Grátið í strætó - Tommi hættur!

TommastrætóGummi bílstjóri mætti óvænt á "Tommabíl" á hlýja og notalega stoppistöðina í morgun, uppáhaldsstrætó Skagabílstjóranna, sérstaklega Tomma. Gummi hnussaði fyrirlitlega þegar ég spurði hvort það væri ekki gaman að vera á besta bílnum. „Þetta er ekki besti bíllinn,“ sagði hann grautfúll en einhverra hluta vegna er Gummabíll notaður sem 27A núna en hefur næstum frá byrjun verið 27B ... jamm, við farþegarnir skiljum þetta fagmál. Kannski er bara verið að sýna bílstjórunum að lífið er ekki bara dans á rósum. Gummi sagði mér skelfilegar fréttir ... eða að Tommi bílstjóri væri hættur!!! Ég fór auðvitað að skæla og innan tíðar hristist vagninn af ekka allra farþeganna, bæði er grátur minn náttúrlega smitandi og svo hágrét fólkið auðvitað þegar fréttirnar síuðust inn í hausinn á því. Gummi nennir engu svona kjaftæði og væli og sagði að við gætum bara farið í BYKO ef við vildum hitta Tomma. Hann var örugglega grútspældur yfir viðbrögðum okkar farþeganna. Hann hefði átt að vita hvað við söknuðum hans sjálfs þegar hann skrapp á Kanarí nýlega og við fengum einhverja missæta karla í staðinn.

Fyrir aftan mig sat elsku indverska vísindakonan, nýhætt hjá Íslenskri erfðagreiningu og leitar sér að nýrri vinnu. Rosalega jákvæð, ekkert blýföst í því að þurfa eingöngu að vasast með tilraunaglös og smásjár, hún lítur bara á þetta sem tækifæri en ekki hrun þótt ÍE sé að segja upp fólki í tonnatali núna ...

KjúklingabringurÆtlaði að hitta Önnu vinkonu (Önnu Bj) í hádeginu og borða með henni hádegisverð en hún varð að fresta því. Alltaf kemur eitthvað gott í staðinn ... svo skemmtilega vill til, að sögn samstarfskvenna minna, að það verða kjúklingabringur, ógó-góðar, í hádegismatinn í dag. Jamm, maður tekur að sjálfsögðu Pollýönnuna á svona hluti!

Ögn síðar: Kjúklingabringurnar voru í lagi en salatið girnilega sem allir emjuðu yfir var fullt af furuhnetum ... djúp vonbrigði. Ef ég væri ekki léttlynd að eðlisfari og byggi yfir sannkallaðri hetjulund væri þessi dagur nú endanlega ónýtur. Fyrst Tommi - svo salatið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æ, ljótt er að heyra hvílík vonbrigði hafa dunið á þér í dag. Þú verður bara að fara með vottorð í mötuneytið og sjá til þess að svona hnetuóþverri verði ekki oftar á borðum.

Helga Magnúsdóttir, 25.4.2008 kl. 14:10

2 identicon

mér er spurn af hverju eru þeir ekki með hneturnar i skál við hliðina á salatinu það eru svo margir með

ofnæmi fyrir hnetum  tillaga send til þín frá mérog gleðilegt sumar elsku frænka

tanta (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 15:11

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góð hugmynd, gáfaða tanta.

Helga, ég fer í málið :) og já, Einar, ég samhryggist okkur báðum. Eigðu líka góðan dag, heillin mín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Crying 2  Crying 2 Crying 2  æ en leiðinlegt.  EIgðu ljúfa helgi elskuleg og takk fyrir skemmtilegan vetur  Diving

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 17:09

5 identicon

Gráthljóðin sem heyrðust YFIR Grafarvoginum hafa þá verið frá niðurbrotnum strætófarþegum.Lá við að ég ræsti björgunarsveit út þegar ekkinn barst mér til eyrna hahahahaha.Ég er EKKI ÝKIN,

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:25

6 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Piff, þú ert ekki með neitt furuhnetuofnæmi og hefur borðað þær með bestu lyst hjá mér ... Enda eru furuhnetur alls ekki hnetur.

Nanna Rögnvaldardóttir, 25.4.2008 kl. 18:23

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég veit, Nanna ... ég hef getað smakkað þær (ekki borðað með bestu lyst) ... en í svona miklum mæli, eins og í salatinu eru þær hreinn viðbjóður.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2008 kl. 18:33

8 identicon

Hnetur vinna vel fyrir kaninur.Er það ekki frjósemistákn?

Steinrikur. (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 21:16

9 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Æ Tommi skömm að yfirgefa ykkur...Örugglega ekki eins frábært fólk í Byko eins og strætó nema að þið farið að fjölmenna í Byko og panta bara nógu mikið (hann keyrir út)...getur hringt og pantað rétt eins og úr Einarsbúð. Pantar bara einn skrúfupoka og 3.50 m af gólflistum og Vakúm í fötu og Tommi birtist og segir nokkrar vel valda brandara  ekki slæmt ...

Eigðu góða helgi mín kæra

Arafat í sparifötunum, 25.4.2008 kl. 21:38

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttkast í vegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 171
  • Sl. sólarhring: 339
  • Sl. viku: 863
  • Frá upphafi: 1505870

Annað

  • Innlit í dag: 137
  • Innlit sl. viku: 703
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband