Spurningakeppni fjölmiðlanna

Ævar Örn JósefssonpaskaeggSíðustu árin hefur aðeins verið eitt sem hefur gert páskana þess virði að taka sér frí frá vinnu og þurfa að borða góðan mat og páskaegg. Það er spurningaþáttur fjölmiðlanna sem hefur verið á dagskrá Rásar 2 yfir páskana um margra ára skeið. Ég missti af fyrsta þættinum kl. 13 í gær en get án efa hlustað á hann í tölvunni á ruv.is, læt þáttinn í dag ekki fram hjá mér fara. Þriðji þáttur er svo á páskadag og lokaþáttur annan í páskum. Ég hef lifað eftir stundaskrá þessarra þátta, móðgað páskagestgjafa úti á landi (Hildu) þegar ég hef lokað mig af með útvarpi í heilan klukkutíma, alltaf á milli 13 og 14.


Mikið líst mér vel á Hæðina,
nýja þáttinn sem hófst á Stöð 2 í gærkvöldi. Ólík pör, sem er gott, eiginlega bara alveg frábært, því að ég ruglaði alltaf saman liðunum í ástralska þættinum The Block sem var byggður svipað upp. Gulli er flottur sem verkstjórinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk fyrir að minna mig á - ég hlusta alltaf á þessa spurningakeppni en gleymdi mér núna! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.3.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég fæ grænar geirvörtur af svona þáttum.

Þröstur Unnar, 21.3.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

 Gleðilega páska

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 21.3.2008 kl. 14:11

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ólafur, sætir strákar alltaf sérstaklega velkomnir! Heheheheh

Já, og gleðilega páska Ása Hildur, Dragon og allir, spennandi að fá grænar geirvörtur vegna spurningaþáttar, Þröstur ... og gott ég gat minnt þig á uppáhaldsþýðandinn minn, Lára Hanna.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2008 kl. 14:45

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er að deyja úr aðgerðarleysi.  Hef val um að krossfesta mig eins og þeir á Filipseyjum eða hlusta á Rásina og auðvitað tek ég Rásinni fagnandi.  Missi sjaldnast af þessum þáttum nema í fyrra, þá bjó ég á blogginu.

Knús á Skagann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 16:10

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er sannarlega langur dagur ... ætla reyndar að skella mér í heimsókn til vinkonu í kvöld, kannski krossfestum við okkur ef okkur leiðist ... æ, varla, það er alltaf svo glatt á hjalla þegar við hittumst. Ætli við skiptumst ekki á því að lesa upphátt Passíusálmana.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 219
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband