Draugaskip og dýrðarsónata nr. 11

DraugaskipiðEr enn í losti eftir að hafa horft á byrjunina á mynd á RÚV, Draugaskipið. Þar er fólk köttað í sundur í miðjunni með vír. Algjör hryllingur. Svo er myndin bara bönnuð innan 12 ára. Ætti að vera innan 50 ára svo ég hefði sloppið. Mætti ég þá biðja frekar um sæta tilvistarkreppumynd með t.d. Ben Affleck. Held ég verði að skella mér í bólið með hryllingsbókina mína eftir Dean Koontz og jafnvel klára hana til að sýnir úr Draugaskipinu valdi engum martröðum. Erfðaprinsinn tautaði: “There is a god,” þegar myndin byrjaði, eða það heyrðist mér. Ég ætla a.m.k. ekki að vekja hann ef hann öskrar upp úr svefni í nótt.

Ég leitaði nýlega dauðaleit á youtube að einu uppáhaldspíanóverkinu mínu. Minnti að það væri eftir Mozart og þrjóskaðist sem betur fer við leitina. Var búin að syngja stefið fyrir gæjana í Tólf tónum og þeir sögðu mér hvað það héti en síðan eru liðin mörg ár. Fann svo þessa dýrð mjög aftarlega. Setti inn “piano” og “Mozart” og það borgaði sig. Hér er dýrðin, góða skemmtun: http://www.youtube.com/watch?v=lOfNfa3gcqk&feature=related


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

*bros*

Þessi mynd var góð. En sammála. Fyrsta atriði er svakalegt og ekki við hæfi barna undir 50 plús eða svo.  

kristjan (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 01:07

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Guðríður Haraldsdóttir, 9.3.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er líka skelfdur,,,

MAMMA !

Steingrímur Helgason, 9.3.2008 kl. 01:20

4 Smámynd: Brynja skordal

var búinn að sjá þessa mynd og langar ekki að horfa á hana aftur einu sinni er nóg En ferminga strákurinn minn var fljótur að sjá að hún var bara bönnuð innan 12 ára svo hann hrópaði veiiii ég má ég má horfa vonandi sefur hann eftir þetta hann sagði bara MAMMa er ekki smábarn sko en af því að hann er að fara í "fullorðinamannatölu" næsta sunnudag þá sagði bara Mamman dæs og lét sig hverfa frá sjónvarpinu

Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 01:43

5 Smámynd: Ragnheiður

rosalega slapp ég vel, missti algerlega af þessu ...var að horfa á allt annað en RÚV enda ekki bíómyndatýpan...kær kveðja yfir flóann. Það liggur við að við getum veifast á.

Ragnheiður , 9.3.2008 kl. 02:55

6 identicon

Sammála þetta var ekki mynd fyrir yngri en 18, en svona er þetta! Nú það er nú barasta best að benda á USA hversu mikið þeir eru ofstækisfullir gagnvart til dæmis nágrönnum sínum sem að þeir hika ekki við að skjóta ef að þeir óvart álpast inn á lóðina þeirra: Skjóta og spyrja svo! Þetta er þeim blessuðum uppálagt með öllum þessum ofbeldiskvikmyndum og bardagaleikjum í tölvum og því miður er farið að sjást þess merki hér á Fróni með þetta líka og bendi líka á að eftir að hnefaleikarnir voru leyfðir þá hafa meiðslin aukist þó svo að aðrir haldi öðru fram! En sem betur fer höfum við Íslendingar flest allir heilbrigða skynsemi, en hvað seinna verður það er önnur saga. En haltu skrifunum áfram það er alltaf gaman að fylgjast með góðum bloggurum. 

Örn Ingólfsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 03:02

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég horfi aldrei á hryllingsmyndir, ég man ennþá þegar ég sá auglýsinguna um draugaskipið þegar ég var í bíó í Kringlubíó.  Alveg ógeðslegt að lenda í því að sjá auglýsinguna

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.3.2008 kl. 03:36

8 Smámynd: Tiger

 Laughing 1 Við skulum bara segja að ég vil frekar horfa á Tónaflóð en horrorflóð...

Mér er ekki vel við hryllingsmyndir því ég dreymi oftast flestar myndir sem ég horfi á að kvöldi, en í drauminum er ég kominn í aðalhlutverkið og oftar en ekki sá sem fær mest af öllu sem í myndinni gerist .. og horror er eitthvað sem ég vil ekki fá í daumaheima. Mozart er ætíð sígildur og góður..





Tiger, 9.3.2008 kl. 06:06

9 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Ég elska hryllingsmyndir og horfði sko á þessa, hafði samt séð hana áður

Svanhildur Karlsdóttir, 9.3.2008 kl. 11:03

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Gurrí mín ég horfði líka á þessa mynd í gærkvöldi mér fannst hún horror ég var líka hissa að myndin skuli vera bönnuð innan 14 ára. Mér finnst hún ætti verið bönnuð  16 ára.

 knús

Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2008 kl. 13:36

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég nenni aldrei að horfa á hryllingsmyndir. Sat þess vegna og leysti krossgátu Moggans í gærkvöldi.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.3.2008 kl. 13:50

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk, takk, fyrir verkið.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 93
  • Sl. sólarhring: 318
  • Sl. viku: 1637
  • Frá upphafi: 1453796

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 1356
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband