1.3.2008 | 19:43
Leti og laugardagsbrandarar
Algjör letidagur í dag. Aðeins Jónas hefur gert eitthvað að gagni. Hann ryksugaði hálft himnaríki og gafst svo upp á miðju stofugólfi, nema erfðaprinsinn hafi bara skrökvað því og slökkt á honum, annað eins hefur nú gerst. Jæja, hér eru nokkrir laugardagsbrandarar:
--- ---- ----
Lítil rúta með tólf áhættuleikurum var á leið á tökustað bíómyndar uppi í fjöllum þegar hún rann til í hálku á veginum. Ekki tókst bílstjóranum að ná valdi á rútunni svo að hún ók beint á vegrið og þaðan hrapaði hún niður mörg hundruð metra þar til hún lenti ofan í gilinu og varð alelda á svipstundu. Engin slys urðu á mönnum.
Halldór fór til læknis og Guðrún, konan hans, kom með honum. Eftir skoðunina bað læknirinn Guðrúnu um að tala einslega við sig og sagði:
Halldór þjáist af mjög sjaldgæfum streitusjúkdómi. Ef þú ferð ekki nákvæmlega eftir því sem ég segi þá mun hann vissulega deyja. Halldór þarf að fá mjög hollan morgunverð, helst í rúmið. Í hádeginu þarf hann að fá einstaklega næringarríkan mat og ekki síður góðan kvöldmat. Þú þarft að fara mjög varlega að honum svo að hann æsi sig ekki upp og þótt hann verði hundleiðinlegur við þig þá máttu alls ekki svara honum, bara brosa og þegja. Ef þér tekst að gera þetta í tíu mánuði, jafnvel ár, mun eiginmaður þinn ná sér að fullu.
Hvað var læknirinn að segja við þig? sagði Halldór á heimleiðinni.
Hann sagði að þú værir að fara að deyja, svaraði Guðrún.
Curtis, yfirforingi í flughernum, gegndi þjónustu í herstöð í Evrópu. Sonur hans, sem var líka í flughernum, bjó á sama stað með konu sinni og þriggja mánaða gömlum syni, alnafna afa síns. Sá stutti hafði verið um tíma undir læknishendi.
Þegar Curtis eldri fór í árlega læknisskoðun leit læknirinn á skýrsluna og sagði vantrúaður við Curtis: Ert ÞÚ Curtis E. Chaffin?
Já!
Hér stendur að þú verðir blár í framan þegar þú grætur!
Roy Rogers, syngjandi kúrekinn, var á heimleið á Trigger sínum eftir vel heppnaða hetjuför. Hann reið í gegnum lítið þorp í nágrenni við heimili sitt. Þar hitti hann fyrir herflokk. Majórinn kallaði á hann og sagði:
Gott kvöld, Roy!
Gott kvöld, majór! svaraði Roy glaðlega.
Er verið að fara heim? spurði majórinn.
Já, og ég hlakka innilega til að komast í góðan kvöldmat!
Svona áður en þú heldur áfram ... ég hef slæmar fréttir að færa!
Eins og hvað, majór?
Indíánarnir réðust á þorpið þitt!
Guð minn góður, ég verð að komast þangað í hvelli!
Rólegur, Roy, það er meira. Ég er hræddur um að börnin þín fimm hafi ekki sloppið lifandi frá árásinni!
Þessir villimenn! Ég verð að flýta mér heim til konu minnar, hún hlýtur að vera frávita af sorg!
Bíddu Roy, þetta er ekki búið. Indíánarnir drápu hana og líka mömmu þína! Svo skutu þeir ör í gegnum hundinn þinn, hann Bullet. Næstum allur bærinn er rúst og indíánarnir eitruðu vatnsbólið.
Ó, guð minn góður. Þetta er versti dagur lífs míns. En samt, ég verð að fara, það hlýtur að vera eitthvað sem ég get gert.
Augnablik, Roy, það er bara eitt í viðbót!
Hvað er það, majór?
Hvað um að taka eitt lag fyrir strákana fyrst?
Heyrt í Mosfellsbænum:
Voðalega ertu eitthvað lágvaxinn, maður!
Nei, ég er bara í svona djúpum sokkum!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 194
- Sl. sólarhring: 359
- Sl. viku: 886
- Frá upphafi: 1505893
Annað
- Innlit í dag: 154
- Innlit sl. viku: 720
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 142
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Soldið nastý brandarar hjá þér í kvöld, en assgoti góður um Halldóru og hennar kall
Svanhildur Karlsdóttir, 1.3.2008 kl. 22:18
Var ekki bara Jónas í letikasti líka Já mjög góður þessi með Halldóru og hennar kall hinir kölluðu framm bros líka hafðu ljúft kvöld
Brynja skordal, 1.3.2008 kl. 23:18
Það er nú ekki lítið afrek að ryksuga hálft himnaríki ... hlýtur að vera Kirby!
Helgi Már Barðason, 1.3.2008 kl. 23:22
Mér þykir brandarinn úr Mosfellsbæ bestur. Að vísu skil ég hann ekki alveg en varð þó á að hlægja.
Jens Guð, 2.3.2008 kl. 01:32
Hahaha... blár í framan þegar þú grætur (átti ekki bláan kall). En annars, já mér fannst Mosó sokkarnir heitastir..
Tiger, 2.3.2008 kl. 04:18
í djúpum sokkum ...æ lov it enda eðlilegt fyrir konu eins og mig sem er bara 1.57 cm á hæð, rétt rúmlega tommustokkur hehe
Ragnheiður , 2.3.2008 kl. 11:12
Góðir brandarar hjá þér, Gurrí, þú bregst aldrei.
Helga Magnúsdóttir, 2.3.2008 kl. 15:16
Vá!
Fullt af köllum í heimsókn, norðlensk ættaðir snillingar á borð við Helga Má og Jens, en þeir gera ekki einu sinni tilraun til að knúsa tær þínar göfuga drottning í von um ást yðar! Hvað er eiginlega að tarna!?
Jens að vísu með smá dulbúna tilraun til að fegra sjálfan sig sem einfeldning, en það er nú bara uppgerð!
En..
Glorious is Gurrí Har,
great and almost crazy.
Never goes for bear in bar,
"Babygirl of Lazy"!
Magnús Geir Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 16:59
Roy er frekar hrikalega góður!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.3.2008 kl. 17:26
fatta ekki þann fyrsta
Ólöf Anna , 3.3.2008 kl. 02:17
Hehhehe, Ólöf mín. Ég flissaði hrikalega þegar ég fann þennan fyrsta á Netinu, sá fyrir mér þessa 20 áhættuleikara í loftinu í hrapandi rútu sleppa án meiðsla af því að þeir hafa lært öll brögðin í bransanum, kunna að detta, verða fyrir bíl og allt það án þess jafnvel að fá skrámu. Ég held ég hafi skrýtinn húmor!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.