Samkvæmishversdagurinn ...

Bjartur Míuson í heimsókn í himnaríkiHversdagslífið hefði átt að hefjast í dag og hver dagur átt að vera öðrum líkur fram að næstu stórhátíð (bolludegi) en sú var sannarlega ekki raunin. Var boðið í þetta líka góða kaffiboð hjá Eddu bloggvinkonu á Skaganum og kynntist í leiðinni tveimur vinkonum hennar. Skemmtilegur eftirmiðdagur. Ásta hringdi í gemsann minn og skildi ekkert hvar ég var, enginn svaraði dyrabjöllunni þegar hún ætlaði að koma í heimsókn. Spæling ... en þetta er ein ástæðan fyrir því að ég bið fólk að gera boð á undan sér. Finnst alltaf leiðinlegt þegar einhver fer fýluferð til mín. Æ, hún var bara heppin að ég var ekki heima. Smá drasl og nákvæmlega ekkert til með kaffinu ...

Ekki nóg með fína kaffiboðið, heldur bauð Mía systir okkur erfðaprinsi í kvöldmat, nautasteik og fínirí! Mæting hálfátta. Hér á Skaga eru vegalengdirnar þannig að það nægir að leggja af stað fimm mínútum fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra frú Gúrrí, mikið var gaman að sjá ykkur vinna Vestfj húrra húrra húrra    

 Hér sit ég á NFL'I og borða bara grnæmeti og fleira gott, ungvar nautasteikur hér hehehehehehehheheheh bara grænmeti af hinum ýmsu gerðum.

kv siggi

siggi (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 19:52

2 identicon

Elsku Gurrí og erfðaprins, prinsinn minn.  Fjölskyldu-matur-með-djúsí-hefðum er mér að skapi.  Stolt af ykkur. Love HBO

HBO (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ah, sé að einn er á NLFÍ, sem ég reyndar er mjög hrifin af eftir að hafa séð um blaðið þeirra náttúrulækningamanna um tíma. En afi hans Ara míns var eitt sinn í Hveragerði hjá NLFÍ og var orðinn langþreyttur á grænmetinu, enda gamall bóndi sem fannst ekki að fleira væri matur en feitt kjet. Svo kom allt í einu á borðið þessi fína steik í raspi og hann réðst að kræsingunum með góðri lyst, en varð fyrir miklum vonbrigðum: Rauðrófur í raspi! - Veit að þú, Gurrí mín, hefur fengið góða nautasteik hjá Míu, frábært mál, þótt sé sé reyndar enn höll undir grænmetið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.1.2008 kl. 20:53

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

frábær sigurinn hjá ykkur í gær Gurrí, innilega til hamingju með hann.

Vona að steikin hafi smakkast undursamlega vel.

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.1.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Aveg er ég viss umm að það var gaman hjá henni Eddu

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 23:33

6 identicon

En þú heppin að fá svona gott kaffiboð Við höfum þá borðað sama matinn í kvöld því hér var steikt flott Nautakjöt á mínum eðal steikarsteini og fullt af grænmeti og sveppum fylltum af gráðosti og rjómasveppasósa með unaðslegt og skolað niður með góðu Rauðu í staupi svooo gott hafðu góðan sunnudag mín kæra

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 00:27

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir síðast Gurrý mín og æðislegt að fá nautsteik í matinn!

Edda Agnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 01:23

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Til hamingju með sigurinn, þetta var flott hjá ykkur.

Ég sá umræðu hér við eldri færslu um skyldleika, þannig að ég fór auðvitað í forvitni minni í Íslendingabók. Við erum nú ekkert ógurlega skyldar, en samt sexmenningar eða eitthvað álíka. Sem sagt langa-langa-langafi þinn og langa-langa-langafi minn voru bræður, Ásgrímur og Guðvarður (smart nöfn) Hallssynir. :)

Svala Jónsdóttir, 13.1.2008 kl. 01:36

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eru allir fluttir upp á Skaga...?

Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2008 kl. 02:27

10 identicon

Til hamingju með sigurinn! Þetta var mjög skemmtilegur þáttur að þessu sinni!

Sigga (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 250
  • Sl. sólarhring: 308
  • Sl. viku: 1792
  • Frá upphafi: 1460725

Annað

  • Innlit í dag: 228
  • Innlit sl. viku: 1452
  • Gestir í dag: 219
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband