Morgunheimsókn

Hvolpur og kettlingurÁsta hringdi fyrir allar aldir í morgun og vildi fá mig í göngutúr á Langasandi. Sem betur fer hafði ég þá afsökun að ég væri að vinna og bauð henni í kaffibolla eftir gönguna. Hún hefur verið frá vinnu undanfarið vegna veikinda í fjölskyldunni og ég hef allt of lítið séð af henni. Hún er komin með lítinn hvolp á heimilið! Kannski ég toppi það með því að fá mér skúringarróbót þegar hann kemur á markaðinn. Ég sakna heilmikið ferðanna okkar Ástu í bæinn á morgnana, með tónlist á hæsta, hlátur og skemmtilegheit. Hvolpurinn heitir Aska. Hún er alltaf velkomin í himnaríki, held að a.m.k. Tommi yrði mjög spenntur! Ekki viss með Kubb.

Almyrkvi á sólu 2026Biðst velvirðingar á þessari sjálfhverfu getraun í síðustu færslu. Hvað gerir maður ekki til að minna á afmælið sitt ... Var ansi ánægð með Láru Hönnu og snilld hennar á ekki lengri tíma.

Held að flestir hafi haldið að þetta væri lymskuleg spurning þar sem svarið væri: Fíllinn úr síðasta brandara, eitthvað slíkt.

Prófaði að gamni að skella 12. ágúst inn í google.is og fékk þessar athyglisverðu niðurstöður. Vona að ég verði á lífi árið 2026 til að fá almyrkva á sól í 68 ára afmælisgjöf, það væri kúl.

Annars til hamingju með 1. apríl, vona að þið hafið ekki lent í aprílgabbi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er þá ekki málið að gúggla afmælisdaginn sinn og leita að spennandi hlutum, góð hugmynd

Thumbs Up  Langar bara að senda smákveðju. Er að hressa mig við á smá blogg lestri.   Double Kiss 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: leyla

smá innlits kvitt  þú hefur alltaf svo mikið að segja :-)

leyla, 1.4.2008 kl. 17:29

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Líst vel á hugmyndina um skúringarróbótinn,  held að ég fái mér líka svoleiðis, þegar færi gefst.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.4.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert með æðislegt hugmyndaflug! 

Fullt af svona useful little things information sem gott er að bera með sér! 

Ég var göbbuð á bloggheimi með óléttufréttum ....

www.zordis.com, 1.4.2008 kl. 23:12

5 Smámynd: Tiger

  Hahaha... það er spurning hvort Tommi og Kubbur fari ekki á kostum og ráðist á róbótann ráðagóða ef hann á eftir að poppa upp í himnaríki. Gruna að það sé gott ráð að loka þá bara af á meðan róbótinn leikur lausum hala. Knús á þig Gurrí mín og hafðu það gott..

Tiger, 2.4.2008 kl. 01:57

6 identicon

Ég hefði ekki getað leyst þessa getraun þótt ég ég hefði átt lífið að leysa. Scheisse!

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:42

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, ekki viss um það, Tigercopper, þeir láta ryksuguróbótinn algjörlega í friði!

Getraunin var líklegast ekki svo létt. Ég vissi afmælisdag Ásdísar Ránar og Halldóru og í gúgglinu kom þetta upp með Krossinn og sólmyrkvann. Jamms! Jæja, best að fara að blogga.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.4.2008 kl. 09:39

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég skal lána þér Freyju. Þar með er engrar undankomu auðið. Þú verður að fara eldsnemma í gönguferð á Langasandi.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.4.2008 kl. 09:41

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ummmm, væri til í að hoppa og skoppa með Freyju á sandinum. Ásta nennir aldrei slíku, hún gengur bara virðulega en nokkuð hratt ... nennir ekki í sandkast eða neitt! Argggg

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.4.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 658
  • Frá upphafi: 1506011

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 532
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband