22.2.2008 | 12:37
Hafið, heilbrigðiskerfið, matur og bókmenntir ...
Sjórinn hefur verið afar fallegur í gær og í dag. Sæmilega voldugar öldur sem þó hafa ekki lokkað olíuborna, vöðvastælta brimbrettamenn hingað á Langasandinn. Skrýtið!
Fuglarnir stríða Kubbi og Tomma út í eitt, flögra í stórum hópum, stefna kannski beint á glugga himnaríkis en beygja á síðustu stundu og setjast á þakið. Borga þeim í brauði fyrir skemmtunina.
Röntgenmyndatakan gekk vel í morgun og ég fór ekkert að gráta ... þegar ég fékk reikninginn. Eftir hryllingssögur af sjálfstæðum læknastofum þar sem fólk borgar 20.000 fyrir aðgerð og er fleygt út um leið og það getur staulast á fætur býst maður við öllu illu. Ekki hér á Skaga. Tók innanbæjarstrætó báðar leiðir og fer ekki ofan af því að fólk er farið að nýta sér hann miklu meira núna en það gerði fyrir tveimur árum þegar ég flutti hingað.
Nú er elsku Fóður og fjör farið á fullt og hafa undanfarnar helgar, seinnipartar og kvöld verið frekar undirlögð af þessu skemmtilega verkefni (að gera Fóður og fjör sýnilegt). Ég hef verið í sambandi við nokkra af þessum elskum, hótelum og veitingastöðum á landsbyggðinni, og get ekki beðið eftir því að bíll erfðaprinsins komist í lag til að rjúka út á land, hitta þá og borða eitthvað ... hollt, að sjálfsögðu! Ég hvet alla bloggvini mína á landsbyggðinni til að nýta þetta frábæra tækifæri til að lífga upp á skammdegið. Food & Fun í Reykjavík er æðisleg hátíð en alls staðar þar er allt upppantað með löngum fyrirvara og þannig hefur það verið síðustu árin. Ég var búin að lofa erfðaprinsinum að bjóða honum í mat um helgina á Hótel Hamar eða Landnámssetrið í Borgarnesi eða Hótel Glym í Hvalfirði en það verður að bíða. Vonandi tekur Galito hér á Skaganum þátt á næsta ári! Vér Skagamenn kunnum að meta svonalagað!!!
Byrjaði á Brother Odd-bókinni á meðan ég beið eftir að komast í myndatökuna og hún virkar bæði ógnvekjandi og hryllileg ... eins og hún á að gera. Svona hryllingsbækur nenni ég að lesa á ensku, annað vil ég helst hafa á ástkæra, ylhýra móðurmálinu. Held að ég sé búin að lesa flestar bækur Dean Koontz og dáist innilega að hugmyndaflugi hans, sama segi ég um Stephen King. Var kannski frekar óheppin með fyrstu Stephen King-bókina, Gæludýrakirkjugarðinn, hún var soldið ógeðsleg. Lánaði einu sinni Kollu Bergþórs bókina The Dark Half eftir hann, bók sem ég var reyndar ekki búin að lesa sjálf, og henni fannst hún svo ógeðsleg að hún fleygði henni, búin að gleyma að hún átti hana ekki sjálf. Tók mark á Kollu og hef ekki reynt að nálgast þessa bók, harðneitaði að taka við skaðabótum frá henni, fannst eins og hún hefði unnið hálfgert skítverk fyrir mig með því að lesa hana
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 9
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 643
- Frá upphafi: 1505996
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 520
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hefði náttúrulea getað skutlað þér heim, eftir mína heimsókn til doksa, fattaði bara ekki að bjóða það þegar við mættumst á tröppunum, þú hefðir þurft að hinkra í svona 20 mín mesta lagi.
Þegar brimbrettagaurarnir fara að birtast, þá kaupi ég mér miða í stúku í himnaríki með kíki og skoða hohohohohoholdið
Guðrún Jóhannesdóttir, 22.2.2008 kl. 12:51
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 12:59
Allt í fína, Guðrún mín, strætó kom 23 sekúndum seinna, lagði ekki í að labba heim í kuldanum þótt þetta sé ekki langt. Takk fyrir hugulsemina.
Mín var ánægjan, elsku Birna mín. Þú átt sko ekkert nema allt það allra besta skilið, hetjan mín. Vona að þú kíkir á mig í himnaríki einhvern daginn. Ég næstum lofa brimbrettagæjum fyrir neðan, alla vega skokkurum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2008 kl. 13:13
Undarlegt með okkur, ég les einmitt ákveðnar bókmenntir á ensku. Nennirðu að kíkja í Íslendingabók og gá hvort við séum skyldar, nú ef ekki þá geturðu gáð hvort þú ert skyld systur minni hún er eins hehe
Ragnheiður , 22.2.2008 kl. 14:08
Mæli með matnum á Hótel Glym. Hann er alltaf góður. Láttu þér batna fljótt og vel.
Laufey B Waage, 22.2.2008 kl. 14:36
Það er verst að þú ert lasin Gurrý mín, ertu búin að vera lengi heima?
En bókin hlýtur að halda þér við, ég tala nú ekki um brimbretta gæana frá BNA sem koma stundum og reyna við Langasandssjó!
Tek undir það að alltaf hef ég fengið góðan viðurgjörning á Hótel Glymi! Bið að heilsa Hansínu.
Edda Agnarsdóttir, 22.2.2008 kl. 15:04
Segi nú eins og þú með bækurnar, sumt les maður bara á frummálinu. Vona að helgin verði ljúf og góð og þú náir að njóta hennar. Dean Koonzt hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá mér, er búin að lesa 3 en næ honum ekki. Helgarkveðja á Skagann
Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 19:22
Ragnheiður, við erum sjöundi og áttundi ... komnar af Guðrúnu! Náskyldar sem sagt, hehehe!
Já, ég borðaði kjúkling á Glym fyrir nokkrum vikum, Edda og Laufey, og það var algjör dýrð. Svo bloggaði ég einu sinni um leikhúsferð og mat á Landnámssetrinu og það var líka algjör snilld.
Ásdís, þú hefur örugglega lesið þrjár hundleiðinlegar eftir hann, Koontz er mistækur eins og aðrir og ein versta bók sem ég hef lesið er einmitt eftir hann, Demon Seed, um tölvu með svo mikla gervigreind að hún varð ástfangin af konu, læsti hana inni í húsi hennar og ætlaði að barna/tölva hana. Á sjöunda áratugnum (held ég) var gerð skelfileg mynd eftir þessu bulli. Bækurnar um Odd Thomas, alla vega þessar tvær fyrstu, er fínar, og sú þriðja lofar góðu. Helgarkveðja til þín á móti og auðvitað allra hinna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2008 kl. 19:53
Heyrðu gurrí, talandi um þessar amerisku bókmenntir og kvikmyndir gerðar eftir þeim, ég man eftir myndinni með fallegu leikonunni þarna, bara dottið úr mér hvað hún heitir arrrrg! Búin að gleyma hvort ég sá hins vegar myndina eftir Pet Senetary, nema hvað sú frábæra goðsagnapönksveit The Ramones sömdu titillagið fyrir myndina, ofboðslega flott lag og grípandi eins og svo mörg með þeim!
Viðlagið byrjar svona, I don't wanna be burried in a Pet Senetary trallalallala!
oooh, enn að reyna að muna nafnið á leikkonunni, gott ef hún er ekki bresk, en freistaði svo lengst af gæfunnar í Hollywood, eins og þær sumar gerðu með misjöfnum árangri samanber Liz Taylor og Joan Collins!(var það ekki hún annars sem lék í Dynastydraslinu þarna? Minnir það)
Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 21:40
Þarna misstir þú af miklu Gurrí min..að geta gramsað í þig gómsætum réttum með gómsætum eiginmanni mínum á Glymi í kvöld....Hann kom heim saddur!!!! Hefði eflaust verið saddari og sælli að hafa hitt þig ef þú hefðir verið þar OG borið mér kveðju þína knúsan mín.
Við hyggjumst á sveitaferð sooon. Very Soon.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.2.2008 kl. 00:26
Bestu kveðjur og góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.2.2008 kl. 10:53
Veistu Katrín ... stundum rætast óskir og í kvöld fer ég á Hótel Glym. Hansína vill endilega fá okkur erfðaprins og ætlar að láta sækja okkur og skutla heim pakksöddum. Mikið hlakka ég til að fá ykkur í himnaríki, vonandi sem allra fyrst.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2008 kl. 14:39
Man þetta núna, Julie Christie lék gelluna þarna í Demon Seed eða hvað sagan nú hét.
Og já, Hansína Einarsdóttir er merkileg kona!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.