23.3.2008 | 08:23
Drjúg eru morgunverkin ...
Vaknaði við klukkurnar, símann og arg í erfðaprinsinum kl. 6.30 í morgun. Aha, Formúla! Fór í ískalda sturtu, gerði morgunæfingar og skellti mér örstutt niður á Langasand þar sem ég hljóp nokkra kílómetra. Það var reyndar háflóð en sannir morgunhanar láta nú ekki smá sjó á sig fá.
Náði að bjarga lítilli stúlku með eldspýtur á heimleiðinni, hjálpa ungum, elskulegum manni að koma sjónvarpi út um glugga og að finna síðasta orðið sem nágranna minn vantaði til að fullráða sunnudagskrossgátu Moggans. Kom mátulega heim í ræsingu Formúlu 1. Fyrst útbjó ég auðvitað staðgóðan morgunverð; hafragraut, spælegg og beikon, bláberjapönnukökur með sírópi, snittur, hrærð egg og pylsur, múslí, kornflakes, kókópuffs, heitt súkkulaði, vöfflur og ávaxtasalat svo fátt eitt sé talið. Ég var alveg lystarlaus, eins og alltaf þegar ég er nývöknuð, og maulaði bara páskaegg með latte-inu sem ég útbjó mér. Formúlan er athyglisverð, tíðindaminni en í síðustu viku, segi ekki meira, fer nú ekki að eyðileggja spenninginn fyrir fólki sem borgar stórfé fyrir að sjá kappaksturinn í ruglaðri endursýningu í hádeginu. Vonast þó eftir rigningu í brautinni en ... það eru bara átta hringir eftir.
Annars bara góðan dag, elskurnar, og gleðilega páska!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Formúla 1, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:51 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 130
- Sl. sólarhring: 309
- Sl. viku: 822
- Frá upphafi: 1505829
Annað
- Innlit í dag: 102
- Innlit sl. viku: 668
- Gestir í dag: 101
- IP-tölur í dag: 98
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Takk fyrir hjálpina við að frelsa sjónvarpið en gerðu mér greiða og taktu umfjöllunina um það út út færslunni. Fólk er svo fljótt að dæma!
Breiðholtsbúi (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 08:41
Skil ekki Breiðholtsbúi, held að fólk hafi enga ástæðu til að dæma mig af fallegum og óeigingjörnum góðverkum mínum í morgun ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.3.2008 kl. 08:46
Gleðilega páska
SigrúnSveitó, 23.3.2008 kl. 09:26
Á hvaða stað er þessi morgunverður góður?
Gleðilegan páskadag og til hamingju með strandhlaupið.
Þröstur Unnar, 23.3.2008 kl. 09:34
Gleðilega páska eða á ég að segja eins og barnið sagði, gleðilegt páskaegg!
Mummi Guð, 23.3.2008 kl. 09:55
Gleðilega páska
Svanhildur Karlsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:10
Gleðilega páska! Ég var einmitt að kenna Austurríkismönnunum á hið íslenska páskaegg! Eftir þetta árið þá verða íslensk páskaegg flutt í tonna tali hingað til súkkulaði sjúkra Austurríkismanna
Vera Knútsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:33
Hvernig er það, rigning á brautinni? Er það lífshættulegt?
Hvað er verið að troða jarðaberjum á þennan flotta morgunverð?
Ég spyr og spyr og veit svo lítið.
En ég get ekki endalaust sagt; er í kasti hérna, en það er nákvæmlega staðreyndin, eigi að síður. Þú drepur mig kona.
Knúúúúús
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2008 kl. 10:41
Gleðilega páska, elsku Gurrí :)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:42
Rigning í brautinni reynir enn meira á getu ökumannanna, mín kæra Jenný, þeir renna jafnvel til á spennandi máta, rekast kannski saman og svona ... en þetta var frekar mikið svakalega tíðindalaust í morgun. Erfðaprinsinn hefði orðið ánægður með úrslitin hefði hann getað vakað!
Líst vel á útflutning páskaeggja til Austurríkis, eitthvað verðum við að gera ...
Morgunverðurinn fíni fór í krummana, Þröstur, þér er nær að heita ekki Hrafn.
Gleðileg páskaegg, Mummi og aðrir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:51
Kann ekki við að segja úrslitin, hættið að lesa hérna þið sem ekki viljið vita úrslitin ... en þú ert heit, búkolla, alveg sjóðandi, bullandi heit!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:05
Æææ... hér er haldið með Hamilton og Manchester United!
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:24
Góðir páskar hjá þér Gurrý! Namm namm! Gleðilega Páska - hvar er málshátturinn?
Hljópstu í stígvélum?
Edda Agnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 12:06
Gleðilega páska Gurrí min
Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 13:54
Nú held ég að þú getir sofið það sem eftir er dagsins, drjúg eru morgunverkin Innilega gleðilega páska til þín og prinsins
Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 14:01
Gleðilega páskahátíð, morgunhani
Svala Erlendsdóttir, 23.3.2008 kl. 16:16
Vissi ekki hvar þetta ætlaði að enda áður en ég áttaði mig á því að þú værir sennilega að ýkja þetta örlítið..............eða voru snittur í morgunmatnum líka?
Júdas, 23.3.2008 kl. 20:28
Elstu bloggvinir mínir föttuðu þetta þegar ég sagði músli, það er nefnilega með rúsínum, hnetum og slíkum hryllingi ... nei, hér í morgun var vaknað rúmlega hálfsjö, hellt upp á latte og páskaegg maulað með yfir Formúlunni ... sem reyndist síðan vera hundleiðinleg. Dagurinn meira og minna ónýtur af syfju.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.3.2008 kl. 20:44
Mér datt ekki til hugar að hrekkja þig á helgum degi með að þylja allt upp í færslunni sem að mig grunti vera ósannara en annað, fyrr en þú játaðir sjálf.
Gleðilega páska.
Steingrímur Helgason, 23.3.2008 kl. 21:14
hátíðarkveðja Guðríður Haraldsdóttir!
Blessi þig allir góðir vættir og verndi og gefi þér frið!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.3.2008 kl. 22:04
ég hélt þú myndir minnast á málsháttinn þinn
Hulda (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.