Akranesi-Rvk ... hetjudáð Ástu í klikkaðri ófærð

Bíll við bíl við bíl við bílSko, ég veit að ég hef ýmist kallað Ástu kaldlynt karlrembusvín eða góðlynt geðprýðikvendi , svona rétt eftir skapinu sem ég er í og hvernig það passar inn í pistlana. Ég hef held ég aldrei kallað hana hetju, þótt hún eigi það vissulega skilið, sérstaklega eftir ævintýri morgunsins. Við vorum "seint" á ferð frá Akranesi, eða lögðum í hann 6.50 skv. áætlun.

Á Innnesvegi, rétt áður en við komum að samkomuhúsinu Miðgarði (ekki í Skagafirði) sáum við blá lögguljós ... æ, æ, ætli hafi orðið óhapp? Afspyrnusætur lögreglumaður kom að bílnum, horfði með aðdáun á okkur, alla vega Ástu, hún er svo grönn, og sagði okkur að það væri lokað, bílar festust bara í sköflum og svona. Nú, við snerum við og ákváðum að fara aðalleiðina út úr bænum, ekkert heim að sofa aftur kjaftæði. Það var ansi blint á leiðinni og brjálæðingurinn sem fór fram úr okkur áttaði sig of seint á mistökunum því að nú gat hann ekki lengur notað okkur sem þrautakóng, heldur við hann.

Svona var umferðin í morgun ... perla við perluSem betur fer var ákaflega veðursælt í Hvalfjarðargöngunum og ögn minna óveður virtist vera sunnanmegin rörs. Við sáum nokkra bíla sem höfðu ekið út af á leiðinni og svo urðu útvarpsmenn Bylgjunnar alltaf ákveðnari í því að fólk ætti hreinlega að halda sig heima. "Of seint," hvæsti Ásta milli samanbitinna tannanna og munnurinn varð eins og herptur handavinnupoki, þétt reyrður. Ekki var Gurrí, samferðakona hennar, mikið skárri á svip, varirnar hugsanlega ögn kyssilegri, og hringdi í örvæntingu sinni í Björk samstarfskonu sína. Samdi um að verða hirt upp á Miklubrautinni á strætóstoppistöðinni við Kringluna. Guðríður vissi sem var að Ásta væri hetja en grunaði engan veginn að hún þyrði upp í Árbæ of oll pleisis í svona veðri, þar verður alltaf ófært í hvelli ... (spæling dagsins var ætluð vélstýrunni) en hetjulundin efldist í hjarta hennar eftir að hún heyrði að ég gerði ráð fyrir að hún kæmist ekki nema Vesturlandsvegur-Miklubraut-Hringbraut-Landspítali. Ég fékk far upp að dyrum. Af því að ég er ekki kvikindi þá lét ég Björk vita ... annars myndi þessi góðlynda og samviskusama samstarfskona mín láta hefja leit að mér í kringum stoppistöðina við Kringluna, eins og það sé ekki nóg að gera hjá löggum og björgunarsveitum núna.

"Vá, en falleg glitrandi perlufesti," sagði ég dreymin á svip og horfði ofan af brúnni sem liggur upp í Árbæ. "Þetta er ekki perlufesti," sagði Ásta greindarlega, "þetta er óendanleg röð bíla. Það eru bílljósin sem rugla þig í ríminu," bætti hún samúðarfull við. Vá, eins gott að við vorum svona snemma á ferð. Ásta bjóst við hálftíma ferð frá Hálsaskógi niður á Landspítala. 

Svona var þetta framan afPrófarkalesararnir buðu mér kaldhæðnislega góða kvöldið, þegar ég mætti rúmlega átta, þær "löngu" komnar. Ég hef alveg gleymt að hæða þær undanfarið þegar þær mæta á eftir mér en ég mun ekki klikka á því í framtíðinni ... Gulla var um 45 mínútur á leiðinni úr Hafnarfirði en náði samt að verða á undan mér. Nú er það bara stóra spurningin ... Hvernig kemst ég heim á Skagann í kvöld? Best að tékka á annarri hetju, Erlu minni sem vinnur í sama húsi ... skyldi hún hafa lagt í hann í morgun, sko? Annars tek ég við tilboðum frá einlægum aðdáendum sem vilja appelsínusúkkulaði úr mötuneytinu og eru á leið á Skagann eftir kl. 17 í dag og langar í fallegan og vitsmunalega örvandi félagsskap. Ásta verður löngu komin heim, vonandi, hún ætlar að halda upp á afmælið sitt með öðru afmælisbarni og skemmtilegum vinkonum til áratuga.

Mér hefur verið fagnað eins og hetju í vinnunni í morgun, samstarfsfólkið heldur líklega að ég búi á Sauðárkróki eða Hafnarfirði eða þekki ekki fólk með hetjulund og bílpróf ...


mbl.is Fólk haldi sig heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vita að enn eru til hetjur.

Jafnframt óska ég nagladekksandstæðingunum og svifryksvælukjóunum til hamingju með daginn !!

Bibbi (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.1.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

gott að þú komst heil á húfi á leiðarenda, skemmtilegt hve veðrið er oft gott í göngunum

Megirðu fá góða heimferð

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.1.2008 kl. 09:42

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hhahahaha, góður Bibbi!!! Nú er veðrið til að vera á nagladekkjum!

Ó, Guðrún, ég vona að ég komist heim. Hóm svít hóm!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 25.1.2008 kl. 09:46

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þetta er BARA hetjuskapur!

Ekki veit ég hvernig þú ætlar að komast heim um helgina, því spáð er meira en 28 m/sek í göngunum næstu sólarhringa ,,koma að því'' kemst hugsanlega og sennilega Súr-Hvalfjörðinn.

Góða ferð heim í kvöld.

Með hverjum vandi er um slíkt að spá,

en eitt er víst, huga verður að veðurspá.

Kjartan Pálmarsson, 25.1.2008 kl. 09:53

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi, það væri nú alveg þess virði að rúlla eftir þér í borgina seinnipartinn, bara svona til að sýna þér að það er hægt að aka í ófærð á samakipraðra vara, og varabílstjóra.

En býst nú frekar við því að fara bara út að leika ef það kæmi almennilegur snjór og ófærð.

Habbðu fínan dag mín kæra.

Þröstur Unnar, 25.1.2008 kl. 10:12

7 Smámynd: Þröstur Unnar

án

Þröstur Unnar, 25.1.2008 kl. 10:12

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Er sem sagt ekki hægt að LEIKA sér þegar ég er með í för og gera gagn í leiðinni? Þröstur þó ...

Guðríður Haraldsdóttir, 25.1.2008 kl. 10:33

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Á gömlu Vikunni bjó líka ein uppi á Skaga (you know who) og kom með Boggunni í bæinn. Þegar við vorum uppi í Síðumúla þá mætti fólk í þessari röð í óveðri: Sá sem bjó í Mosó, sá sem bjó á Mosfellsheiði, sú sem bjó á Álftanesi, Akurnesingurinn (Boggan kom ekki fyrr en 10 í bæinn), Hafnfirðingurinn, Kópavogsbúarnir og loks, um hádegi komu Vesturbæingarnir sem höfðu þá setið í bílaröð í 2-4 klukkutíma.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.1.2008 kl. 17:41

10 Smámynd: Turetta Stefanía Tuborg

Takk fyrir hamingjuóskirnar Bibbi.Það eru nú komin nokkur ár síðan ég hætti að aka á nagladekkjum og ég hef sko ekki séð eftir því. Enda hef égkomist allra minna ferða. Líka í dag.

Turetta Stefanía Tuborg, 25.1.2008 kl. 19:09

11 identicon

Bara snillingar á ferð ........þið eruð frábærar

Magga (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 460
  • Sl. viku: 2247
  • Frá upphafi: 1456543

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1878
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband