Góðu smyglararnir, hefnd á símasölumanni og partí dagsins

TollgæslanSamstarfsmaður minn, gamall sjómaður (ekki RT), sagði okkur nýlega frá kynnum sínum af tollgæslunni í gamla daga. Tollarar eru ansi klárir, ef marka má orð hans, en áhöfnin reyndi iðulega að smygla skinku, víni, tóbaki og slíku til landsins. Þeir voru „góðir“ smyglarar og kærðu sig ekki um neitt ekkert fj. dóp. Einu sinni var áhöfnin með nokkurt magn af góssi sem hafði ekki fundist við leit og koma þurfti frá borði. Þeir sáu tollvarðabíl í fjarlægð og grunaði að annar tollbíll væri fjær og fylgdist með skipinu í gegnum kíki, hefði svo samband við hina í gegnum talstöð. Nú voru góð ráð dýr. Skipshöfnin bar laumulega nokkra svarta ruslapoka út í sendiferðabíl sem brunaði svo í burtu. Eftir smástund sást að tollvarðabíllinn hóf eftirför. Þegar hann var horfinn úr augsýn var loks hægt að fara að bera smyglið út í bíl og bara í rólegheitunum ... Tollverðirnir stoppuðu sendiferðabílinn nokkru síðar og í svörtu pokunum leyndist ... gosflöskusjóður áhafnarinnar. Stundum „sigruðu“ tollararnir, stundum hinir. Honum fannst þó sárt hvað þeir eyddu miklum tíma í „saklausa“ skinkusmyglara og talaði um dýrustu skinku landsins í því sambandi ...

Símasölumaður„Gott kvöld, má ég bjóða þér áskrift að Mannlífi?“ sagði kurteisleg karlmannsrödd í símanum rétt áðan. Hringt var úr síma ritstjórans míns, ég þekki númerið „Gerðu mér greiða,“ sagði ég. „Sérðu manninn sem situr þér á vinstri hönd með bakið að glugganum? Viltu biðja hann um að snúa ekki svona upp á símasnúruna mína og hætta að breyta stillingunni á stólnum!“ Þögn. Síðan heyrðist: „Já, ég skal gera það.“ Múahahahaha! 

UmbrotsdeildinÍ dag kl. 14 var haldið innflutningspartí í vinnunni. Allir áttu að mæta kl. 14 í umbrotsdeildina, eða frumskógardeildina, eins og hún er kölluð.
Fjölda skrifborða er raðað í ferning þar og til að hylja allar snúrurnar á gólfinu á miðjusvæðinu voru keypt plastblóm í Europrís, háar frumskógarplöntur sem aldrei þarf að vökva.

Allir gestirnir fengu kókosbollu og fleira nammi ... svo var farið í leiki ... æsispennandi leit var gerð að móglíbrúðu eða frumskógardýri í skóginum. Kíkir var notaður til leitarinnar. Samstarfsfélagarnir skáluðu með kókosbollunum og skemmtu sér vel á meðan Jón Óskar framdi töfrabragð. Leikjatölva var á staðnum. Langbesta partí sem ég hef lent í lengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég er líka algjör gunga og held að það myndi sjást á mér langar leiðir ef ég ætlaði að smygla einhverju. Er ekki bara best að vera með hreina samvisku? Held það.

Guðríður Haraldsdóttir, 10.4.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, og takk fyrir frábæra sögu, Guðmundur.

Guðríður Haraldsdóttir, 10.4.2008 kl. 22:37

3 identicon

Er að nálgast,,,,,,,verð annaðhvort á Hofsósi  eða  Siglufirði í nótt,,og skal finna þetta Himnaríki.

Chuck Norris (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég viðurkenni það að ég er skárri en velstýran mín síbloggljúgandi & er því algerð Gvuðmundarína í öllum almennum smásmyglarahætti í lýsíngarhætti þáverandi þátíðar.

En, annað, hvað þurfti nú stóra 'kókosbollu' fyrir heilt partí af fólki ?

Steingrímur Helgason, 10.4.2008 kl. 23:50

5 Smámynd: Brynja skordal

Skemmtilegt kókósbollupartí En já skondið með áskriftina af mannlíf hahaha hefði viljað sjá svipin á sumum fékk reyndar líka svona símtal í kvöld en dótla mín svaraði því ég var upptekin

Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 23:56

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta var 18 tommu kókosbolla á þremur hæðum ... Steingrímur. (Ein á mann, addna)

Ætíð velkominn, Chuck minn.

Vona að þú hafir gerst áskrifandi að Vikunni, Brynja

Anna, þú færð líka

Guðríður Haraldsdóttir, 11.4.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég held að skemmtilegasta ,,smygl"-sagan mín sé frá því þegar við hjónin keyptum einhverja sérstaka áfengistegund erlendis og bjuggum mjög vel um í stóru töskunni okkar til að þurfa ekki að burðast með þetta í handfarangri á 2-3 flugvöllum. Svo lenti taskan okkar í gegnumlýsingunni, sem þá var ný af nálinni, og heldur kampakátir drógu tollararnir upp 2 sterkar og 2 veikar flöskur úr töskunni okkar. Það var mikið rótað þegar loks annar tollari sagði svolítið hugsi og gott ef ekki dálítið sneyptur líka: Hefurðu nokkuð gáð í fríharnarpokann þeirra? Þar var auðvitað ekki deigan dropa að sjá, og ekki mikið sagt þegar okkur var hleypt alveg fullkomlega löglegum í gegnum hliðið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.4.2008 kl. 01:21

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég elska smygl. Þegar maðurinn minn sigldi reglulega á Þýskaland fannst mér þvílíkt gaman að sniglast um borð í skjóli myrkurs og sækja smyglið. Það er ekki nema von að ég hafi ekki enst í lögreglunni nema í sjö ár. Er allt of mikill bófi inn við beinið.

Helga Magnúsdóttir, 11.4.2008 kl. 13:53

9 identicon

les bloggið þitt við og við og alltaf er eitthvað sem lætur mig hlæja upphátt. þessi símasölusaga var æði.. hehe.

ingunn (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 116
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 1909
  • Frá upphafi: 1460892

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 1565
  • Gestir í dag: 108
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jörgen Klopp
  • Opið hús kl. 17
  • Dýrheimar kaffihús

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband