Kalsár eða viðbjóðshiti ...

Úr fríinuGummi strætóbílstjóri er kominn úr sólarlandafríinu og virtist ánægður með það (sjá mynd). Hver vill ekki frekar upplifa fimm tegundir kalsára á einum morgni í stað þess að vera í einhverjum viðbjóðshita við sundlaug allan daginn? Hann ók okkur í bæinn í allt of sterku sólskini sem hann tók greinilega með sér frá útlandinu. Það var erfitt að dorma á leiðinni fyrir birtudruslunni en svo datt mér í hug að setja á mig hettuna og þá leit ég út eins og böðull en sólin brenndi ekki lengur augnbotnana. Ég böðlaðist sem sagt með strætó í morgun.

Þegar við komum út úr leið 18 við Hálsaskóg sá ég að röð hafði myndast fyrir aftan íþróttaþýðandann minn, við vorum orðin þrjú sem vildum komast með honum inn í húsið að neðanverðu. Nú VERÐUM við að fara að fá kort til að komast inn. Hvað ef þýðandinn fær flensu?

Þetta verður klikkaður dagur og margt að klára fyrir prentsmiðjuskil á morgun. Óska því ekki bara YKKUR góðs dags, heldur líka sjálfri mér, ekki veitir af. Vera svo dugleg, Gurrí mín ... og auðvitað þið hin líka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stuðkveðjur í vinnuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 09:51

2 Smámynd: Brynja skordal

Sólarkveðjur frá skaganum

Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 11:08

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ertu ekki alltaf duglegust af öllum í vinnunni? Er á það bætandi að fara að senda þér einhverja hvatningu?

Helga Magnúsdóttir, 10.4.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kaffikveðjur og eflaust Kjötborgar líka.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.4.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:27

6 identicon

Góðan dag og heimferð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:52

7 Smámynd: Tiger

  Greinilega frábær bílstjóri þarna á ferðinni á myndinni, enda bílstórinn þinn - þannig séð! Eigðu líka ljúfan og góðan dag Gurrí mín og gangi þér allt í haginn...

Tiger, 10.4.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 219
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband