég væri ekki velkomin til vinnu aftur ... fyrr en eftir áramót. Ætla að fara að drífa mig í háttinn og sofa til hádegis. Þá verður kvefið líklega farið. Síðan að skreppa í jólagjafaútkeyrslu í bæinn á morgun. Vona að allir verði heima.

Mun heimta mjólkurglas og smákökur á svona 20 stöðum.

 ----------       -----------        ------------          ------------          ----------

 

OJ SimpsonMoli dagsins: Vissuð þið að O. J. Simpson kom til greina í hlutverk Tortímandans en framleiðendum fannst hann líta út fyrir að vera aðeins of næs til að hægt væri að taka hann alvarlega sem kaldrifjaðan morðingja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Andstyggðar vinnuveitendur sem þú hefur kona.  Velkomin í fríið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 02:32

2 Smámynd: Gunna-Polly

ég vinnbara til 4 er svo komin í frí fram yfir áramít , hef aldrei verið i fríi milli jóla og nýjárs áður þetta verður snilld ::) velkomin í frí og god jul

Gunna-Polly, 21.12.2007 kl. 08:31

3 identicon

Sæl Gurrí, ertu öll að koma til? kvef að yfirgefa nef og hálsbólga farin? Feginn er ég fyrir þína hönd, því ég veit að þú ert mikið jólabarn.


Eg óska þér og e-p góðra Jólahátíðar, megi friður ríkja á AK.

bestu kv

siggi

siggi (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 08:52

4 identicon

Sæl Gurrí.

Við Guðrún Kristinsdóttir óskum þér gleðilegar jóla og farsæld á komandi ári.  Nú þegar við vitum að þú ert í bloggi munum við heimsækja þig oftar

Antonia (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 10:19

5 identicon

Mikið er gott að heyra að þú sért komin í frí. Mér fannst þú svo ósköp lasleg þegar ég sá þig í gær. Farðu vel með þig um jólin, borðaðu yfir þig, lestu og hafðu það sem allra best. Gleðileg  jól og farsælt komandi ár og allt það. Sjáumst í Hálsaskógi á nýju ári.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 11:30

6 identicon

Þú færð bæði smákökur og tertu hjá mér krúsídúllan  mín. Ég bakaði hvítlaukstertu með panodilhotkremi til að fyrirbyggja áframhaldandi veikindi. Þú færð engifersafa með íslensku brennivíni og þá get ég verið alveg viss um að þér batni.........

Jólaknús frá systu gömlu með þakklæti fyrir að upplýsa alþjóð um aldur minn

Hilda systir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 11:45

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elskan mín hvað það er gott. Njóttu hverrar mínútu.  Gallinn við að vera öryrki er sá að maður "fer ekki í frí" er alltaf í fríi. kannski að ég ætti að fá að vinna smá á meðan allir aðrir fá frí. Knús á Skagann.  3D Santa 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 12:12

8 Smámynd: Rebbý

velkomin í jólafrí - þetta er æðislegt, vildi að mitt entist jafn lengi og þitt
hljómar ekkert smá (ó)girnó veitingarnar hjá systur þinni .... verði þér að góðu á jólarúntinum

Rebbý, 21.12.2007 kl. 12:25

9 identicon

njóttu jólafrísins bara í botn

Hulda (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 12:33

10 Smámynd: www.zordis.com

Gledileg jólin og njóttu zess ad vera komin í fríid ...

www.zordis.com, 21.12.2007 kl. 14:09

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk fyrir, elskurnar Vona að jólin ykkkkkkkar verði guðdómleg og þið fáið hrikalega margar jólagjafir!!! Annars á ég eftir að blogga jólafærslu þar sem bloggheimar fá klikkaðar jólakveðjur og það allt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.12.2007 kl. 14:57

12 identicon

Kæra Frú Guðríður, ég er örugglega einn af þeim fáum sem frábið allar gjafir mér til handa, enda er þetta ekki mín trúarhátið.

bestu kv, með ósk um rólega og fallega hátíð þér og þínum

siggi

siggi (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 15:03

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Legg svo á og mæli um, að búmmmsarabúmmm: kverfið verði farið veg allrar veraldar á morgun. Ein bóla á tungu þinni, engin á morgun og svo framvegis. Mér líst sérdeilis vel á matartilbúning systur þinnar. Þið eruð greinilega eitthvað skyldar, systurnar. Var þetta ekki dáldið skrýtin setning? Elsku kona, take care, take medicine, take five... but don´t take the man to the altar..

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.12.2007 kl. 21:51

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Kvefið en ekki kverfið (hverfið...hehe)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.12.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband