25.4.2008 | 22:52
Hörmuleg afdrif Dörlu, fræga fólkið og flóamarkaður á Skaganum
Þetta reyndist nú vera góður dagur þrátt fyrir Tommahættelsi og furuhnetuofnotkun í mötuneytinu. Þó fattaði ég á heimleið á Kjalarnesinu að liðnir voru heilir 12 tímar síðan ég hljóp út í strætó í morgun. Föstudagar geta verið ansi langir.
Í hádeginu var spjallað um fræga fólkið sem við höfum hitt. Við Bryndís deilum Dustin Hoffmann með okkur. Ég sat á kaffihúsi í New York þegar hann gekk fram hjá en mér leið samt eins og ég hefði hitt hann. Bryndís var aftur á móti í boði með honum og hann gerði ekki annað en að tala um hvað hún væri risavaxin ... miðað við hvað, Dustin? Við Íslendingar missum okkur ekki jafnsvakalega yfir fræga fólkinu og Kaninn gerir og kannski fleiri og þess vegna hefur orðatiltækið Enginn er spámaður í eigin föðurlandi náð háum hæðum hér. Auðvitað fíluðu allir Sykurmolana og Björk, bara misstu sig ekki jafnhroðalega og t.d. Bretar. Björk, samstarfskona mín, fór á Bjarkartónleika í London í síðustu viku og þegar hún hvíslaði einhverju að sessunaut sínum sussaði bresk kerling á hana.
Margir útlendingar halda að þeir geti komið hingað og fengið algjöran frið. Það var auðvelt hérna einu sinni en varla lengur, nema frá svona sífiliseruðu fólki eins og okkur þarna í matsalnum. Við roðnuðum þegar við rifjuðum upp ýmsa atburði sem sönnu það, eins og þegar þekktur leikari sat og borðaði á hóteli þá komu íslenskir fávitar, settust hjá honum og fóru að spjalla. I like your movies, ... eins og honum væri ekki sama. Hann stóð fljótlega upp og fór. Haffi sagði okkur að fræga fólkið mætti ekki vera of mikið á meðal almennings, þá yrði það of mannlegt og tálsýnin hyrfi. Selma, vinkona Bjarkar, spurði reyndar Harrison Ford (eða Clint Eastwood) hvort það væri rétt að hann myndi leika í Da Vinci Code sem var þá á umræðustigi. I think it will be Johnny Depp, sagði hann kurteislega. It´s always Johnny Depp bætti hann við ögn beiskur. Þetta þótti okkur ógurlega fyndið. Einu sinni sátu Elín og vinkona hennar á Kaffi Olé í Hafnarstræti, staðnum sem var svo heitur að Damon Albarn fékk sér latte þar, og drukku latte. Skammt frá þeim sat kona sem sneri baki í þær. Önnur sagði: Vá, ef þetta er ekki sú svakalegasta Bjarkareftirherma ... Konan sneri sér við og þetta reyndist vera Björk Guðmundsdóttir ...
Á morgun verður dásamlega fjörugur viðburðadagur á Skaganum. Held að hátíðin hefjist kl. 14 á Safnasvæðinu en þá verður flóamarkaður, sölutjöld, spákonur og sitt af hverju skemmtilegt. Held að Kvennakórinn sjái um spádómana og fengu alvörunornir innan sinna raða til að spá fyrir fólki, kostar bara 1.000 kall. Mig langar á flóamarkaðinn og kaupa mér föt. Það er miklu einfaldara að kaupa sér föt sem aðrir hafa velt fyrir sér og valið af vandvirkni ... og svo hafa fötin kannski hlaupið við fyrsta þvott og svona.
Hér að lokum kemur átakanlegt myndband úr boldinu. Þar sem ég missti af bold of the day ... en vissi nokkurn veginn hvað myndi gerast notaði ég bara kristalskúluna mína og smá tækninýjungar (elsku youtube).
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 210
- Sl. sólarhring: 355
- Sl. viku: 902
- Frá upphafi: 1505909
Annað
- Innlit í dag: 169
- Innlit sl. viku: 735
- Gestir í dag: 163
- IP-tölur í dag: 157
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég er svo ógeðsleg í mér að ég þurfti að hætta að horfa á "Darla's Story" því ég hló svo mikið.
Lára Hanna Einarsdóttir, 25.4.2008 kl. 23:01
Hvað er þetta með þig Fröken Guðríður,====Strætóvæl og Bold. Er ekkert annað að gerast,er svona lítið að gerast á skaganum.Þú mátt ekki eyðileggja ferðamannastrauminn til Akranes,ágætis söfn þar annars.Góða helgi.
jensen (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 23:14
Heheheh, skömmin þín. Ég sagði að þetta væri átakanlegt!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2008 kl. 23:15
Jensen minn, þetta er blogg um boldið og strætóferðir. Það er líf mitt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2008 kl. 23:18
Frábær ANDLITSLEIKUR í Boldinu
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.