4.3.2008 | 15:38
Hásleipa - lífshætta
Þvílík hryllileg færð fyrir gangandi vegfarendur, ég varð ekki bara rennvot í fæturna á leiðinni, heldur munaði nokkrum sinnum minnstu að ég dytti kylliflöt með tilheyrandi mögulegri sjúkrahúslegu. Ef ég kynni mig ekki svona vel hefði ég farið á puttanum þótt ég vissi að það myndi hræða sómakæra Skagamenn. Eini leigubíllinn hér er víst sjaldan í akstri, annars hefði það verið fínt.
Sjá má hvernig Skaginn er útlítandi núna í gegnum vefmyndavél sjúkrahússins. http://mail.sha.is/myndavel/ Gamli spítalinn, (t.h.) skyggir á Skrúðgarðinn sem er aðeins lengra en gula og rauða húsið sem hýsir m.a. Ozone, tískubúðina góðu. Fyrir miðju er Kaupþingshúsið en á þriðju hæð er sjúkraþjálfunin!
Kurteisir bílstjórar reyndu eftir bestu getu að skvetta ekki á mig á leiðinni en stórfljót streyma hér um allar götur. Það var því engin spurning um að taka strætó heim. Nú er orðið frítt í innanbæjarstrætó og vagninn var troðfullur af börnum. Ég er ekki að kvarta, börn eru skemmtileg. Mér finnst þau líka vel upp alin hér á Skaganum, þau eru t.d. afar kurteis þegar þau koma í himnaríki til að safna í ýmiskonar áheit, tombólur og slíkt að ég gef þeim iðulega helming eigna minna. Þvílíkur munur fyrir blessuð börnin, líka mig og einhvern karl, að þurfa ekki að ganga heim í svona hálku og bleytu. Svo á að frysta ofan í þetta í kvöld! Arggggg! Það tók mig ekki þessa vanalegu mínútu að ganga heim frá stoppistöðinni á Garðabrautinni, heldur ábyggilega fimm mínútur, ég gat alveg samsamað mig með Vestmannaeyingum sem hafa verið fjóra tíma að komast leið sem tekur þá vanalega 20 mínútur. Þannig séð ...
Þótt ég sé að vinna ákvað ég að gamni að kasta teningi til að athuga hvað ég ætti að gera í dag. Möguleikarnir sem gefnir eru á teningnum eru: Lesa, Elska, Spila, Ryksuga, Elda og Þvo. Ótrúlega spennandi.
Nú ... upp kom Ryksuga, líklega það besta sem völ var á. Nú ryksugar elsku Jónas minn af fullum krafti og ég get haldið áfram að vinna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:48 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 216
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 1505932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Flott, en það er ekki hægt að bjóða nýlögðum dömum upp á að arka heim í svona færð. Stoppaði enginn? Ég hélt að þeir væru svo hallir undir stelpurnar á Skaganum. Þeir voru það hérna í denn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 19:38
Eru þeir enn að nota þessa uppi á Skipaskaga? Ég sá síðast þessa tüpu, undir nafninu Lækjartorg-Gunnarsbraut, öskra af áreynslu upp Klapparstíginn og fór sér fremur hægt. En þetta var 1971 og ég var sex ára stúdent við Austurbæjarskólann - en öskrin heyrðust einmitt þangað.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:18
Hmmm, Guðmundur, ég rændi þessari mynd af Netinu ... Það vöknuðu gamlar minningar um leið 1 núna, Lækjartorg-Gunnarbraut, vagninn sem ég tók alltaf heim á Bollagötu, en hann stoppaði á Flókagötunni. Man svo vel eftir elskunni honum Baldri sem keyrði þennan vagn og var svo góður við okkur unglingana. Jamms, ég var 13 þegar ég flutti í bæinn, 1971. Heimsótti oft drenginn sem síðar varð fyrrverandi eiginmaður minn, á Grettisgötuna og hljóp eins og brjálæðingur upp á Njálsgötu til að ná síðasta strætó heim. Jamm, þeir gömlu, góðu dagar. Hélt að þessir vagnar á myndinni væru eldri en þetta ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:27
Þetta voru einmitt síðustu metrarnir sem þeir fóru (en ég heyri í þeim ennþá).
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.