12.4.2008 | 14:01
Afmæli, kynþokkahatur og tilfinningaskylda
Þá er erfðaprinsinn loksins að verða fullorðinn. Núna kl. 14.07 í dag verður hann nákvæmlega 28 ára og geri aðrir betur. Hann fær þetta fína afmælisveður og er ánægður með daginn. Mig langaði að halda barnaafmæli, bjóða fólki í kökur en hann er ekki jafnbarnalegur og mamman, sem hefur gert slíkt frá 29 ára aldri fyrir sjálfa sig, og baðst undan því. Hann fær samt sérstakan afmælisglaðning og verður látinn ryksuga. Kannski ég plati hann í Skrúðgarðinn í súkkulaðitertu. Annars eftir bílaviðgerðarreikninginn ógurlega á dögunum ríkir níska, sparsemi og seglasamandrag í himnaríki. Hann er búinn að fá afmælis-latte í dag og ég hlýt að finna fleira til að gleðja´ann í dag. Kannski ég hafi samband við Regluna (úr síðustu færslu) borgi nokkrar milljónir þangað og fái liðið til að tryggja honum eilíft líf. Það væri nú frumleg og flott afmælisgjöf.
Annars fékk erfðaprinsinn sinn skerf af 15 mínútna frægð í gærkvöldi, loksins, og algjörlega verðskuldað. Bubbi Morthens sagðist ekki vera kynÞOKKAhatari þegar hann sendi Thelmu heim ... en þetta orð á erfðaprinsinn. Hann mismælti sig svona ógleymanlega fyrir einum 15-20 árum í Kjötborg við Ásvallagötu við mikla kátínu mína. Eftir það hef ég notað þetta orð reglulega í fjölmiðlum en það verður líklega ódauðlegt fyrr en eftir notkun Bubba á því. Í fréttatíma Stöðvar 2 kom örviðtal við mig vegna bitaboxins fyrirhugaða sama kvöld, Tyson gegn Holyfield, þar sem sá fyrrnefndi beit eyrað af hinum. Í viðtalinu sagði ég að þeir sem hefðu eitthvað á móti boxi væru kynþokkahatarar. Á þeim árum hafði ég mjög gaman af hnefaleikum og þaut oftar en ekki úr miðju djammi á Kaffibarnum, niður Laugaveg, Bankastræti, upp Túngötu, niður Hofsvallagötu og heim ef t.d. Oscar De la Hoya eða Prins Nassim Hamid voru að keppa og guð hjálpi þeim perra sem hefði reynt að hefta för mína. Þetta orð, kynþokkahatari, notaði ég oft á útvarpsárum mínum og það hefur stundum sést í Vikunni.
Anna vinkona á líka skemmtilegt orð sem flögraði víða og var um tíma nafn á útvarpsþætti á Rás 2. Þegar hún hringdi í börnin sín og eiginmanninn talaði hún um tilFINNINGAskylduna. Snilldarorð.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 129
- Sl. sólarhring: 309
- Sl. viku: 821
- Frá upphafi: 1505828
Annað
- Innlit í dag: 101
- Innlit sl. viku: 667
- Gestir í dag: 100
- IP-tölur í dag: 97
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Anna og Pétur Kristjáns eiga þá tilfinningaskylduna saman því Pétur notaði þetta alltaf þegar hann hringdi í Lindu sína þegar hann spilaði út á landi. Hann varð alltaf að muna eftir tilfinningaskyldunni. Þetta krútt sem hann var.
Bitaboxið er brilljant. Kynþokkahatur á ekki sinn líkan.
Til hamingju með erfðaprinsinn og skilaðu stuðkveðjum til hans héðan frá átakasvæðinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2008 kl. 14:06
Afmæliskveðja til erfðaprinsins....er ekki klukkan akkæúrat 14. 07 núna????
katrinsnaeholm (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 14:08
nú er afmælið örugglega komið, til hamingju með afmælið strákur...
Kær kveðja
frá aðdáanda þínum nr 2
Ragnheiður , 12.4.2008 kl. 14:10
ohhh.ruslvarnarkerfið truflaði tímasetninguna hjá mér..en samt..eigið bara geðveikan afmælisdag saman mæðginin!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.4.2008 kl. 14:12
Takk . Vissi ekki þetta með elskuna hann Pétur, samt alveg í stíl við hann.
Katrín þegar þú ýttir á takkann var ég akkúrat inni í stofu að knúsa afmælisbarnið. Ég reyndi að biðja hann um að skæla af öllum lífs- og sálarkröftum en hann flissaði bara, kannski meira við hæfi 28 árum síðar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.4.2008 kl. 14:24
Til hamingju með prinsinn Ég vona að þið eigið frábæran dag elskurnar
Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.4.2008 kl. 14:38
Til hamingju með afmælisbarnið
Svanhildur Karlsdóttir, 12.4.2008 kl. 14:42
Til hamingju með afmælisdag sonarins. Vona að hann lesi afmæliskveðjuna frá mér á bloggsíðunni sinni.
Ég bíð eftir matar eða kökuboði og heimta köku með 28 logandi kertum.......
Afmælisknús úr Kópavoginum :-)
Hilda systir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 16:12
Takk, snúllurnar mínar. Jú, Hilda, auðvitað verður tertuveisla með 28 logandi kertum einn daginn þegar þú loksins kemst.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.4.2008 kl. 17:39
Til lukku með strákinn og góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.4.2008 kl. 17:56
Til hamingju med drenginn!
Binnan, 12.4.2008 kl. 17:57
Innilega til hamingju með hann
Marta B Helgadóttir, 12.4.2008 kl. 22:04
Til hamingju með erfðaprinsinn
Þóra Sigurðardóttir, 12.4.2008 kl. 22:33
Til hamingju með litla barnið þitt Gurrí mín.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.4.2008 kl. 23:48
Til lukku með baddnið! Mitt baddn verður 28 11. ágúst, svo þeir eru á sama ári strákarnir. En ég er MIKLU eldri en þú samt... Tek það fram ef þú skyldir vera þannig upp alin að þú berir ómælda virðingu fyrir þér eldra fólki...
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 00:15
Takk fyrir afmæliskveðjur, erfðaprinsinn er alsæll. Þetta hefur verið góður dagur sem bloggað verður um á morgun, sunnudag. Það sem kemur við sögu er: súkkulaðikaka, örlæti Maríu í Skrúðgarðinum, kjúklingur, sætkartöflustappa, steinsmiður (spennubók), leiðinlegleg DVD-mynd, svalir, kettir, handklæði, þorskastríðið, púsluspil, baðströnd, fiskeldi, skrapp ... æ, djók. Þetta verður siðuð færsla í fyrramálið.
Ég er þannig upp alin, Lára Hanna, ber nú samt enn ómældari virðingu fyrir þér sem ÞÝÐANDA BOLDSINS!!!!!!!!!!!!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 00:37
Til hamingju með prinsinn, ég er viss um að hann hefur mikinn kynþokka eins og móðir hans, góðir hlutir erfast svo vel
Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 01:02
Til hamingju með litlu krúsídúlluna þína.
Þröstur Unnar, 13.4.2008 kl. 08:47
Sæl Gurrí. Nú er bókaspjallið hafið á síðunni minni
Marta B Helgadóttir, 13.4.2008 kl. 09:50
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:46
Til hamingju með afmælisstrákinn frá okkur Úlla. Úlli talar oft um Einar því honum fannst hann svo skemmtilegur þegar við fórum öll saman í bíó að sjá Lord of the Rings.
Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 15:47
Til hamingju með erfðaprinsinn þinn! Það hefði nú verið góður leikur að halda barnaafmæli fyrir hann; ég ætla að stela þeirri hugmynd og nota við tækifæri .... !
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.4.2008 kl. 17:18
Til hamingju með erfðaprinsinn. Þetta er nú dáldið fyndið, - systir mín átti líka afmæli í gær 12.apríl, og pabbi var fæddur 12.ágúst eins og þú.
Laufey B Waage, 13.4.2008 kl. 21:21
Takk, snúllurnar mínar. Fyndið, Laufey ... sýnir bara að þú ert í dásamlegri fjölskyldu, heheheh!
Guðný Anna, held að krakkarnir þínir yrðu heldur betur glaðir ef þú héldir þeim barnaafmæli. Býst við að erfðaprinsinn vilji bíða til þrítugs með kökuveislu.
Knúsaðu Úlla frá mér, Helga, hann er með skemmtilegri krökkum sem ég hef kynnst.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.