10.1.2008 | 08:25
Galdramáttur, hefðardúllur og kaffismekkur
Er búin að komast að því að leisígörl himnaríkis býr yfir galdramætti. Ég var að vísu nokkuð syfjuð þegar ég kom heim úr vinnunni í gær og settist í hann en tókst með erfiðsmunum að horfa á boldið og fréttir. Miðvikudagar hafa nefnilega breyst úr viðbjóðssjónvarpskvöldum með hrútleiðinlegri kellingadagskrá (stöð2) yfir í ágæt kvöld. Hjartans erfðaprinsinn vakti mig þegar Grey´s Anatomy hófst. Það var ekki fyrr en eftir þann þátt, The Closer, Stelpurnar og eitthvað fleira sem leisígörl losaði um takið og ég gat staðið upp. Þá hafði ég verið föst við galdrastólinn síðan kl. 17.30. Gat ekki einu sinni kíkt í bloggheima eða fundið mér smekkleg og snyrtileg föt við hæfi konu sem er að fara í móttöku á Bessastöðum (arggggg, mont, grobbb, spenningur ... arggg) eftir hádegi í dag ... Fann þau á hlaupum í morgun og það seinkaði för okkar Ástu í bæinn um alla vega tvær mínútur.
Af því að ég tilheyri því miður ekki fína fólkinu í bænum, þótt ég sé í raun hefðardúlla fram í fingurgóma, þá er orðið ansi langt síðan ég hef farið í móttöku á Bessastöðum. Boðið síðast tengdist líka starfi mínu og hafði ekkert með blátt blóð frá Flatey á Skjálfanda eða Hróarsdal í Skagafirði að gera. Í síðustu heimsókn tókst mér að draga upp úr ráðsmanninum (þegar ég var á leið út, engin vitni, var ekkert of kammó, ég kann mig) að kaffið á Bessastöðum væri svartur Rúbín ... sem ég smakkaði einu sinni fyrir Gestgjafann og þótti bara fínt. Á alþingi, síðast þegar ég vissi, var (ef ég man það rétt) Kólumbíukaffi frá Johnson og Kaaber ... á Hótel Holti var (síðast þegar ég vissi) boðið upp á í venjulegri uppáhellingu Kaffi Marínó í rauðu dollunum. Kaffi sem hægt var að kaupa á bensínstöðvum og í Bílanausti, eflaust fínasta hversdagskaffi en ekki beint það sem maður býst við á rándýrum veitingastað. Í dag er að vísu hægt að fá ógurlega gott kaffi á bensínstöðvum (í pokum) en ég man að mér þótti þetta hneyksli á sínum tíma og áhrifin af "fínt-út-að-borða-dæminu" fuku á brott í mínum huga. Ég bendi á að Staðarskáli býður upp á fínasta kaffi frá Te og kaffi en mér finnst ansi langt að aka þangað (með rútu ... eða á puttanum) til að fá gott kaffi eftir matinn ...
Hmmm, ég veð úr einu í annað, ekki í fyrsta skiptið ... dreg ykkur frá hægindastólum til sparifata og frá Bessastöðum til nöldurs um kaffitegundir, ykkur hlýtur að vera farið svima ... Best að fara að vinna svolítið! Hafið það gott og guðdómlegt í dag, elskurnar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Grobb, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 56
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 694
- Frá upphafi: 1505985
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 558
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hvurn fj... ertu að fara að gera á Höfuðbólið?
Ætlarðu kannski fram gegn Óla og Ástþóri? Ég mundi alveg kvitta undir það.
Þröstur Unnar, 10.1.2008 kl. 08:43
*Úps sá ekki að þetta er vinnutengt. Hélt að þetta væri bold færsla.
Þröstur Unnar, 10.1.2008 kl. 08:45
Þetta verður sko enginn njósnaleiðangur, bara vinnutengd mæting. Er of ung til að verða forseti, finnst mér.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.1.2008 kl. 08:49
Lífið sjálft getur verið ævintýralegra en nokkurt bold ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.1.2008 kl. 08:49
Bessastaðir-Sjónvarpið ..... á tveimur dögumGÓÐ....
Gangi þér rosalega vel á morgun !!
Magga (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:21
ÉG ÆTLA AÐ LÁTA SPÁDÓM AMÝAR RÆTAST, MAGGA!!! og verða fræga dóttirin hennar mömmusín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.1.2008 kl. 11:23
Og í hverju ætlarðu að vera svo??? Fólki er alveg sama hvað frægt fólk gerir en það vilja allir vita hvernig það klæðist..ekk gleyma því. Skemmtu þérr vel á Besastöðum..eretta ekki örugglegqa jólballið?? Psssttt..ég veit hver leikur alltaf jólasveininn..það er hann Ástþór!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.1.2008 kl. 11:28
Hehehhehe ... ég skal fylgjast vel með klæðaburði fólksins og læt svo vita ... með fullri virðingu þó ... að sjálfsögðu, maður grínast ekki með suma hluti!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.1.2008 kl. 11:49
kvitt-búin að lesa.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.1.2008 kl. 13:22
Hæ skvís og gleðilegt ár.
Hélt líka að þetta væri boldingfærsla eins og Þröstu, en skítt með það. Það sem sló mig mest er að ég hjó eftir því að þú horfir ekki á Ugly Betty á miðvikudögum!!! En sá þáttur gerist einmitt á svona spennadi ritstjórn, eins og þú vinnur á, og svo er hún Betty alls ekki "Ugly" heldur frekar sæt og skemmtileg.
Skemmtilegur kaffipistill--drekk sjálf 4 bolla af Selebes frá Kaffitári, á dag.
kikka (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:57
Þeir sem drekka annað kaffi en illy eru bara hlanddrykkjuræflar sem hafa ekki vit á kaffi!
...var ég búinn að nefna að ég hata öfgafólk og finnst það ætti að skjóta það?
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 18:30
Hlakka til að sjá helst fulla skýrslu um klæðnaðinn
Marta B Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 19:56
Varstu semsagt á Bessastöðum í dag?? þá hefurðu hitt Örlyg Hnefyl, hann er líka Flateyingur (Skjálfanda). Var ekki gaman. ??
Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 19:59
Ójú, það var þrælgaman, enda komin rosalöng færsla um ævintýrið, hefði átt að stökkva á Örlyg, ekki grunaði mig að hann væri Flateyingur.
Steingleymdi að skrifa eitthvað um klæðnað viðstaddra ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.1.2008 kl. 20:09
Kiljan: "Ég trúi því að gott kaffi sé frá guði, en vont kaffi sé frá djöflinum".
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.