14.4.2008 | 11:09
Morgunhugvekja og hugleiðingar um CSI-Miami
Mikið var unaðslegt að vakna í sumarstemmningu í morgun. Alla vega vorstemmningu. Ég vissi að þetta yrði góður dagur þar sem spegillinn sýndi yndisfagra mynd, enda sofnaði ég ekki með blautt hárið í gærkvöldi, smá sinaskeiðabólga hrjáir mig en það eru eflaust 20 ár síðan ég fann fyrir henni síðast. Kettirnir möluðu og kaffibaunirnar möluðust, allir í stuði. Ekki versnaði hugarástandið þegar síminn hringdi og Guðbjörg strætósamferðakona bauð mér far í bæinn á bíl og alla leið í Hálsaskóg. Svo kemst ég til baka með erfðaprinsi sem á erindi í bæinn í dag. Tek þó fram að strætó er líka frábær þótt hann sé ekki jafnfljótur á leiðinni og einkabíll sem getur farið beina leið og þarf ekki að stoppa neins staðar.
Ég sofnaði út frá fallega fólkinu í CSI-Miami í gærkvöldi (nótt). Hvernig það fólk getur opnað munninn og talað fyrir þykkum varalit eða blakað augunum fyrir augnskuggum og almennt fúnkerað fyrir töffaraskap á ég erfitt með að skilja. Þarf að muna að vera aldrei drepin í Miami. Dánarorsök "myrt með gloss" gæti fyrir slysni verið ákveðin. Annars finnst mér hrikalega gaman að fylgjast með Horatio. Í þættinum í gær hafði ungur drengur (6-7 ára) komið að móður sinni myrtri og vildi ekki tala við neinn eftir áfallið. Horatio sagði svipbrigðalaus af öryggi við undirmann sinn: "Hann talar við MIG." (myndi maður vilja hafa svona yfirmann?) Svo settist hann á bryggjuna, horfði á drenginn með sama svipleysi og hann sýnir öllum (vændiskonum, ástkonum, samstarfsmönnum, glæpónum, dýralæknum, strætóbílstjórum), kynnti sig og fór að spjalla góðlátlega en af virðingu. Barnið leit á þennan ófrýnilega, sviplausa og rauðhærða mann og opnaði sig algjörlega fyrir honum, gerði betur en það, tók glaðlega upp úr skólatösku sinni hnífinn sem hann hafði tekið úr hjarta móður sinnar og rétti Horatíusi. Í þessum þáttum eru ALLIR sætir nema Horatio, sem er svona hálfgerður Chuck Norris réttarrannsóknaþáttanna, meira að segja glæpónarnir eru með fullkomnar tennur, flottar strípur og hugsa vel um útlitið eins og starfsfólkið. Já, staffið ... djöfull dáist ég að ljóshærðu konunni þarna sem lætur sig hafa það að mæta í níðþröngum fötum og hælaháum skóm í vinnuna þótt hún þeytist um morðvettvanga á milli þess sem hún sinnir smásjárrannsóknum. Svo er hún varla talandi fyrir kynþokka sem drýpur af henni. Já, Horatio ekur um á lögguHummer!!! Himinn og haf skilja að t.d. CSI og CSI-Miami. Í fyrrnefnda þættinum er venjulegt fólk ... í hinum svífur andi Strandvarða yfir vötnum. Skemmtanagildi þáttanna er alveg tvöfalt, stundum margfalt. Kannski ágætis morðgáta í þættinum ... og svo getur maður flissað yfir öllu hinu þótt þetta eigi alls ekki að heita gamanþættir!
Viðbót frá bloggvini um Hóras: http://www.weebls-stuff.com/wab/CSI/Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 178
- Sl. sólarhring: 345
- Sl. viku: 870
- Frá upphafi: 1505877
Annað
- Innlit í dag: 144
- Innlit sl. viku: 710
- Gestir í dag: 138
- IP-tölur í dag: 133
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
"...Horatio, sem er svona hálfgerður Chuck Norris réttarrannsóknaþáttanna..." - hló mig máttlausan!
Annars þótti mér einmitt aðdáunarvert í þessum síðasta þætti að hann Hóras hélt uppá farsæla lausn á máli dagsins með því að fara uppá næsta þyrlupall og pósa í góða veðrinu. Það er ekki á hvers manns færi.
