Leynivinavika og laumuspil

Skrifborðið mitt í morgunÍ dag hófst æsispennandi leynivinavika í vinnunni. Ég dró nafn manneskju sem ég þekki ekki neitt og kvartaði sáran. Það minnsta sem hægt er að segja manni er hvort hún borðar t.d. súkkulaði svo hægt sé að missa sig úti í sjoppu. Ég dró annan leynivin sem ég kannast aðeins við en fékk ekki að skila fyrri miðanum. Sit því uppi með tvo leynivini. Sjálf er ég með frábæran leynivin sem er þegar búinn að gefa mér þrjár gjafir í dag, knúsmiða, grænt kerti í glasi ásamt aukakerti og nammi í skál sem ég skildi eftir fyrir kvöldsölumanninn skelfilega. Hann situr núorðið alltaf í bláa stólnum hennar Steingerðar og mun handleggsbrjóta sig ef hann reynir að breyta stillingunni á honum.

Græna kertiðÉg þori hreinlega ekki að minnast orði á leynivinina mína hér, mar veit aldrei hver les þetta blogg! Samstarfsmennirnir yrkja ljóð og hvaðeina fyrir eigin leynivini, voða gaman. Allt er þetta í tilefni af árshátíðinni sem verður haldin í Svíþjóð um helgina! Öllu verður því ljóstrað upp á fimmtudaginn þar sem ekki allir fara á árshátíðina ... ekki ég, hætti við það þar sem við erfðaprins ætlum fljótlega á West Ham-leik í London og the computer says NO ... eða sem sagt fjárlög leyfa ekki taumlaus ferðalög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hæ, ég fékk engan leynivin þar sem ég er á kvöldvakt og var því ekki við í morgun þegar þeim var úthlutað. En ég fékk umslag með súkkulaði, vísu og alles. Ég vona að það verði gaman í Svíþjóð, er samt hálffúl út í þig að hafa hætt við. En er þetta ekki svona, lætur maður prinsana sína ekki alltaf ganga fyrir?

Helga Magnúsdóttir, 3.3.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mín kæra Helga. Erla Hlyns hjá þér og Sigga á Húsum og híbýlum eru með munaðarlausa miða. Nokkrir aðilar hafa háskælt í dag vegna gjafaleysis. Þú myndir nú aldeilis gleðja með því að hlaða gjöfum (ljóðum) á þann sem þú tekur að þér.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.3.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mig langar á leik þar sem West Ham rústar enn einu sinni Manchester United ... múahhahahahah

Guðríður Haraldsdóttir, 3.3.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: Tiger

  Heyrðu ... og hvaða pakka/ljóð fékk/fá þínir leynivinir?? Do tell...

Ég hef aldrei heyrt um svona .. leynivinafélag á vinnustað. Út á hvað á þetta að ganga og hverju skila?

Ég er handviss um að þið erfðaprinsinn eigið eftir að skemmta ykkur konunglega á leiknum, gott lið eða ekki - stundin sem slík með syni er ógleymanleg og óbætanlegt ef þú misstir af slíkum gullminningum sem svona ferð skapar... ánægður með þig!

  

Tiger, 3.3.2008 kl. 20:03

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Leynivinavika virkar þannig að hver og einn dregur nafn úr potti og má ekki segja frá því hver er vinurinn. Síðan á hann að reyna að gleðja viðkomandi á allan hátt með gjöfum, kortum, kannski kaffibolla á borðið eða sælgæti eða ávöxtum ... eftir nokkurn vikuna kemur í ljós hver var leynivinur hvers og mikið er faðmast og kysst, eða þannig. Veit að einhverjir í vinnunni lesa bloggið mitt og þess vegna upplýsi ég ekkert fyrr en á fimmtudaginn með gjafir og slíkt!

Guðríður Haraldsdóttir, 3.3.2008 kl. 22:17

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Þetta virkar mjög svo spennandi og skemmtilegur leikur og hlýtur að gera mikla  lukku á vinnustaðnum,þjappa liðið svolítið nær hvort að öðru,svo allir kynnist vel og skemmti sér vel.allir saman.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.3.2008 kl. 22:36

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

007 top secret, ekki segja frá

Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 22:54

8 Smámynd: Brynja skordal

Auðvitað tekuru útlanda ferð með prinsinum framm yfir(þó það sé fótbolti) svíþjóð En já svona vinaleikur er skemmtilegur og spennandi

Brynja skordal, 3.3.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Undirritaður hefur lesið þessa færslu.

Enn ætlar að halda skoðun sinni á henni (færslunni) leyndri af öryggisástæðum :/

Kjartan Pálmarsson, 4.3.2008 kl. 09:31

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

West Ham, hver tekur ekki þá (þetta er karlalið er það ekki?) fram yfir sjálft Sverige?  Gott hjá þér.  Heima er best (kemst ekki út vegna flensu og er að áfallajafna hérna).

Njóttu dagsins elsku Gurrí mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 09:34

11 identicon

Kauptu bara Herbalife eða Hennings kúrinn handa leynivininum....MÚHAHAHAHA

Sigga (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:05

12 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 603
  • Sl. viku: 2451
  • Frá upphafi: 1457320

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2037
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband