Heimsókn, kattadekur og rólegheit

Theodóra, Nói og Óli með AliceFrábær dagur í dag og gestakoman dásamleg. Krakkarnir svo skemmtilegir og Alice litla bræðir hvern sem er. Tíminn líður greinilega mjög hratt, Nói litli er orðinn svo stór að hann fermist núna í vor ... Mikið er gott að vera búin að þessu öllu saman, skíra, ferma og það allt. Ég skipti reyndar árlega um parkett af gömlum vana til að allt sé í góðu standi áður en fermingarnar hefjast. Ný Katrín og Kubbureldhúsinnrétting kemur svo fyrir lokaleikinn á íþróttavellinum við Jaðarsbakka og baðinnrétting er sett upp árlega fyrir síðasta Formúlumót ársins.

 

Katrín og Óli komu færandi hendi með baðbombur, gulrótartertu og ömmusnúða. Gaf þeim unaðslegt kaffi að launum og svo var setið og spjallað. Nói og Theodóra skruppu niður á Langasand og það var ekki fyrr en á flóði sem þau komu loks upp í himnaríki aftur. Mikið er ég ánægð með að þessi frábæra fjölskylda sé flutt heim.

 

Theodóra og NóiHér hefur annars verið tryllingslega rólegt síðan gestirnir fóru. Hvorki útvarp né sjónvarp, bara stöku kattamjálm. Ég er góð við kettina mína en ég dekra þá ekki eins og erfðaprinsinn. Ef Tommi mjálmar á sérstakan máta þá er strax rokið inn í eldhús til að gefa honum eitthvað hrikalega gott; andabringur, gæsalifur, kavíar, demanta, rjóma eða rækjur. Ég stóð Tomma að verki um daginn þar sem hann hámaði í sig þurrmat, sá var skömmustulegur yfir því að borða svona venjulegan kattamat. Kubbur er að vera soldið feit þótt hún líti ekki við þessu sérfæði, ég þarf að fara að finna leisergeislalyklakippuna til að láta hana hoppa og skoppa eftir geislanum, báðir kettirnir elska þetta og hafa sýnt og sannað að þrátt fyrir háan aldur er maður (köttur) aldrei of gamall til að hoppa. Sjálf er ég búin að fá fína hreyfingu í dag. Blessuð sólin glennti sig svo mikið að ég sá fingraför um allt; á hurðakörmum, veggjum og skáphurðum. Held að ég sé búin að útrýma þeim að mestu og losnaði þar að auki við tvö kíló í leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Kitty 1 Greinilega sjaldan róleg stund í himnaríki. Gott hugsa ég að það sé að vera "gæludýr" þar ... *meooww*. Alltaf gaman að lesa sögur úr himnaríki og endalaust hvað þú færir okkur þetta á lifandi hátt, takk fyrir mig Gurrí.





Tiger, 8.3.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, súkkulaði út um alla gluggakistu lekur  Hafðu það gott mín kæra

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 19:55

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hahahahahahahaahahahahahaaha 2 kg. hahahahahahahaahahahahahahahahah!

Svo fyndið að ég fer næstum að lesa á milli línanna (sem er harðbannað mannstu!?) og halda að þú haldir að þú sért feit!?

Magnús Geir Guðmundsson, 8.3.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Esssgan mín, fékk mér sneið af gulrótarköku og varð jafnflott aftur. Fitubollur jafnt sem mjónur geta losnað við tvö kíló með því að hreinsa fingraför af veggjum, hurðum og slíku, hélt að Akureyringar vissu það. Ekki fæ ég sama dekur og Tommi köttur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2008 kl. 23:08

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.3.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

haha nei, Akureyringar vissu það ekki, en vita hins vegar heilmargt annað eins og að líf í Himnaríki á að vera sæla en ekki svitabað!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.3.2008 kl. 00:29

7 Smámynd: www.zordis.com

Greinilega yndisleg heimsókn og stund!

www.zordis.com, 9.3.2008 kl. 13:08

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gaman að sjá myndir af fjölskyldunni.  Ekki eins og ég sé búin að hitta fólkið eftir það kom heim.

Knús og klem.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 133
  • Sl. sólarhring: 311
  • Sl. viku: 825
  • Frá upphafi: 1505832

Annað

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 671
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 100

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband