Hátt pundið, flott krossgátublað og Múhameðsmynd

sound_of_musicSæti barnalæknirinnGaman hvað fólk var ánægt með upplýsingarnar um krakkana úr Sound of Music. Nú fer ég bara að stunda þetta og dettur strax í hug, hvað ætli hafi orðið um sæta barnalækninn sem lék einu sinni í Bráðavaktinni?

Samstarfskona mín er að fara til London á morgun. „Maður þarf að smyrja með sér nesti,“ sagði hún. „Pundið er 150 kall.“ Skyndilega varð fótboltaferðin mín eftir mánuði ekki jafnæsispennandi, svona innkaupalega séð. Ég hafði ætlað að kaupa eitthvað af kiljum og kannski eina peysu, West-Ham trefil og svona. Spurning um að gista bara eina nótt í stað tveggja.

SprengjaKrossgátublað Vikunnar var að koma út og er náttúrlega klikkaðislega flott!!! Sérstaklega brandararnir (frá mér) og orðaleitin (word search) (sem ég elska), veit að Hilda systir tryllist yfir öllu sudoku-inu og páskamatarboðinu til okkar erfðaprins verður eflaust frestað um óákveðinn tíma, eða þar til hún er búin að ráða öll kvikindin. Fleiri blöð komu út, Séð og heyrt er í brúðarskónum og talar um brúðkaup Bubba Morthens, einnig blóðugt brúðkaup á Búðum, fjöldaslagsmál, 40 spor og allt! Gestgjafinn er með hina fullkomnu súkkulaðiköku og Sagan öll með ... Múhameð, kaupmanninn sem varð spámaður Allah. Falleg mynd og alles á forsíðunni. Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um myndbirtingarnar. Finnst stundum eins og verið sé að ögra múslimum viljandi, við á Vesturlöndum hlæjum flest bara að jesúbröndurum ... eitthvað sem við hefðum verið hengd fyrir hér í denn, ... okkur drekkt ... við brennd á báli og hvaðeina. Myndin er þó falleg og meinlaysisleg á forsíðunni, engin skopmynd sko, en ef vinnan mín verður sprengd upp þá vona ég sannarlega að það verði á þriðjudegi þegar ég vinn heima á Skaganum ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Vona sko að vinnan þín verði aldrei sprend í loft upp!  Er að fara að fljúga í kvöld (vona að blöðin fáist í vélinni) og familían er hamingjusömust yfir að fá snjó ef hann tollir!

Ef þú verður í Þorlákshöfn eða nágrenni á föstudaginn langa þá er þér boðið í kaffi og smá listasýningu, akrýlverk málaðar á þakflísar!  frá 14 til 18 ....

Bestu kveðjur og Gleðilega Páska!

www.zordis.com, 18.3.2008 kl. 13:44

2 identicon

Já ég verð að kíkja á þetta blað, sé að ég og Hilda systir þín erum á sömu línu hvað svona orða/talnagátur snertir. En það er annað sem ég elska að glíma við, það eru myndagátur, vandaðar sem slíkar, eins og þær sem birtast í Mogganum um jólin. Geri mér grein fyrir að þær eru tímafrekar í gerð en vildi svo sannarlega sjá meira af þeim. Og aftur vandaðar og erfiðar

Taraji (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mamma er húkkt á myndagátum (og sunnudagskrossgátu Mbl) en ég hef aldrei náð þeim ... er bara vitlaus í word search, helst á ensku og sem erfiðast. Í blaðinu eru nokkrar svona orðaleitargátur, þar af ein mjög erfið og allir sem senda lausn hennar fá bók í verðlaun, allir!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.3.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi auglýsing var í boði himnaríkis, muhahahahahaha!

Farin að kaupa krossgátublaðið.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2008 kl. 16:11

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, það fer í búðir í dag OG Á MORGUN

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.3.2008 kl. 16:23

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er búin að koma við þín megin í húsinu og næla mér í blöðin. Tengdadóttir mín elskar það að fá öll tímaritin fyrir ekki neitt og fyrir vikið koma þau miklu oftar í heimsókn til að sækja birgðirnar. Bara gott mál.

Helga Magnúsdóttir, 18.3.2008 kl. 18:06

7 Smámynd: Bragi Einarsson

Hvernig vitum við að þetta er Múhammeð? Veit einhver hvernig hann leit út? Frekar en við vitum að Jesúss leit út? Mér sýnist þetta bara vera einhver miðaldargaur að ganga út úr kletti.

Bragi Einarsson, 18.3.2008 kl. 20:32

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gleður mig að heyra að loksins er komið að ferðinni. West Ham líka byrjað að vinna leiki aftur sem betur fer og hver veit nema krónugarmurinn verði aðeins farin að jafna sig aftur þegar hún veit líka að þú ætlar að fara að eyða henni um efni fram hehe!

Hvað er S&H að blaðra um brúðkaup Hrafnhildar og Bubba, lítið verið að snakka um það innan fjölskyldunnar!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.3.2008 kl. 20:54

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kisses  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2008 kl. 22:00

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

hmmmm, súdúku,,,,

áhugavert....

Steingrímur Helgason, 18.3.2008 kl. 22:38

11 identicon

Las greinina um muhammad.  Fín grein.  Meira að segja kohmeini  fyrrum erkiklerkur Írans var hlynntur myndbirtingum af muhammad , ef honum væri sýnd virðing á myndunum.  Vissi það ekki , gott blað líka..

jonas (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 00:23

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já að er orðið þungt pundið núna Gurrí mín...Það er alltaf ódyýt og skemmtilegt að versla í Second Hand búðunum í London og þú getur treyst því að finna þar flíkur sem enginn annar gengur í. Ummmm..það hljómar vel að leggjast í lestur á páskablöðum núna í rigningunni en hér er engin miskunn. Fermingin verður að halda áfram..... á eftir að kíkja á sæt blóm..og spá í hvort ég fái neyðaraðstoð með hárið á mér.

Knús 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband