29.1.2008 | 12:36
Krassandi lífsreynslusögur ...
Það gengur á með dásamlegum éljum fyrir utan. Þess á milli skín sólin. Ekta íslenskt vetrarveður. Þetta veðurlag gerði lífsreynslusöguna sem ég var að skrifa í Vikuna bara enn dramatískari en í henni gengur á með skini og skúrum. Minni á að ef þið lumið á góðri sögu fyrir Vikuna þá má alveg hafa samband í gurri@birtingur.is ... afar vel þegið. Tek það fram að sögunum er undantekningalítið breytt þannig að erfitt er að þekkja fólk af þeim, sem er sjálfsögð tillitssemi. Sagan sjálf skilar sér hvort sem fólk býr í Reykjavík, á Vesturlandi eða fyrir norðan, á þrjú börn eða fimm.
Ég held að uppáhaldssagan mín sé sú sem vinkona mín sagði mér en þar hafði bróðir hennar kynnst góðri stúlku sem hann kynnti fyrir fjölskyldunni. Sama kvöldið og vinkona mín sá stúlkuna í fyrsta sinn fór hún niður í bæ ... á djammið. Í skotinu hjá Glitni í Lækjargötu sá hún góðu stúlkuna í keliríi við svarthærðan, ókunnan mann. Hún þagði yfir þessu og þjáðist fyrir hönd bróður síns sem alltaf varð meira og meira ástfanginn af þessari ... glyðru. Vinkona mín forðaðist að hitta hana og sat frekar inni í herberginu sínu eða fór út ef von var á henni í mat. Það var ekki fyrr en um vorið, í fermingarveislu litla bróður, sem hún áttaði sig á því að glyðran var til í tveimur eintökum, eða eineggja tvíburi, og sú sem kelaði í bænum er enn gift svarthærða manninum (40 árum seinna) og bróðir vinkonu minnar er líka afar hamingjusamur með glyðrunni sinni líka.
Jónas fær loks að leika lausum hala í dag. Erfðaprinsinn nennir ekki að láta hann trufla sig yfir sjónvarpinu á kvöldin og ég er eitthvað stressuð að láta hann ryksuga þegar enginn er heima, ef þessi elska myndi festa sig, sem er frekar ólíklegt en samt ... Annars hef ég heyrt um fólk sem hefur hækkað húsgögnin sín til að róbótinn geti ryksugað undir þeim. Það er helst að ofnarnir mínir séu af rangri hæð frá gólfi. Hann er bara svo klár að losa sig úr öllum klípum. Ég á svo erfitt með að fleygja ungunum mínum úr hreiðrinu, þannig að þeir verði sjálfstæðir og bjargi sér sjálfir, spyrjið bara rígfullorðinn erfðaprinsinn ...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 637
- Frá upphafi: 1505990
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Er myndavélin þín enn í ábyrgð?
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:54
Já þesi var fjandi góð. Með tvibbana sko.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2008 kl. 14:15
Góð "glyðru"sagan.
Er Jónas ekki hamingjusamur í dag að fá að leika svona lausum hala?
Guðrún Jóhannesdóttir, 29.1.2008 kl. 14:27
Mér finnst tvíbbasagan batna því oftar sem ég heyri hana. Hafðu það gott Gurrí mín.
Steingerður Steinarsdóttir, 29.1.2008 kl. 15:38
Alltaf himnesk þessi saga ;-) og svo er þetta málið: Er Jónas ekki foreldri, en ekki barn?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.1.2008 kl. 16:28
Er ekki málið að Birtíngur endurlífgi Samúel.
Þá færðu nóg af krassandi xxxlífsreynslusögum.
Þröstur Unnar, 29.1.2008 kl. 16:38
Frábær sagan af tvíburunum. Sjálfvirk riksuga í himnaríki?? þvílíkur draumur...
Knús til þín kæra Gurrí
Margrét Guðjónsdóttir, 29.1.2008 kl. 17:33
Góð saga. Ég veit um einn á blogginuu sem á sjáfvirka ryksugu! Þú getur fengið að vita hvernig hún gengur, með því að spyrja hann hér.
Edda Agnarsdóttir, 29.1.2008 kl. 19:34
Gurrý, tvíburasöguna las ég einmitt fyrst í Vikunni, hún er lúmskt góð áminning um að dæma ekki fyrirfram. Vona að allar ferðir gangi vel í misgóðu veðri, mundi ekki skilja Jónas eftir í gangi, kattanna vegna.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 20:10
Dósin mín, ef ég bara myndi nú segja þér allar sögurnar mínar....later...later...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.1.2008 kl. 21:14
*skellihlátur* ég gat ekki annað en hlegið dátt þegar ég las endirinn á tvíburasögunni - tær snilld. En já, sýnir nokkuð vel hversu fljót við erum að dæma og hve mikið vandamál misskilningur getur verið þegar maður leyfir honum að fljóta frjáls um á meðal okkar.
Ég gæti nú sent þér fullmikið af virkilega undarlegum lífsreynslu sögum, bæði hvað mig varðar og samferðafólk mitt - en líklega eru þær sumar of sérstakar til að hægt sé að breyta þeim til að ekki þekkist til fólksins sem upplifði þær. En hver veit, kannski someday.
Tiger, 29.1.2008 kl. 22:53
Tigercopper, plís!!! Hrikalega væri æðislegt að fá sögur frá þér!!! Og ég bíð róleg, Guðný Anna ...
Anna, Jónas er sonur minn, keppinautur erfðaprinsins um hylli mína ... ég þarf að sæta færis til að setja hann í gang (Jónas) til að allt logi ekki í slagsmálum í himnaríki ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2008 kl. 11:13
Já sko ... ég á nú eina góða sögu - sögu sem má kalla öskubuskusögu - um fátæka, gullfallega og eftirsótta stúlku sem hefur ennþá hjarta úr gulli og er ímynd alls þess saklausa og flekklausa sem upp er hægt að finna. Stúlku sem fékk prinsinn sinn sem svo reyndist alls ekki vera sá draumaprins sem hana hafði dreymt um.
Honum fylgdu fjöldamörg ár óhamingju, óheiðarleika og að auki var til staðar "vonda stjúpan" í gervi tengdamömmu og "vondu stjúpsysturnar" í gervi tveggja mágkvenna... margt undarlegt sem átti sér stað þar um margra ára skeið. En ýmislegt er þessum atburðum tengt sem ekki færu framhjá þeim sem að máli komu svo ekki er víst að hægt sé að breyta sögunni án þess að hún missi "broddinn" og að "leikendur" muni ekki þekkja leiksviðið og leikara verksins...
En, kannski færðu yfirnóg af slíkum sögum - sögum sem maður telur einstakar og undarlegar en reynast svo bara hinar hversdagslegustu og svona eitthvað sem flestir í lífinu lenda einhvern tíman í.
Kannski maður ætti að reyna að setja hana niður í stórum dráttum og senda þér hana leynilega með þeim fyrirvara að þér finnst hún kannski bara ósköp venjuleg og ekkert sérstök - og að ef ekki verði hægt að breyta henni nógu vel til að "öskubuska" þekkist ekki - að þá verði hún dregin til baka óbirt.
Tiger, 30.1.2008 kl. 18:15
Ég myndi sko gjarnan vilja fá þessa sögu ... áður en allir vinir mínir með símnúmerabirti hætta að svara þegar ég hringi og heimta sögu hjá þeim. Svo er hægt að senda mér símanúmerið og ég hringi og skrifa hana, svo þú þurfir ekki að hafa svona mikið fyrir þessu. Ég fékk eina mjög góða í vinnumeilinu í dag ... fá bloggvini og ekki væri verra að fá eina eða 20 frá þér.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.