Bókmennta- og fótboltablogg

lackbergAfar girnileg bók beið mín í póstkassanum í gær. Útgáfan á Akranesi (Uppheimar) sendi mér nýjustu afurð Camillu Läckberg, Steinsmiðinn. Ég byrjaði á henni í gærkvöldi og var strax mjög spennt en þurfti því miður að sofa í nótt ... las svo í dag fram að næstu truflun sem var leikur Manchester United-Arsenal heima hjá Míu systur. Er þó komin á bls. 383 af 444 svo hún klárast á eftir. Hrikalega spennandi og skemmtileg bók!

Arsene hjá Arsenal ...Er að pæla, ætli þjálfara Arsenal hafi verið gert að skipta um nafn þegar hann tók við liðinu á sínum tíma? 

Leikurinn fór að óskum fyrir MU-fólk og eiginlega fleiri því völvan okkar á Vikunni sagði í desember sl. að MU myndi sigra í úrvalsdeildinni nú í vor. Það væri flott að geta grobbað sig af því. Annars væri mun smartara ef Vikan héldi með Wigan. Hún sagði meira um fótbolta ... ma.a. að Valur og ÍA myndu berjast um fyrsta sætið hér! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er þetta krimmi þessi bók?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójá, þetta er sko krimmi af betri sortinni!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 18:16

3 identicon

Til hamingju með erfðaprinsinn í gær! Er Camilla jafngóð og Lisa Marklund? Ef ekki dottið í þá fyrrnefndu ennþá?

Sigga (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takkkkk.

Já, mér finnst það! Þótt þetta séu ekki framhaldsbækur þá myndi ég byrja á þessi fyrstu þar sem þær fjalla um sama fólkið; sömu lögguna og sama staðinn. Ég er mjög hrifin!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er það sú fyrsta sem þú ert með? Mig langar alltaf í nýjar bækur þótt ég sé með heilu staflana eftir að hafa farið tvisvar til útlanda í mars. Meira, meira, segir gráðuga ég.

Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 18:41

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nei, sú þriðja. Ég var að klára hana, það var engin leið að hætta!

1. Ísprinsessan. 2. Predikarinn. 3. Steinsmiðurinn. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 18:56

7 identicon

ok, ég held meira að segja að ég eigi Ísprinsessuna. Tek mark á þínum smekk, þú varst nú ein af fáum sem fjallaðir opinberlega - og svo fagmannlega - um drenginn minn og hljómsveitina þegar diskurinn þeirra kom út. Svo þú og Tom Waits hafið sama smekk rokkdrottningin þín!

Sigga (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:51

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, innilega til hamingju með drenginn! Ferskir strákar úr norðrinu (Soundspell) stálu bara sigrinum, æðislegt. Ég var þrælmontin fyrir þína hönd og annarra Íslendinga.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 20:14

9 identicon

 Já þetta var sko flottur sigur fyrir mína menn.  Þú ert alltaf að lesa svo spennandi bækur komst því miður ekki til þín um helgina hef samband í vikunni. Reyndu nú að vakna snemma á morgun  keddlingin mín

sigþóra (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:15

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Guðríður, í þinn hug koma stundum svo fyndnar pælingar að vel heima ættu í handritagerð Spaugstofunnar! Wenger karlinn hefur nú verið rúm 10 ár þarna við stjórn, en mér vitanlega hefur engum dottið þessi snilld þín um nafnið hans í hug fyrr!

Og já, fyllsta ástæða til að óska hinni mjög svo ljúfu og góðu útvarpskonu Sigríði P. innilega til hamingju með soninn Alexsander og félaga hans í Soundspell, með sigurinn í lagakeppninni í USA! Og þeir stálu nú engu þarna Gurrí, höfðu bara betur í augum þessara sem dæmdu, auk Waits t.d. sjálfs rokkjöfursins Jerry Lee Lewis og Frank Black úr Pixies. Hver veit nema gömlu sannindin séu enn og aftur að rætast á þeim líkt og Björk og Sykurmolunum og Mezzoforte, m.a. að upphefðin komi að utan og að "Engin sé spámaður í sínu föðurlandi"!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.4.2008 kl. 21:45

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Villtist hérna inn fyrir tilviljun, hver ert þú, hvað er fótbolti ?

Steingrímur Helgason, 13.4.2008 kl. 21:57

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhe, já, það er svolítið fyndið að heita Arsene ... og stjórna Arsenal.

Þeir hafa nú alveg verið spámenn í eigin föðurlandi, strákarnir, þetta er náttúrlega bara svo rosalega flott hjá þeim að fá þessi verðlaun. Margir elskuðu Sykurmolana á sínum tíma og þegar þeir náðu heimsathygli fóru fleiri hér á landi að sperra eyrun og hlusta á tónlist þeirra. Ósammála "vælinu" í þeim um það.

Já, Sigþóra, alltaf velkomin! Kannski á morgun?

Áfram ÍA, Einar!!! Úje! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:00

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, Steingrímur, hæ. Ég heiti nú bara Gurrí og hef gaman af stelpum og strákum sem skjóta leðurtuðru á milli sín og reyna að hitta í mark. Ávallt velkominn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:05

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gurrí kær, hefur þú lesið Berlínaraspirnar?????

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:15

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, mig minnir það ... les þvílíkan fjölda að ég þyrfti að fletta henni, alla vega kíkja á byrjunina. Minnir að mér hafi fundist hún fín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:32

16 identicon

Þó ég, þú , kraftaverkabloggarin Jens Guð og nokkrir aðrir hafi jú veitt þeim athygli og góða umsögn auk þess sem sveitin vann einhverja samkeppni hjá Samfylkingunni, þá hefur ekki mikið verið um þá fjallað né seldist platan þeirra Ode to An Umbrella ekki í bílförmum. Það gæti breyst núna mín kæra við þessi tíðindi og við það átti ég með upphefðinni.

Þú ættir nú bara að halda spjaldskrá yfir bækurnar sem þú hefur lesið um og skrifað um sömuleiðis og plöturnar kannski líka!

Magnús Geir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 00:39

17 identicon

Takk kærlega  strákarnir í Popplandi hafa verið býsna duglegir að spila þá og Andrea Jóns. hefur verið dyggur stuðningmaður Soundspell frá upphafi. Sama má segja um Felix Bergs. og Rúnu og fleiri. Árni Matt og Arnar Eggert hafa líka talað vel um þá síðan platan kom út en allra besta dóminn fengu þeir í Grapevine. Þeir eru bara ekki markaðssettir í kaf eins og hljómsveitir hjá þeim stóru og þess vegna verið meira eins og grasrótarband. Ekki verið keypt ein einasta lítil auglýsing, hvorki í prentmiðlum né ljósvakamiðlum. Svo er það þannig að krakkar á þeirra aldri kaupa varla plötur, segjast ekki þurfa þess því einhver í skólanum keypti eina og nú eiga allir lögin þeirra á Ipodnum.

Sigga (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 70
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 762
  • Frá upphafi: 1505769

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 618
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband