One of these days ...

Við Mía systirÞetta er greinilega einn af þessum dögum  ... Byrjar vel og heldur áfram að vera góður. Sjúkraþjálfunin var stórkostleg að vanda og nú svíf ég um í stað þess að hökta. Vöðvabólgan er a.m.k. mun betri. Súpan í Skrúðgarðinum var ekki bara góð, hún var æðisleg. Ég hvet alla Skagamenn til að smakka hana og það er líka alveg þess virði að koma alla leið frá Vopnafirði fyrir hana. Í póstkassanum beið geisladiskur, fullur af myndum af afa, ömmu, frændfólki, okkur Míu systur þegar við vorum litlar. Mikið er hann Þorgeir frændi minn frábær. Nú verður hringt í kappann og honum færðar miklar þakkir. Skelli inn frekar nýlegri mynd af okkur Míu systur þar sem sést hvað hún var góð stórasystir.

Aloa Vera gelÁramótabjúgurinn er að hverfa og útlit fyrir að ég verði huggulegri í sjónvarpinu á föstudaginn en ég er núna, ekki það að það sé ekki sætt að vera bólginn og búttaður en kröfur þjóðfélagsins kalla á annað. Á meðan ég er horuð miðað við Keikó þá er ég sjálf ánægð. Ég prófaði að fara að taka inn Aloa Vera-safa og hann virðist hafa rosalega góð áhrif á mig. Hilda systir hefur hrósað honum mikið og á meðan Davíð, sonur hennar, lá í veikindunum (sama og hrjáði Björn Bjarnason) var henni bent á safann og segir að hann hafi hjálpað Davíð mikið. Ég hélt alltaf að þetta væri svo bragðvont en svo er alls ekki.

HimnaríkiÉg tók einu sinni viðtal við Jónínu ljósmóður hér á Akranesi. Hún var orðin mikill sjúklingur og var flutt í þægilega íbúð sem hentaði veikburða manneskju betur. Hún fór að taka inn Aloa Vera og bera á sig hitakrem og slíkt og hviss bang, allt gjörbreyttist. Mér skilst að hún þjóti um allt núna og selji þessar vörur og það er eiginlega henni og viðtalinu að þakka að mér datt í hug að prófa. Það er líka að hluta til Jónínu að þakka að ég flutti á Skagann fyrir tveimur árum. Hún bjó í þægilegu íbúðinni sinni við Langasandinn og ég hékk úti í glugga hjá henni á milli þess sem ég tók viðtalið við hana. Þarna var einu fræinu sáð sem endaði með að ég keypti himnaríki. Hjónin sem eiga Ozone-tískuverslun búa líka á Jaðarsbrautinni og sama má segja um fræ ... fór í innlit í flotta raðhúsið þeirra og þráin í sjóinn bærði harkalega á sér. Maðurinn seldi mér einmitt svo flottar buxur í dag en búðin er akkúrat mitt á milli Betu sjúkraþjálfara og Skrúðgarðsins. Í nýlegri færslu um staðalímyndir var ég búin að komast að því að ég væri „kynóður búðahatari“ en þegar buxnaeignin er komin niður í einar buxur þá þarf að gera eitthvað í því ... það var ekkert kvalafullt, enda fékk ég fína þjónustu og flottar buxur. Vildi bara að ég hefði farið fyrr, útsalan er komin langt á veg og margt hreinlega búið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áramótabjúgurinn að hverfa?

Ertu þá hætt við að vera Jabba The Hut á næsta grímuballi? Þú sem ætlaðir að spara og leggja ekki meira í búninginn en nokkra ljósatíma.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er reyndar þrælsnjallt að borða hamborgarhrygg skömmu fyrir grímudansleiki ef maður ætlar að vera barbapabbi eða Jabba (sem er aftur hver?).

Guðríður Haraldsdóttir, 8.1.2008 kl. 13:54

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvar fæst svona Aloe Vera safi?

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.1.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Prófaðu Jónínu ljósmóður, hún er með síma 862 2023, veit að hún vinnur líka í Rvík.

Guðríður Haraldsdóttir, 8.1.2008 kl. 14:06

5 identicon

Safinn góði.Hann smakkaði ég og fékk innan tveggja tíma frá inntöku þá mestu hreinsun sem ég hef lent í. Upp og niður.Út og suður.Hann virkar víst betur á suma en aðra

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 14:07

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, þetta hefur aldeilis virkað á þig. Alltaf gott að fá hreinsun ...

Guðríður Haraldsdóttir, 8.1.2008 kl. 14:12

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvernig gengur annars að keyra út Einarsbúðardagatölin...?    Þröstur var búinn að lofa þér til mín um tvöleytið en ekkert bólar á þér og dagatalinu... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.1.2008 kl. 14:50

8 identicon

Jabba The Hut er fígúra úr Star Wars að mig minnir.

Bryndís R (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 15:05

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheh, sá þetta hjá Jennýju, flott þegar einhver tekur upp á því að ráðstafa tíma manns í öllum rólegheitunum ... Annars vantar mig dagatal úr Einarsbúð og annað úr Kjötborg við Ásvallagötu!!! Best að vaða í það!

Guðríður Haraldsdóttir, 8.1.2008 kl. 15:07

10 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Gleðilegt ár Gurrí mín og takk fyrir skemmtilega bloggvináttu á liðnu ári!

...og skál í vöðvabólgu! Veturinn er ekki vinur minn.  

Laufey Ólafsdóttir, 8.1.2008 kl. 16:37

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er líka með Aloe vera safa og krem.knús á þig elsku dúlla.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2008 kl. 17:50

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Talaði við þá í Kjötborg áðan þegar ég fór að kaupa mjólk og rúgbrauð. Fékk dagatalið mitt og sagði þeim að þú værir á leiðinni að sækja þitt. Hefði lesið það á blogginu að þú færir að koma. Kaupmaðurinn góði spurði hvort ég vildi ekki bara taka eitt fyrir þig en ég sagði að hann yrði bara svo glaður að sjá þig að best væri að hann geymdi það enn um stund og þegar þú kæmir ætti hann að senda þig beint í kaffi til mín. Já ég og kaupmaðurinn látum ekki okkar eftir liggja með að ná þér í vesturbæinn gamla mín. ÞETTA ER ÓGEÐSLEGA FLOTT DAGATAL...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 19:43

13 Smámynd: www.zordis.com

Best ég sendi þér eitt dagatal .... í pósti þar sem mitt er á Spáni! 

En, mér finst sætustu tvibbarnir kenna til þín .... ekki að furða að fríðleik þeirra!

www.zordis.com, 8.1.2008 kl. 19:51

14 identicon

Prófaði einhvern tíma þennan Aloe Vera, fannst hann svo vondur á bragðið (ég er algjör aumingi, veitða), er núna að reyna trönuberjahylkin. Það er samt alveg dásamleg hvað vigtin droppar niður þegar bjúgurinn eftir allt reykta kjötið fer  Hlakka til föstudagsins

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:57

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Anno krútt. Ég drekk þetta sem er í hvítu og rauðu brúsunum og það er alls ekki bragðvont. Fékk mér reyndar líka þetta gula en er ekki byrjuð á því, skilst að það sé bragðverra ... en það venst. Svo sagði Davíð frændi sem prófaði hvorttveggja.

Loksins, Zordís, segir einhver eitthvað um þetta gullfallega barn á myndinni, mig!!! Þú ert hér með komin í geggjað uppáhald, enn meira en áður, heheheh!

Knús, Laufey og Katla.

Guðríður Haraldsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:07

16 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takkkk, Katrín fyrir að vera flutt í Vesturbæinn og versla í Kjötborg, plássið mitt var svo vandfyllt .... hehehehe

Guðríður Haraldsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:08

17 identicon

Fallegar systur þarna á mynd En mér er spurn hvar er þessi Merkilega merking Himnaríki? kv Brynja

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 23:04

18 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Stal henni af síðu vélstýrunnar sem er hoppandi upp um fjöll og firnindi öll sumur. Anna bloggar undir www.velstyran.blog.is ... kannski sér hún þetta og kommentar, annars skal ég vaða í að spyrja hana. Þorði ekki að skrökva að þér að þetta væri við Jaðarsbraut, hæg heimatökin fyrir þig að tékka ... heheheh

Guðríður Haraldsdóttir, 8.1.2008 kl. 23:45

19 identicon

Legg til að ,,ritari ,,hér á undan skýri það út ,hvort að dagatalið frá Kjötborg sé fallegt eða þá einsog hún segir:´´ ógeðslega flott dagatal,,hver vill eiga svoleiðis dagatal,,,,,,,,,og Fröken Guðríður,veljum íslenskuna allt of mikið af enskuslettum eru í okkar máli.

jensen (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 23:55

20 identicon

Ritari no 12 á þettað að vera

jensen (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 23:56

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Heaven  Alltaf jafn hressandi skottið mitt. Ég hef heyrt undrasögur hjá fólki sem drekkur Aloe Vera, örugglega gott, ég er auli og finnst þetta ógeðsdrykkur.  Kveðja á Skagann og í Himnaríki. 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 00:26

22 Smámynd: Jens Guð

  Aloe Vera safinn inniheldur um 75 vítamín og hvata.  Þið finnið ekki annað hráefni jurtaríkisins sem er jafn hollt.  Ég tek fram að ég er ekki að selja þennan safa þó að ég selji Aloe Vera húðvörur,  aðallega undir merkinu Banana Boat. En ég hef lesið mér mikið til um Aloe Vera jurtina og eftir því sem ég kemst næst er Aloe Vera safi Forever Produckt sá besti á markaðnum þó að ég sé ekki að selja hann.

Jens Guð, 9.1.2008 kl. 00:58

23 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sætar systur. 

Keypti eplaedik í gær sem maður blandar 1 msk út í vatnsglas og drekkur ca 2 - 3 glös á dag. Þetta svínvirkar til að ná af sér bjúg.  

Marta B Helgadóttir, 9.1.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 245
  • Sl. sólarhring: 307
  • Sl. viku: 1787
  • Frá upphafi: 1460720

Annað

  • Innlit í dag: 223
  • Innlit sl. viku: 1447
  • Gestir í dag: 214
  • IP-tölur í dag: 214

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband