Hásleipa - lífshætta

Í SkrúðgarðinumSveppasúpan guðdómlega var í boði í Skrúðgarðinum í dag en fyrir viku var hún búin þegar ég mætti í hádegisverð, reyndar ansi seint. Þjónarnir síðan síðast voru aftur í starfskynningu og sinntu gestum af mikilli alúð, þessar elskur. Freyr tók þessi líka fínu dansspor þegar hann var búinn að færa mér súpuna. Ég vakti gífurlega aðdáun í Skrúðgarðinum, enda nýklippt, öll útlits-samúð á bak og burt eins og ég hefði aldrei verið lufsuleg og ótótleg. Við Anna Júlía völdum aftur Coffee-eitthvað lit á hárið á mér með þeim árangri að ég er ægifögur og var algjörlega í stíl við kaffið sem María bjó til handa mér.

HálkaÞvílík hryllileg færð fyrir gangandi vegfarendur, ég varð ekki bara rennvot í fæturna á leiðinni, heldur munaði nokkrum sinnum minnstu að ég dytti kylliflöt með tilheyrandi mögulegri sjúkrahúslegu. Ef ég kynni mig ekki svona vel hefði ég farið á puttanum þótt ég vissi að það myndi hræða sómakæra Skagamenn. Eini leigubíllinn hér er víst sjaldan í akstri, annars hefði það verið fínt.

Sjá má hvernig Skaginn er útlítandi núna í gegnum vefmyndavél sjúkrahússins. http://mail.sha.is/myndavel/ Gamli spítalinn, (t.h.) skyggir á Skrúðgarðinn sem er aðeins lengra en gula og rauða húsið sem hýsir m.a. Ozone, tískubúðina góðu. Fyrir miðju er Kaupþingshúsið en á þriðju hæð er sjúkraþjálfunin!

Kurteisir bílstjórar reyndu eftir bestu getu að skvetta ekki á mig á leiðinni en stórfljót streyma hér um allar götur. Það var því engin spurning um að taka strætó heim. Nú er orðið frítt í innanbæjarstrætó og vagninn var troðfullur af börnum. Ég er ekki að kvarta, börn eru skemmtileg. Mér finnst þau líka vel upp alin hér á Skaganum, þau eru t.d. afar kurteis þegar þau koma í himnaríki til að safna í ýmiskonar áheit, tombólur og slíkt að ég gef þeim iðulega helming eigna minna. Þvílíkur munur fyrir blessuð börnin, líka mig og einhvern karl, að þurfa ekki að ganga heim í svona hálku og bleytu. Svo á að frysta ofan í þetta í kvöld! Arggggg! Það tók mig ekki þessa vanalegu mínútu að ganga heim frá stoppistöðinni á Garðabrautinni, heldur ábyggilega fimm mínútur, ég gat alveg samsamað mig með Vestmannaeyingum sem hafa verið fjóra tíma að komast leið sem tekur þá vanalega 20 mínútur. Þannig séð ...

Tommi og JónasÞótt ég sé að vinna ákvað ég að gamni að kasta teningi til að athuga hvað ég ætti að gera í dag. Möguleikarnir sem gefnir eru á teningnum eru: Lesa, Elska, Spila, Ryksuga, Elda og Þvo. Ótrúlega spennandi.

Nú ... upp kom Ryksuga, líklega það besta sem völ var á. Nú ryksugar elsku Jónas minn af fullum krafti og ég get haldið áfram að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott, en það er ekki hægt að bjóða nýlögðum dömum upp á að arka heim í svona færð.  Stoppaði enginn?  Ég hélt að þeir væru svo hallir undir stelpurnar á Skaganum.  Þeir voru það hérna í denn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 19:38

2 identicon

Eru þeir enn að nota þessa uppi á Skipaskaga? Ég sá síðast þessa tüpu, undir nafninu Lækjartorg-Gunnarsbraut, öskra af áreynslu upp Klapparstíginn og fór sér fremur hægt. En þetta var 1971 og ég var sex ára stúdent við Austurbæjarskólann - en öskrin heyrðust einmitt þangað.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, Guðmundur, ég rændi þessari mynd af Netinu ... Það vöknuðu gamlar minningar um leið 1 núna, Lækjartorg-Gunnarbraut, vagninn sem ég tók alltaf heim á Bollagötu, en hann stoppaði á Flókagötunni. Man svo vel eftir elskunni honum Baldri sem keyrði þennan vagn og var svo góður við okkur unglingana. Jamms, ég var 13 þegar ég flutti í bæinn, 1971. Heimsótti oft drenginn sem síðar varð fyrrverandi eiginmaður minn, á Grettisgötuna og hljóp eins og brjálæðingur upp á Njálsgötu til að ná síðasta strætó heim. Jamm, þeir gömlu, góðu dagar. Hélt að þessir vagnar á myndinni væru eldri en þetta ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:27

4 identicon

Þetta voru einmitt síðustu metrarnir sem þeir fóru (en ég heyri í þeim ennþá).

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband