Sjónvarpsplat og Evróvisjónpælingar með dassi af Pink Floyd

E_Greys_Heigl_325Skrýtið að Stöð 2 auglýsti lengi vel að Grey´s Anatomy hefjist í apríl.  Fyrsti þátturinn eftir verkfall handritshöfunda verður ekki sýndur fyrr en í maí. Auglýsingin sagði alltaf 30. apríl en þá verður upprifjunarþáttur. Þeir eru nýbúnir að bæta við: Sagan til þessa. Kannski allt í plati til að fá fleiri áskrifendur í apríl. Mín orðin svolítið beisk eftir sport-tv-meðferðina.

Mun sakna �essara ��ttaSvo var ég að komast að öðru tengdu sjónvarpi ... Norrænu Evróvisjónþættirnir, þar sem Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslands, verða ekki framleiddir í ár. RÚV ætlar að bregðast við með séríslenskum þætti. Laugardagskvöldið 3. maí nk. verður sýndur fyrsti þáttur af þremur þar sem Páll Óskar, dr. Gunni, Guðrún Gunnarsdóttir og Reynir Þór Eggertsson spá í lögin sem keppa til úrslita í ár. Líst bara vel á þetta. Það er alltaf stemmning í kringum Evróvisjón þrátt fyrir öll áföllin sem þjóðin hefur fengið í gegnum tíðina, við sendum algjör sigurlög ár eftir ár en smekklausar Evrópuþjóðir hafna þeim stöðugt. Mér finnst heldur dýrkeypt að ganga í Evrópusambandið til að fá fleiri atkvæði ... Sumir halda því fram að við veljum yfirleitt alltaf lög sem við höldum að falli í kramið hjá hinum þjóðunum, ekki lög sem okkur finnist flottust. Að vanda hef nú samt ég algjöra ofurtrú á laginu okkar, eins og öllum lögum sem við höfum sent í gegnum tíðina. Fyrst ég er byrjuð að skrifa um tónlist læt ég hér fylgja ótrúlega sætt lag fyrir svefninn:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gleðilegt sumar, Gurrí mín!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.4.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Svona er að vera háður þessu sjónvarpi! Annars, gleðilegt sumar og hafðu það gott!

Bragi Einarsson, 25.4.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vissi að ég fengi blammeringar ... háð sjónvarpi ... hnussssss ... Hrifin af sumum þáttum og ókei, kannski háð fréttum (kannsi boldi af skyldu) ... en ...

Gleðilegt sumar samt, mr. Bragi og Ms Helga Guðrún ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2008 kl. 10:58

4 identicon

Fínt lag með Pink Floyd, en fyrir fólk eins og mig, sem er lengi að festa svefn, mæli ég með Echoes (~23 mín.).

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:21

5 identicon

Gleðilegt sumar, elsku besta sætasta og flottasta Gurrí í heimi!

Takk fyrir veturinn, maður þegir kannski fullmikið hér á blogginu en ég elska þig samt

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:31

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Elska þig sko líka Doddi :)

Prófa Echoes næst.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 112
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 804
  • Frá upphafi: 1505811

Annað

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 655
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband