25.4.2008 | 12:31
Grátið í strætó - Tommi hættur!
Gummi bílstjóri mætti óvænt á "Tommabíl" á hlýja og notalega stoppistöðina í morgun, uppáhaldsstrætó Skagabílstjóranna, sérstaklega Tomma. Gummi hnussaði fyrirlitlega þegar ég spurði hvort það væri ekki gaman að vera á besta bílnum. Þetta er ekki besti bíllinn, sagði hann grautfúll en einhverra hluta vegna er Gummabíll notaður sem 27A núna en hefur næstum frá byrjun verið 27B ... jamm, við farþegarnir skiljum þetta fagmál. Kannski er bara verið að sýna bílstjórunum að lífið er ekki bara dans á rósum. Gummi sagði mér skelfilegar fréttir ... eða að Tommi bílstjóri væri hættur!!! Ég fór auðvitað að skæla og innan tíðar hristist vagninn af ekka allra farþeganna, bæði er grátur minn náttúrlega smitandi og svo hágrét fólkið auðvitað þegar fréttirnar síuðust inn í hausinn á því. Gummi nennir engu svona kjaftæði og væli og sagði að við gætum bara farið í BYKO ef við vildum hitta Tomma. Hann var örugglega grútspældur yfir viðbrögðum okkar farþeganna. Hann hefði átt að vita hvað við söknuðum hans sjálfs þegar hann skrapp á Kanarí nýlega og við fengum einhverja missæta karla í staðinn.
Fyrir aftan mig sat elsku indverska vísindakonan, nýhætt hjá Íslenskri erfðagreiningu og leitar sér að nýrri vinnu. Rosalega jákvæð, ekkert blýföst í því að þurfa eingöngu að vasast með tilraunaglös og smásjár, hún lítur bara á þetta sem tækifæri en ekki hrun þótt ÍE sé að segja upp fólki í tonnatali núna ...
Ætlaði að hitta Önnu vinkonu (Önnu Bj) í hádeginu og borða með henni hádegisverð en hún varð að fresta því. Alltaf kemur eitthvað gott í staðinn ... svo skemmtilega vill til, að sögn samstarfskvenna minna, að það verða kjúklingabringur, ógó-góðar, í hádegismatinn í dag. Jamm, maður tekur að sjálfsögðu Pollýönnuna á svona hluti!
Ögn síðar: Kjúklingabringurnar voru í lagi en salatið girnilega sem allir emjuðu yfir var fullt af furuhnetum ... djúp vonbrigði. Ef ég væri ekki léttlynd að eðlisfari og byggi yfir sannkallaðri hetjulund væri þessi dagur nú endanlega ónýtur. Fyrst Tommi - svo salatið!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 171
- Sl. sólarhring: 339
- Sl. viku: 863
- Frá upphafi: 1505870
Annað
- Innlit í dag: 137
- Innlit sl. viku: 703
- Gestir í dag: 132
- IP-tölur í dag: 128
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Æ, ljótt er að heyra hvílík vonbrigði hafa dunið á þér í dag. Þú verður bara að fara með vottorð í mötuneytið og sjá til þess að svona hnetuóþverri verði ekki oftar á borðum.
Helga Magnúsdóttir, 25.4.2008 kl. 14:10
mér er spurn af hverju eru þeir ekki með hneturnar i skál við hliðina á salatinu það eru svo margir með
ofnæmi fyrir hnetum tillaga send til þín frá mérog gleðilegt sumar elsku frænka
tanta (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 15:11
Góð hugmynd, gáfaða tanta.
Helga, ég fer í málið :) og já, Einar, ég samhryggist okkur báðum. Eigðu líka góðan dag, heillin mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:28
æ en leiðinlegt. EIgðu ljúfa helgi elskuleg og takk fyrir skemmtilegan vetur
Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 17:09
Gráthljóðin sem heyrðust YFIR Grafarvoginum hafa þá verið frá niðurbrotnum strætófarþegum.Lá við að ég ræsti björgunarsveit út þegar ekkinn barst mér til eyrna hahahahaha.Ég er EKKI ÝKIN,
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:25
Piff, þú ert ekki með neitt furuhnetuofnæmi og hefur borðað þær með bestu lyst hjá mér ... Enda eru furuhnetur alls ekki hnetur.
Nanna Rögnvaldardóttir, 25.4.2008 kl. 18:23
Ég veit, Nanna ... ég hef getað smakkað þær (ekki borðað með bestu lyst) ... en í svona miklum mæli, eins og í salatinu eru þær hreinn viðbjóður.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2008 kl. 18:33
Hnetur vinna vel fyrir kaninur.Er það ekki frjósemistákn?
Steinrikur. (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 21:16
Æ Tommi skömm að yfirgefa ykkur...Örugglega ekki eins frábært fólk í Byko eins og strætó nema að þið farið að fjölmenna í Byko og panta bara nógu mikið (hann keyrir út)...getur hringt og pantað rétt eins og úr Einarsbúð. Pantar bara einn skrúfupoka og 3.50 m af gólflistum og Vakúm í fötu og Tommi birtist og segir nokkrar vel valda brandara ekki slæmt ...
Eigðu góða helgi mín kæra
Arafat í sparifötunum, 25.4.2008 kl. 21:38
Krúttkast í vegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.