Ritskoðun á boldinu

Taylor, Ridge,Tómas og tvíburarnirVegna síðustu atburða sem skekja boldheima hef ég ákveðið að skrifa mun varlegar en áður um þá atburði sem eiga sér stað í þáttunum. Ég tel þó alls ekki að skrif mín hafi einkennst af hatri gagnvart Forrester-liðinu, síður en svo, ég hef þó mögulega verið ögn dómhörð vegna þeirrar viðleitni boldarana til að stunda sígiftingar ... skipta reglulega út börnunum og láta mun eldri leikara í þeirra stað svo hægt væri að láta þá elstu hafa eitthvað nýtt til að sofa hjá og svo auðvitað til að giftast. Dæmi: Tómas og tvíburarnir, sem þroskuðust óhugnanlega hratt, Tómas var meira að segja farinn að sofa hjá Amber, áður en hún hvarf. Tvíburarnir, sem bara í fyrra eða hittiðfyrra voru dúllulegar þriggja ára dömur, eru nú unglingar og stutt er í að Rick, föðurbróðir þeirra en þó ekki blóðskyldur, fari að deita aðra þeirra inni í framtíðinni.

TaylorHinn nýi Rick (Kyle Lowder)Handritshöfundar mega eiga það að þeir hafa verið afar passasamir við að rjúfa blóðtengsl þegar það á við. Aldur skiptir heldur engu máli, það er ekki einu sinni ósmekklegt þótt Rick, sonur Brooke, áður kvæntur Amber, barnapíunni sinni, sé farinn að vera með Taylor, sem áður var gift Ridge og á með honum Tómas og tvíburanna, síðar Nick og átti með honum barn sem var í raun ekki hennar, heldur flæktust egg Brooke óvart í Taylor með þeim afleiðingum að Taylor gekk með barn erkióvinkonu sinnar. Bíddu, hvar var ég, já, Taylor og Rick eru farin að vera saman og það finnst Brooke, mömmu Ricks, alveg hræðilegt, því hún og Taylor bitust árum saman um Ridge og giftust honum til skiptis. Skrif mín hafa kannski verið dómhörð gagnvart afskiptasemi Stefaníu, vælinu í Ridge, botoxinu í Taylor og aumingjaskapnum í Bridgeti og fleira, en því mun ég breyta héðan í frá. Mögulega endurskoða ég gamlar færslur, kannski fjarlægi ég þær bara til að vera örugg.

Héðan í frá verður boldið að mestu skammstafað. Dæmi: F=framhjáhald. M=misskilningur. B=blóðskyldleiki. EB=Ekki blóðskyldleiki. S=sólbrennsla. BK=brúðkaup.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bíddu nú við... ætlarðu að segja mér það að ég geti ekki komið hingað lengur til að fá botn í Boldið?    Það þykja mér vondar fréttir og ég mótmæli öll! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Æ, ég var bara að djóka addna ... allir á blogginu að ærast, mig langaði að vera með. Auðvitað held ég áfram að bolda á fullu!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:04

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sjúkkit...! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ARG Lára Hanna mótmælir öll!!!! Mér þætti gaman að sjá það líkamlega fyrirkomulag. 

Þú verður að passa þig.  Hatur þitt á Forresterfjölskyldunni er farið að jaðra við geðveiki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2008 kl. 01:18

5 Smámynd: Linda

 Góð eins og venjulega. Takk fyrir að gefa svona hnitmiðaða lýsingu á boldinu 

kv.

Linda, 19.4.2008 kl. 01:26

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheheheh, jamm, svakahatur, þetta eru snilldarþættir ... svakalega vel þýddir, sem er það besta við þá.

Guðríður Haraldsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:27

7 identicon

Ég sá Boldið fyrst þegar 17 ára sonur minn var á öðru ári. Síðan þá hef ég að meðaltali horft á 3 þætti á ári,  að undanskildu Ambertímabilinu sem ég festist í - enda rúmföst og ekki alveg með sjálfri mér.

Eru Sally og Stephanie ekki einu persónurnar sem ekki hafa sofið saman milliliðalaust?

Bíð spennt eftir erótísku göngugrinda-atriði...

Linda María (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 07:53

8 Smámynd: Gunna-Polly

heyrðu mig nú skagafrú !!!þú sem ert með doktor ,master og BA í Bold , hvar er AMBER ?!!!

Gunna-Polly, 19.4.2008 kl. 09:17

9 identicon

Sjúkkitt!!

Varð skelkuð þarna eitt augnablik. Er ekki vorið komið á Skagann?

kv. kikka 

kikka (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 10:13

10 Smámynd: Ísdrottningin

Ég sé þessa þætti stórum og sjaldan enda of bindandi að festast í áhorfi sápuóperu.

Mín eina skoðun sem tengist þessum þáttum er að mér þykir afar leitt að leikkonan sem leikur Taylor skuli hafa látið krukka í andlit sitt í yngingarskyni, mér finnst hún ekki hafa uppskorið árangur þess erfiðis síns. 

Ísdrottningin, 21.4.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 2470
  • Frá upphafi: 1458537

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 2042
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegustu menn í heimi
  • hvernig íslend sjá Evrópu
  • Siegfriedungjoy

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband