Ærsladraugar valda árekstrum

SturlaHitti Skagamanninn Guðmund Sigurfrey á Safnasvæðinu í dag. Manninn sem þýddi m.a. bækurnar um spádóma Nostradamusar. Ég sagði honum að þetta væri sniðug tilviljun, ég hefði einmitt verið að skoða heimasíðuna hans í gærkvöldi í fyrsta sinn. „Já, þetta er vinsælasta síðan í dag,“ sagði Guðmundur.
Ef fólk gúgglar Sturlu Jónsson trukkabílstjóra má finna viðtal við alnafna hans, Sturlu Jónsson (sjá mynd), um ærsladrauga sem hafa ásótt hann í gegnum tíðina. http://www.sigurfreyr.com/sturla.html Dæmi úr viðtalinu:

„Um leið og ég var kominn út úr líkamanum komu verurnar þjótandi á móti mér. Þær heltóku mig uns mig þvarr allur máttur. Hvað eftir annað lá mér við algerri sturlun og um tíma hélt ég að ég væri að deyja. Ég skil ekki hvernig ég hélt ráði og rænu undir þessum kringumstæðum. Eitt sinn þegar ég var að keyra bíl féll á mig eins konar stjarfi og ég gat mig hvergi hreyft. Skyndilega sveiflaðist ég út úr líkamanum, aftur í bílinn og síðan út undir beran himininn. Bíllinn varð náttúrlega stjórnlaus og fór á næsta bíl. Úr þessu varð síðan fjögurra bíla árekstur. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig mér leið þegar lögreglan kom á vettvang og vildi fá skýringu á þessu atviki. Seinna meir náði ég valdi á þessum ferðalögum mínum og varð þá oft gagntekinn hlýju og ólýsanlegri fegurð. Þessi jákvæða reynsla hefur haft djúp áhrif á allt mitt líf.“

Vildi endilega deila þessu með ykkur.

P.s. Óli Gneisti, takk kærlega fyrir leiðréttinguna. Breytti færslunni í kjölfarið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er víst önnur Sturla. Sjá hér.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hágöfuga Gurrí!

Í ljósi þess hve mikið hefur verið rætt og ritað um þennan blessaða talsmann, kemur þetta nú ekki beinlínis á óvart!

En ekki ætla ég að kveða niður neina ærsladrauga eða draga reynslu hans í efa, nema hvað, að allt svona "transdótarí" hopp og hí út úr líkamanum t.d. á dauðastundum, sem svo frestast kannski og við komandi lifir og getur sagt frá svona furðusögnum um að fara út úr líkamanum o.s.frv. eru menn nú meir og meir vísindalega að botna í.meira að segja tókst einhverjum snillingum í Bretlandi fyrir nokkrum árum að framkalla svona ástand/reynslu hjá sjúklingi með raflostum og fleiri "fimleikaæfingum" Ekkert yfirskilvitlegt við þetta.

Og hvað segirðu, var eitthvað nýtt að frétta af garminum Nostradamusi?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 20:37

3 identicon

Sá Sturla sem viðtalið var tekið við á ekkert skylt við bílstjórann Sturlu

Að fólki detti það í hug fynst mér fyndið.

Takk fyrir

Sj 

SJ (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Tiger

  ... Alveg væri ég til í að geta pakkað niður og farið í smá ferðalag - án þess að þurfa að burðast með líkamann með mér! Maður getur svo sem ekkert rengt svona þó maður hafi enga reynslu af slíkum ferðalögum og trúi kannski ekki beint sterkt á svona. En, Margt skrýtnara hefur svo sem poppað upp í gegnum lífið - svo maður skyldi svo sem ekki neita því sem maður veit ekkert um.. allavega geri ég það ekki.

Tiger, 26.4.2008 kl. 22:59

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Utanlíkamaferðalögin eru þau bestu.

Travel light er mitt motto

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2008 kl. 23:46

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mundi vilja prófa "Utanlíkamaferðalag", svona til tilbreytingar og sparnaðar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:00

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Aldeilis bit og hlessa. Skemmtilegt .... eða þannig. Interssant allavega. Sálin er skondin skessa.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.4.2008 kl. 01:24

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ja hérna hér. Þennan gutta þekkti ég í denn. Akkúrat þegar allt þetta gekk á hjá honum.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.4.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 239
  • Sl. sólarhring: 340
  • Sl. viku: 2189
  • Frá upphafi: 1456942

Annað

  • Innlit í dag: 221
  • Innlit sl. viku: 1876
  • Gestir í dag: 214
  • IP-tölur í dag: 212

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gardínukettir
  • Ostapítsa með sultu
  • Náttborð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband