Gul blússa, blátt örlagaarmband og lögguljós í stíl ...

Himnaríki 785Ég vil þakka móður minni og bláa armbandinu mínu sem týndist sigurinn í kvöld. Mamma ákvað nefnilega að mæta aftur í sjónvarpssal í gulu blússunni sem færði okkur sigur yfir Hafnfirðingum í lok nóvember sl.. Bláa, flotta armbandið mitt úr Nínu, sem ég ætlaði að vera með í fyrri þættinum, varð eftir í vinnunni þá og fannst í fyrradag ... ofan í ofninum fyrir aftan skrifborðið mitt. BaksviðsTók það með í dag á Pítuna þar sem ég borðaði fisk til að efla gáfurnar og ætlaði að biðja Ingu að festa það á mig. Það gleymdist og þegar þrjár mínútur voru í útsendingu minnti ég Ingu á það en hún hélt á töskunni minni úti í sal. Hún gramsaði eftir armbandinu í 40 mínútur (Mary Poppins-taska með lampa, hóstasaft o.fl.) án árangurs. Það fannst eftir þáttinn í kápuvasa mínum, þetta er sannkallað armband örlaganna, veldur sigri ef það er ekki notað. BaksviðsÉg ætla því ekki að bera það í næsta þætti, bara á Bessastöðum, og mamma mun mæta í gulu blússunni.

Þegar við erfðaprinsinn þeystum út úr Hvalfjarðargöngunum mættum við lögreglubíl sem var að koma eins og frá Borgarnesi ... og svo sáum við annan löggubíl í hringtorginu. „Verðum við böstuð núna?“ hugsaði ég og æsispennandi ævi mín rifjaðist upp fyrir mér í nokkrum skipulögðum leiftrum sem gerðu ekkert nema auka á spennuna. MJÖG svo huggulegur lögreglumaður lýsti á okkur með vasaljósinu, skoðaði ökuskírteini ökumannsins og lét hann blása í áfengis- eða dópmæli. Ég gat ekki annað en óttast að íbúfenið kæmi fram ... sem hann tók við tannverk fyrr í kvöld, eða adrenalínið í mér smitaðist út í mælinn, en sjúkkitt, við sluppum. Ég hélt alltaf að löggur væru valdar inn í Lögguskólann eftir útlitinu og nú veit ég það! Loksins lenti ég í alvöruævintýri á þjóðveginum.

ÍsafjarðarliðiðSkagaliðiðMikið var þetta skemmtilegt kvöld. Vér Skagamenn vissum sem var að það væru fiftí-fiftí möguleikar á sigri og auðvitað hjálpaði heilan helling að Ísfirðingar fengu svínslegar spurningar, elsku dúllurnar. Bjarni Ármanns „ÓliverTwistaði“ Hekluspurningarnar á snilldarmáta og Máni var líka með ansi margt á hreinu. Einhver þarf að vera til skrauts í hverju liði og þar brilleraði ég gjörsamlega. Ísfirska liðið var einstaklega skemmtilegt ... það veltust allir úr hlátri yfir Ragnhildi þegar hún tók beiskjuna á ræðaraspurninguna viðurstyggilegu. Mikið var gaman að hitta loks dætur hennar eftir að hafa kynnst þeim í gegnum blogg Ragnhildar. Jamm, þetta var góður dagur. Svo er það bara Taggart á RÚV plús eftir augnablik. Leyfi að vanda nokkrum stórkostlegum myndum af vettvangi að fljóta með!

P.s. Var að rekast á færslu í gestabókinni minni. Hundi stolið ... endilega kíkið á færsluna hjá Kolgrími, hlekkur hér að neðan með myndum og upplýsingum, og hjálpið honum og stráknum hans við að finna elsku hundinn. Það er skelfilegt að týna gæludýrunum sínum.

http://kolgrimur.blog.is/blog/kolgrimur/entry/411238/#comments


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta var yndislegur þáttur, sá allra skemmtilegasti. Ragnhildur sló alveg í gegn með kommentinu um ræðarann...ég meina hver veit svoleiðis ?

Máni stóð sig afar vel, ég vissi það. Hann er klár. "Ræðismaðurinn" (hvað á maður að kalla manninn ?) var skemmtilegur og þú auddað langfallegust....

Ragnheiður , 11.1.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Til hamingju með sigurinn. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.1.2008 kl. 23:59

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta var sko flottur þáttur. Þú náttl. lang sætust eins og alltaf, módelið mitt.  Ragnhildur var yndisleg, lúmskt skemmtilegur húmor í þeirri konu, held ég fari bara að lesa hana reglulega.  Ísfirðingar tóku ósigrinum vel, enda vandað fólk þar á ferð eins og hjá ykkur. Þú varst frábær þegar Bjarni var að leika refinn og þú sagðir labrador, ég hló eins og asni.  Var að klára að horfa á Taggart, morðinginn er........ nei segi ekki neitt.  Vona að þú sofir eins og engill í himnaríki og dreymi bara sætar löggur.  Eigðu ljúfa helgi.  Policeman PolicemanPolicemanPoliceman

Ásdís Sigurðardóttir, 12.1.2008 kl. 00:05

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Til hamingju með sigurinn Gurrí mín. Þið voruð frábær og þú brilleraðir armbandslaus á allra handa máta.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.1.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, elskurnar. Labradorinn reyndist svo vera rebbi ... það var frekar fyndið. Bjarni stóð sig með mikilli prýði sem leikari og ekki var Máni verri hlaupari.

Guðríður Haraldsdóttir, 12.1.2008 kl. 00:11

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Til hamingju með glæsilegan árangur    ... svo var þátturinn alveg MEGA skemmtilegur.

Hólmgeir Karlsson, 12.1.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju Gurrí okkar, og þið hin sem hjápuðuð henni.

Ragnhildur brilleraði. Mér finnst hún mikill karakter.

Verst með að vera orðin góðkunningi lögreglunar, en en bót í máli, á eru þeir sjálfir góðkunningjar allara Skagamanna.

Þröstur Unnar, 12.1.2008 kl. 00:21

8 identicon

Innilega til hamingju með þetta elsku Gurrí mín!! Þið voruð náttúrulega bara langflottust (ég stalst til að horfa með hálfu auga).

Var með ykkur í anda. Sat hér hundveik og sveitt að reyna að skila afkvæminu í lokayfirlestur. Kommentaði á bloggið hjá honum Mána að mér hefði verið andskotans nær að fá einhvern mun verr gefinn til þess að leysa mig af. Það hefði komið í veg fyrir komment eins og "góð skipti" við færsluna hérna á undan - ái!

Svo er ég sammála fyrri ræðumönnum, þetta var ótrúlega skemmtilegur þáttur! Hæstu einkunn fær títtnefnt ræðarakomment, labradorinn og þegar Bjarni sagði: "Ertu viss?" eftir að Sigmar neitaði að taka eitthvert giskið gott og gilt. Flottust!

P.S. Vá, hvað ég varð líka glöð þegar Máni kannaðist við fílshöfuðið úr búðinni hans Apu! Ég gargaði hér nöfn á indverskum guðum í massavís. Nágrannarnir líklega farnir að efast eitthvað um geðheilsuna :D

Sigrún Ósk, a.k.a. skróparinn mikli (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 00:29

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sko, veistu, framlag þitt var nú bara eins & frá einhverjum vinstri bakverði ÍA eitthvert árið sem að ungvinn titill vannst.

Strákarnir voru samt góðir, báðir.

En gæskan mín,

Frábært hár ...

Steingrímur Helgason, 12.1.2008 kl. 01:26

10 identicon

Hér var glápt á imbann í miklum spenningi nagaðar neglur tosað í hár og klappað í gríð og erg Litla ömmustelpan mín var hálf hrætt hvernig Amman lét! En til lukku með sigurinn sem ég efaðist reyndar aldrei um þið voruð æði og reyndar ísfirðingarnir líka en ÞIÐ unnuð víííííííí kv stolt skagamær

Brynja (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 01:57

11 identicon

Heil og sæl, Guðríður og aðrir skrifarar !

Til hamingju; með sigurinn, yfir þeim Ísfirzku. Reyndar, stóðu bæði lið sig, með ágætum, sýndist mér. Ólína jafnaldra okkar, enginn byrjandi, á þessum vígstöðvum.

Mbk., sem oftar / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 01:58

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, takk ... Sá reyndar hvergi "góð skipti", Sigrún, enda hefðir þú rúllað upp indverska hlutanum og eflaust fleiri. Vona að heilsan lagist skjótt og ritgerðin klárist með stæl. Máni var vissulega brilljant, jamm, báðir strákarnir, eins og Steingrímur bendir svo krúttlega á. Fékk líka álíka sætt SMS: "Til hamingju, mikið stóð Bjarni sig vel.

Spurningarnar eru greinilega mjög misauðveldar fyrir fólk, Þóra sagði mér t.d. að spurningin um aldur Barbie, sem kom nýlega, hefði þótt afar þung, ég hélt að ALLIR vissu að hún væri "fædd" 1959 ...  Vona bara að það gangi jafnvel næst.

Guðríður Haraldsdóttir, 12.1.2008 kl. 02:17

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið voruð öll frábær, ég get ekki annað en glaðst þar sem ég hélt með báðum liðum.  Sjúkkit að annað vann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 02:43

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehehehhehe! Góð!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 12.1.2008 kl. 02:51

15 identicon

Elsku Gurrí yndislegt að sjá ykkur vinna í gærkvöld. Hélt meira að segja með ykkur á móti mínu fólki. Er með það í athugun hvort þú ert ekki náskild vinkonu minni. ( Úr Skagafirði og amma hennar og systir heita Mínerva ) Hún sem sé, vinkonan er líka voða spennt en ekki ættfróð. Annars elsku Gurrí þú bjargar oft og iðulega deginum hjá mér. Hafðu það alltaf sem best. Þín vinkona í anda Sólveig M. M. Hafnfirðingur

Sólveig Margrét Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 07:39

16 identicon

Til hamingju með sigurinn, Gurrí mín!  Ég sé hvergi neitt diss - lúslas gegnum kommentalistann tilbúin að jarða hvern þann sem væri með leiðindi ...  Mér sýndist liðið mjög samhent, altént krúnkuðið þið Máni saman við miðjumanninn, ævinlega mjög gáfuleg á svip, þótt þú legðir auðvitað áhersluna á þokkann vitinu fremur eins og konan í liðinu á að gera!  Mér fannst Sigrún vera glæsileg þokkadís líka, í hinni keppinni, þótt henni tækist illa að dylja að hún væri líka megaklár, sbr. spurninguna um Goa.  Þegar hún var fjarri góðu gamni reyndi auðvitað enn meir á þig; að passa lokkaflóð og bera hendurnar kvenlega og leidílæk!  Það var smart að hvísla svörunum að Bjarna svo kæmist ekki upp hvað þú vissir mikið.

Strákormarnir mínir voru lukkulegir með úrslitin og okkur foreldrunum þótti mjög gaman að horfa á keppnina því hún var svo jöfn.

Harpa (mamma Bræðranna Atlason) (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 10:03

17 Smámynd: www.zordis.com

Sigurvegari!!!  Til hamingju með árangurinn.   *hjúts tilhamingjublómvöndur* ....

www.zordis.com, 12.1.2008 kl. 10:23

18 identicon

Til Hamingju með sigurinn, ég var að springa út stolti yfir ykkur. Eins gott að þið klikkuðuð ekki á Heklu 1104, reyndar hefur verið deilt um hvort byggð lagðist af í Þjórsárdal í gosinu 1104 eða 1300 (allavega í minni stétt) en það er aukaatriði. Þið voruð hrikalega flott og gáfurnar spýttust af ykkur.

Samt spurning um að láta  ræðismanninn spila aksónerrí öll kvöld fram að páskum þið rúllið þessu upp og standið upp sem sigurvegarar ,,æ kan fíl it,,

Magga (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 12:23

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

OMG hvað ég er ekki að fylgjast með núna (eins og svo oft áður). En til hamingju Gurrí mín. Bara að vera þú.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2008 kl. 13:29

20 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Til hamingju Gurrí mín. En ég sá ekki þáttinn og næstum búin að misþyrma tölvunni minni því það virðist ekki vera hægt að horfa á hann á netinu.

Geturðu ekki hringt í sjónvarpið fyrir mig og beðið þá að laga þetta. Þeir gera það örugglega eins og skot fyrir þig því þú ert svo FRÆG

Þóra Sigurðardóttir, 12.1.2008 kl. 15:10

21 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Var ég ekki búin að segja til hamingju, eða gerði ég það bara á blogginu mínu? Alla vega til hamingju! Flottur sigur!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.1.2008 kl. 15:46

22 identicon

Hjartanlega til hamingju með sigurinn, ég hélt auðvitað með Skagamönnum enda ættuð úr Skilmannahreppi. Áfram Akranes!

Sigga Magg (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 17:07

23 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Til hamingju með sigurinn.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 12.1.2008 kl. 18:22

24 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með sigurinn. Ég reyndar studdi hitt liðið enda mínar æskuslóðir vestfirðirnir, en þið stóðuð ykkur vel.

Marta B Helgadóttir, 12.1.2008 kl. 18:57

25 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Skemmtilegur þáttur og frábærir þátttakendur.  Kíkti á bloggið þitt því ég hélt þú værir að blogga um 80ára afmæli KA- gulir og bláir altsvo

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 12.1.2008 kl. 20:29

26 Smámynd: Jens Guð

  Til hamingju með sigurinn.  Þetta var skemmtilegur þáttur.  Ég tek undir með Önnu að það var klaufalegt að klikka á Haile Selassie.   Þið á Skaganum hafið ekki hlustað nógu mikið á jamaískt reggí.  Þar standa menn í þeirri trú og vissu að Haile Selassie hafi verið Messías.  Önnur hver jamaísk reggíplata hamrar á þessu.  Texti lagsins "War" með Bob Marley er ræða sem Haile Selassie massaði yfir Sameinuðu þjóðunum.  Þrátt fyrir ágætan boðskap í þeim texta var Haile Selassie óþverralegur einræðisherra.

Jens Guð, 13.1.2008 kl. 00:53

27 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, mér fannst bara líkindin með nafninu svo fyndin ... hljómar næstum alveg eins, þetta var samt langsótt fyndni hjá mér, ég sá það í endursýningunni.

Guðríður Haraldsdóttir, 13.1.2008 kl. 12:33

28 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Góðar  fréttir.

Mjölnir er kominn í leitirnar.

Mjölnir er fundinn. Hundaeftirlitsmaður Reykjavíkurborgar fékk hann í hendurnar og kom honum fyrir í hundageymslu. Þangað getur Marvin sótt hann á morgunn. Við Marvin viljum þakka ykkur fyrir ábendingarnar og ekki síst þann ómetalega stuðning sem þið bloggverjar sýnduð, sem leiddu til þess að hundurinn komst þangað sem hann er nú.

 

Hlynur Jón Michelsen, 13.1.2008 kl. 22:53

29 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Gurrí. Innilega til hamingju með sigurinn. skagamenn hljóta að vera ánægðir að hafa unnið Ísfirðinga því þau eru hörkuklár. Sammála með að þau voru óheppin með spurningar í lokin en svona er þetta bara. Eigðu góðan dag.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.1.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 347
  • Sl. sólarhring: 430
  • Sl. viku: 2297
  • Frá upphafi: 1457050

Annað

  • Innlit í dag: 317
  • Innlit sl. viku: 1972
  • Gestir í dag: 306
  • IP-tölur í dag: 300

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband