Busl og blessað boldið

Rólegur dagur að kveldi kominn ... Hef ekkert lokað Tomma úti á svölum í allan dag. Ætla að taka einn dag í einu á það. Nú rennur bara í ilmandi freyðibað. Tomma er alla vega óhætt á meðan ég busla með öndinni.

EricBoldið: Stefanía dró Eric með sér til að hitta Feliciu, dótturina sem hann hélt vera dána. Hann varð öskureiður yfir blekkingunum en jafnaði sig fljótt. Felicia þarf nýja lifur og ætlaði Stefanía að gefa dóttur sinni hluta af sinni. Áður en af því varð fannst lifur við hæfi og nú er líffærateymi á leiðinni.

Brooke og RidgeBrooke er búin að gera upp við sig að hún vill Nick en ekki Ridge! Ridge er miður sín og ég eiginlega líka. Nú eru konurnar sem hann hefur gifst til skiptis í gegnum tíðina báðar á eftir hálfbróður hans, Nick. Taylor með varirnar er náttúrlega geðlæknir og getur hrist upp í hausnum á Nick (talað illa um Brooke) á sannfærandi hátt. Bridget, dóttir Brooke og nýlega fyrrverandi kona Nicks, ætlar að fara að búa með Dante, blóðföður Dominic litla, því að Felicia, móðir drengsins, arfleiddi hana að honum. Bridget talar mikið um gleði sína yfir Dommí en heima í stofu sitja tárvotir áhorfendur sem vita að Felicia lifnaði við og gerir án efa kröfu á að fá barn sitt.

JackieStærsta spurningin er samt: Hvaða konu getur Ridge hugsanlega farið að gera hosur sínar grænar fyrir? Tvíburarnir eru örugglega dætur hans, nema handritshöfurnarnir fari alveg yfir um, hann var spenntur fyrir Bridget á tímabili en í ljós kom að hann var ekki hálfbróðir hennar. Þegar það kom í ljós þá neistaði eitthvað ... þó var hann kvæntur Brooke, móður Bridget, á þessum tíma. Jackie, mamma Nicks iPodog eiginlega fyrrum stjúpmóðir hans, er líklega of gömul og hún er líka skotin í Eric, pabba hans (ekki blóðskyldum). Darla er gift Thorne ... en hvað með Amber, sem var eitt sinn með Rick, litla bróður hans?

Erfðaprinsinn gaf mér ansi flotta jólagjöf sem ég hef enn ekkert gert með ... eða sett lög inn á.

Jú, iPod var það og ekkert smá flottur spilari. Ætli við notum ekki næstu helgi til að hlaða inn lögum. Ég ætla að setja inn bland í poka af uppáhaldslögum af öllum gerðum! Frábær gjöf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta Bold getur gert mann galinn. Ég ætla að kíkja á stöðu mála hjá abc, þoli ekki svona spennu :):) vertu svo góð við alla Tomma í lífi þínu og auðvitað erfðaprinsinn líka, hefurðu nokkuð fengið þér ísblóm nýlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: www.zordis.com

Sniðug gjöf og gott að hafa erfðaprinsinn til að aðstoða með tæknihliðina.  Freyðibað hljómar ótrúlega freistandi ... spurning að setja pottskvik "yndið" í gang!!!

Mjá

www.zordis.com, 7.1.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Ice Cream ????  þetta átti að fylgja fyrri færslu.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Þröstur Unnar, 7.1.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Takk fyrir boldið. Nú dreymir mig fallega

Brynja Hjaltadóttir, 7.1.2008 kl. 22:46

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú getur nú ekki afneitað skemmtanagildi þessara þátta, Þröstur minn.

Láttu mig svo vita, Ásdís, hvort Taylor er gift Nick og hvort hún sé ólétt ... hahahahahhahahahahahaha ...

Ef maður væri nú með pott, Zordís ... 

Guðríður Haraldsdóttir, 7.1.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff líf mitt er nógu flókið þessa dagana, svo ég missi mig ekki í blodið

FLott gjöf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 23:13

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hefur Boldið skemmtanagildi, Gurrí?   Það hefur alveg farið fram hjá mér. Vissirðu að Þröstur er búinn að ráðstafa þér á morgun?

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:37

9 Smámynd: SigrúnSveitó

ó mæ...ég er endanlega alveg búin að missa þráðinn í Boldinu...

SigrúnSveitó, 8.1.2008 kl. 00:36

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Æ ég sé aldrei Bold...  

Takk fyrir síðast Gurrí, mikið var gaman að hitta þig. 

Marta B Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 01:24

11 identicon

Er ekki lífið dásamlegt svona í morgunsárið?Góðan daginn annars.Boldið og tófu-hristingur.Það verður vart huggulegra. Túfuið er víst gott.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 10:04

12 Smámynd: Gunna-Polly

Amber kemur sterk inn hún fanst út í Kolbeinsey og er á leiðinni vestur um haf með Þyrlu

Gunna-Polly, 8.1.2008 kl. 11:11

13 identicon

Tommi getur alltaf huggað sig við það að öndin hefur fest sig á mun óhuggulegri stöðum en svölunum.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:50

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Einhver Massimo kom í spilið um svipað leyti og ég fór að horfa. Hann reyndist vera gamall kærasti Stefaníu og ... blóðfaðir Ridge. Hann var kvæntur Jackie og þau áttu saman strák að nafni Nick. Þannig að Ridge og Nick eru hálfbræður. Ekki mjög nánir ... hmmmmm

Guðríður Haraldsdóttir, 8.1.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 133
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 1358
  • Frá upphafi: 1460182

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 1069
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 95

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fótapláss ekkert
  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband