Sumarblíða, Tomma-misskilningur og Chuck Norris á google

Í fyrsta sinn í langan tíma var hálfgert sumarveður í Reykjavík þegar vér Skagamenn skunduðum til borgarinnar með lúxusstrætó ... en kalt var á Skaga og í Mosó. Ég hugleiddi þetta þegar ég lét hugann reika í ökuferðinni góðu í gegnum Mosfellsbæinn. Ég er eðlileg íslensk kona og hugsaði vitanlega um ýmislegt fleira,... eins og kynlíf á 17 sek fresti, veðurhorfur næsta sólarhring á 4 sek fresti og slíkt. Það er frekar gaman að hugsa.

StorkurinnTommi bílstjóri er dásamlegur, eins og ég hef alltaf sagt, en frekar óupplýstur sem er skrýtið miðað við að hann er ásatrúarmaður. Hann sagði okkur Sigþóru í strætó í gær að ef fólk langaði ekki til að eignast börn ætti það að setja fuglahræðu í garðinn hjá sér svo að storkurinn þyrði ekki að koma með börnin! Hélt að Tommi vissi að það er ekki stemmning fyrir fuglahræðum á Íslandi.

Chuck NorrisÞað er alltaf svo lítið að gera í vinnunni á föstudögum ... (djók) og ég var eitthvað að hugsa um Chuck Norris milli geispanna.

Ég prófaði að setja inn sem leitarorð í google.is: "find chuck norris" (með gæsalöppunum) svo ýtti ég á Freista gæfunnar ... og fékk undarleg skilaboð.

Mana ykkur til að prófa. Múahahahahahah


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Er eitthvað samhengi þarna á milli, hugsar um kynlíf á 17 sekúndna fresti og Chuck Norris ? Kona spyr sig

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað kallar þú "hálfgert sumarveður"? Ég hef ekki orðið  var við sumarveður í Reykjavík upp á síðkastið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.4.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Google won't search for Chuck Norris because it knows you don't find Chuck Norris, he finds you

Þetta fann ég.  Er í kasti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jenný, einmitt, HE FINDS YOU! Mér fannst þetta mjög fyndið, samstarfsmaður minn benti mér á þetta.

Sigurður, sumarveður miðað við illindin í vetur, ég þarf ekki meira, enda í bjartsýniskasti í Ártúni í morgun, stoppistöðin hefur ekki verið hlýrri síðan sl. sumar. Var reyndar með tvo hlýja trefla.

Hmm, Ragnheiður, hugsaði það ekki svo djúpt ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.4.2008 kl. 12:40

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Jebb. Lenti í því sama og Jenný. Læðist nú með Smellinn veggjaeiningum.

Þröstur Unnar, 4.4.2008 kl. 12:41

6 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þetta er ótrúlega kúl. Að minnsta kosti fyrir Chuck!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 4.4.2008 kl. 13:17

7 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Himnaríkiskona

Brynja skordal, 4.4.2008 kl. 13:26

8 Smámynd: Ragnheiður

Ég fékk einmitt þetta líka og flúði í ofboði af google. Það er nú nóg vesen svo maður fari ekki að fá C.N. á hælana líka.

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 15:22

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

OOohhhh munið þið eftir Chuck Norris í Enter the dragon hann var nú smá flottur þar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 45
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 683
  • Frá upphafi: 1505974

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband