19.2.2008 | 17:55
Frábærir Skagamenn ...
Sama hvert farið er á Skaganum er ekki talað um annað en slysið í gær. Samhugur Skagamanna er einstakur og fólk hugsar greinilega með mikilli samúð mikið til aðstandenda strákanna. Þótt Akranes sé ekki lengur lítill staður þá finnst mér hann samt hafa ákveðna kosti smábæjar, sérstaklega þegar kemur að einhverju á borð við þetta.
Elskan hann Tommi kom á Skrúðgarðinn þar sem ég sat og úðaði í mig kínverskri súpu eftir átökin í sjúkraþjálfuninni þar sem Beta barðist við gömul stríðsmeiðsl mín. Það urðu fagnaðarfundir, alla vega mín megin, honum finnst ég svikari við strætó að fara svona oft með Ástu í drossíunni og kallar okkur alltaf glyðrur. Ég sagðist reyndar hafa blikkað hann á föstudaginn á Kjalarnesi og hann mig á móti með bílljósunum en Tommi hnussaði og sagðist hafa verið að blikka Gumma. Það er sem ég segi, ekki séns að reyna að binda trúss sitt við strætóbílstjóra, þeir blikka bara hver annan.
María var með tvo yndislega unglinga í starfsþjálfun, man bara að strákurinn heitir Freyr og hann tók dansspor þegar hann færði mér kaffið, algjör sjarmör. Svo kom unga stúlkan eftir smástund til að spyrja mig hvernig mér hefði líkað veitingarnar. Besta þjónusta sem ég hef fengið lengi.
Í gærkvöldi ætlaði ég að vera rosagóð við okkur erfðaprins og bjóða okkur upp á eitthvað gott að borða. Við hringdum á Galito og pöntuðum okkur mat. Ég gat ekki hugsað mér pítsu, bara gamla, góða Tandoori-kjúklinginn. Sömu fyrirskipanir og áður ... krydda kjúklinginn betur (meira tandoori-bragð) og engar furuhnetur í salatið, takk. Nú ... maturinn var meira kryddaður eins og ég bað um en bara saltari og ég hata mikið saltbragð. Engar furuhnetur voru í salatinu, bara kasjúhnetur (arggg) og ég hata hnetur! Hvílík vonbrigði. Svona getur misskilningur orðið, maturinn hjá Galito er alltaf frábær en þegar ég panta næst ætla ég að vera skýrari í máli. Hvernig átti ég að vita, enda langt síðan ég pantaði síðast, að þeir væru farnir að setja fleiri hnetutegundir (ókei, furuhnetur eru fræ) í salatið? Ég hringdi voða sár og fékk svo ljúft viðmót í símanum að pirringurinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Kisurnar voru hrifnar af kjúklingnum, alla vega Tommi. Kubbur vill bara þurrmat.
Brooke er komin að sjúkrabeði Ridge eftir að Stefanía grátbað hana um það, faðmaði hana og lofaði að vera alltaf góð við hana. Nick er frekar óhress, enda búinn að fá hana alla leið til Mexíkó í dekur og daður. Dante er farinn að reyna við Feliciu eftir að Bridget hryggbraut hann. Mér sýndist þau kyssast þegar mér var litið á skjáinn áðan. Jamms, Ridge er að vakna og kominn með lífsviljann aftur. Stefanía grætur. Var ég búin að minnast á að pabbi Brooke, Bobby í Dallas, er farinn að deita Jackie, mömmu Nicks, hún gafst upp á Eric sem giftist alltaf Stefaníu þegar eitthvað bjátar á.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 642
- Frá upphafi: 1505995
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 519
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
ooohh... hvernig geturðu horft á Bold and þe bjútífúll... mér finnst þessir þættir svo óhugnanlega, sorglega, hræðilega leiðinlegir. En smekkur fólks er vitaskuld misjafn eins og við erum mörg.
Alveg hræðilegt að heira af þessu slysi á Akranesi.. ég sá í fréttum að bíllinn og húsið voru í rúst. Og piltarnir ekki í belti. Enda slösuðust þeir báðir mikið kom fram í fréttum.
Keyrum öll á löglegum hraða og verum í belti.. þetta eiga allir að hugsa um áður en þeir keyra af stað.
Gaman að lesa bloggið þitt Gurrí mín. Kveðja Arna Dögg
Arna Dögg (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 20:11
Hrikalegt að heyra af þessu slysi, var að lesa að öðrum þeirra væri haldið sofandi á LSH. Bókin með myndinni er á skrifborðinu þínu.
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 20:55
kvitt kvitt og bestu kveðjur.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:35
Boldið er magnað á köflum. Hræðilegt þetta slys, vona að blessaðir drengirnir nái sér. Kær kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 21:50
Það er óskandi að ungu mennirnir er lentu í þessu slysi nái heilsu.
jensen (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:19
Svona atburðir snerta alla, enda samfélagið þarna ennþá millismátt á mælikvarðanum, flestir & þekkja til einhverra nástaddra. Vonum bara það besta fyrir strákana.
En, með tandoorii, ~U cant have a ball if U dont like nut's~ ....
Steingrímur Helgason, 20.2.2008 kl. 00:48
Hæ, mér finnst svo gott að búa í litlu samfélagi og skil svo vel hvað þú ert að tala um. Dreymir um að allt Ísland sé samsett úr manneskjulegum einingum, einmitt þess vegna stofnuðum við Íbúasamtök Vesturbæjar, á meðan ég bjó stutta stund í Reykjavík.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.2.2008 kl. 02:03
Kjúklingurinn hljómar spennandi og ég hefði ekki fúlsað við hnetunum.
Steingerður Steinarsdóttir, 20.2.2008 kl. 09:54
Það er satt, ömurlegt með þetta slys. Bið fyrir bestu kveðjur til drengjana og vona að þeir fái fljótann og góðan bata.
Tekur þú eftir því Gurrí að við Þröstur höfum fengið liðstyrk í BBBB= Bandalag Bölvandi Bloggara um BÓLDið.
Kjartan Pálmarsson, 20.2.2008 kl. 10:45
Jamms, frá Örnu Dögg. Ég veit ekki hvað þið hafið greitt henni mikið fyrir að tala þvert gegn huga sínum en allar konur elska boldið, svona eins og allir karlar elska fótbolta og bjór og eru voða vitlausir .... (djók). Já, Kjartan minn, ég tók eftir þessu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.2.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.