Hjörvar Pétursson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:33
Frábær skrif. Ég er hér um bil hættur að geta horft á CSI Miami af því að þetta er allt svo flatt. Þættirnir fara versnandi hver á fætur öðrum. Þess utan er Miami ekki vitund svipuð því sem sést í þáttunum. Þetta er ein drungalegasta borg sem ég hef komið til, þrátt fyrir sólina. Kíktu annars á þetta: http://www.weebls-stuff.com/wab/CSI/
Gummi Valur (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:55
Heeheeh, takk Gummi Valur, algjör snilldarmynd ... Synd, Hjörvar að ég hafi sofnað áður en þyrlupallspósið hófst ... sé það samt alveg fyrir mér.
Já, Einar, þessir CSI-þættir geta verið ferlega skemmtilegir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.4.2008 kl. 12:05
Horatio, eða Hóri eins og við mæðgurnar köllum hann, kann að halda kúlinu. Þessi þáttur er argasta bull en samt er gaman að horfa á varakonurnar og bláa himininn í bland við ljósrauðan kollinn á Hóra.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.4.2008 kl. 14:48
Ég kem af fjöllum. Er að kynnast Chuck Norris í fyrsta sinn hér og hef aldrei heyrt minnst á CSI, hvorki með Miami aftan við eður ei. Á hvaða stöð er þessi greinilega eðla þáttur? Verð að gá hvort ég get ekki hlegið svolítið að honum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.4.2008 kl. 14:56
Mótmæli þessu níði um Lassí! kæri Einar. Að öðru leyti sammála hverju orði. CSI: Miami er greinilega á einhverjum dagskrártíma sem ég rek mig alltaf á, nema grunur minn sé réttur að þættirnir séu sýndir fimm sinnum í viku. Þannig að ég þekki þessa þætti best allra CSI þáttanna, og mikið rosalega eru Barbí og Ken orðin lifandi í meðförum þessa liðs, ganga, tala og allt saman.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.4.2008 kl. 14:57
Á SkjáEinum á kvöldin, stundum svolítið seint ...
Chuck Norris er náttúrlega hetja á borð við Svartsenegger og Sylvester Stallón! Man ekki hvort ég hafi séð mynd með honum ... en það hlýtur að vera!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.4.2008 kl. 14:59
Hahahahha, sammála með níðið um Lassí!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.4.2008 kl. 14:59
Horfði einmitt á þennan þátt þegar ég kom úr vinnunni í gærkvöldi. Fékk nettan kjánahroll yfir akkúrat þessu sem þú ert að lýsa. Maður ætti í rauninni alls ekki að viðurkenna að maður horfi á þessa þvælu.
Helga Magnúsdóttir, 14.4.2008 kl. 16:54
Svona má alls ekki tala um Lassý ......
En heima hjá mér gengur þessi þáttur um þennan hallærispésa undir nafninu CSI - sólgleraugu ! Þar sem að sólgleraugun sem hallærispésinn Horasio gengur með spila svakalega rullu í hverjum þætti !
Anna Gísladóttir, 14.4.2008 kl. 20:30
hahaha, ótrúlega góð færsla um Horatio. Það sem er langbest við hann er augnaráðið sem hann hefur þegar hann dregur sólgleraugun hægt af sér, lítur til hægri og kemur með e-r fleyga setningu(eins og t.d. "Hann talar við MIG"). Brilljant þáttur.
ingunn (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 14:34
CSI-pælingar, skemmtileg hugleiðing á bloggi Ég horfi alltaf á þessa þætti og tauta svo bara við sjálfa mig í sófanum: "Dísús, maður" og hneykslast í hljóði yfir rembings-kúlinu í Horatio. Sammála þér, að hinn upprunalegi CSI sem gerist í Las Vegas, hann er alvöru og gamli góði Grissom stendur Horatio langtum framar á öllum sviðum. Svo veit hann líka allt um pöddur og flugur!!
Lilja G. Bolladóttir, 15.4.2008 kl. 15:16
Fyrir þá sem ekki vita þá er CSI-Miami tekin upp í Los Angeles.. Það er því ekki furða að sólin skíni öðruvísi en í Miami. Þykir þessi færsla alveg æðisleg og er mikill aðdáandi CSI. Las Vegas þátturinn bestur en Horatio er nokkuð góður, maður verður að hafa húmor fyrir honum.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.