Loksins komin heim ...

ConchordsLangur vinnudagur ... klukkan að verða átta í kvöld þegar við Ásta kvöddum höfuðborgina og þeystum út á þjóðveginn á drossíunni. Báðar dauðar úr þreytu en það var samt svo gaman hjá okkur á leiðinni. Við ákváðum að fara seint af stað í fyrramálið, eða kl. 6.50. Það munar um að geta sofið 10 mínútum lengur. Nú bíð ég bara eftir gamanþættinum Flight of the Conchords sem hefst eftir nokkrar mínútur á Stöð 2. Vona að hann standi undir væntingum. Svo er það meyjarskemman og bróderaðir svæflarnir. Geldingarnir veifa blævængjum og humma mig í svefn fyrir miðnætti. Hef orðið áhyggjur af því hvað ég er orðin kvöldsvæf ... Meira að segja um helgar þegar það er óeðlilegt að fara upp í fyrir miðnætti. En nú er þátturinn byrjaður.

Megi kvöldið ykkar verða spennandi og draumarnir sætir í nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að vita að heimferðin gekk vel. Vona að gæjarnir standi undir væntingum, er að horfa á House.   Sofðu vel.  The Dream 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, ég varð fyrir vonbrigðum með þáttinn, er að horfa á House á SkjáEinum plús. Var næstum búin að gleyma honum. Elska plússtöðvarnar!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.1.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

House í gangi á plús. Snilldarstöðvar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.1.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ég lét nú duga að horfa á hasarþáttinn um borgarstjórnarskiptin

Vona að  geldingarnir hummi þig ljúflega inn í svefninn á bróderuðu svæflunum

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.1.2008 kl. 22:54

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

plússtöðvarnar eru ein besta uppfinning síðari ára. Love it. Eg horfði á slatta af þessum þætti. Flight of the.. Það er nú lúmskur hallærishúmor í þessu en ég var ekki í skapi fyrir þessa vitleysu

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 23:34

6 identicon

Viðverukvitt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 01:58

7 identicon

Gefðu þeim séns--þeir eru frábærir. Ekki "your every day humour".

Ég elska veðrið.

kv. kikka 

kikka (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 836
  • Frá upphafi: 1523151

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 751
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Rúsínuraunir
  • Kaffi Vest
  • Fótakreist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband