Langur föstudagur með dassi af happdrættisvinningi

HryllingsmyndKlósettkötturSat við tölvuna og hlustaði upptöku spurningakeppninar sem ég missti af á Rás 2 í gær. Eitthvað hefur tæknimaðurinn ruglast því að upptökunni lauk ÁÐUR en Ævar Örn var búinn með þáttinn! Mjög spælandi. Ég fékk mikið út úr því að hugsa tæknimanninum þegjandi þörfina. Nenni samt ekki að ergja mig á þessu. Veit að þetta gerist stundum, gæti verið ef þættir fara fram yfir á tíma.

Rose Woods sendi mér glaðlegt tölvubréf í dag þar sem hún tilkynnti mér að ég hefði unnið eina milljón í breskum pundum í microsoftlotteríinu.

Snjallar hænurÉg hef ekkert gert í páskafríinu só far nema að sofa, lesa og horfa á sjónvarpið! Vona að tiltektarorkan komi á morgun, allt er yfirfullt af ryki í himnaríki, held ég ýti á takkana á bæði Jónasi og erfðaprinsinum svo þeir geri eitthvað að gagni á meðan ég dandalast úti.

RéttlætiJamm, ég ætla að heimsækja vinafólk mitt í kvöld. Minnir að Tommi verði á strætóvaktinni og það væri ekki amalegt ef hann skutlaði mér í Mosó. Svo mun virðulegur bíll bíða á planinu hjá Ásláki/KFC og aka mér beint á áfangastað. Þjónusta í lagi! Síðan verður væntanlega allt öfugt seinna í kvöld, skutl í Mosó og svo með Tomma í síðustu ferð heim í heiðardalinn.  

Þessar gullfallegu myndir sem skreyta þessa færslu fékk ég sendar í ruslpósti. Þær stækka ef klikkað er á þær, enn meira ef klikkað er aftur!

Megi restin af deginum og kvöldið verða gott hjá ykkur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Skemmtilegar teikningarnar úr ruslpóstinum.

Jens Guð, 22.3.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 413
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 2363
  • Frá upphafi: 1457116

Annað

  • Innlit í dag: 376
  • Innlit sl. viku: 2031
  • Gestir í dag: 348
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband