Rólegur múgur, rökræður og nokkrir Norrisar

Bens�n„Best að fara að kaupa bensín áður en það hækkar enn meira,“ sagði erfðaprinsinn beiskur og setti á sig húfuna, enda kominn tími á enn eina rándýra klippinguna. „Gættu þess að keyra ekki á öreiga, þú veist hvaða dagur er í dag,“ sagði umhyggjusöm móðir hans enn beiskari. Beiskja hennar stafaði helst af því að hafa ekki látið til sín taka í æstum mótmælum sem hefðu mögulega getað átt sér stað á Skaganum ef hún hefði æst upp múginn. Nei, hér var setið í algjörri leti og lesin bók sem heitir Lagleg. Ekki ævisaga himnaríkisfrúarinnar, heldur bókasafnsbók um mögulega framtíð mannkyns. Framhald Ljótrar.

Ísland PalestínaVið erfðaprins rifumst enn og aftur, á hóflegum nótum þó, um Ísrael og Palestínu. Mér finnst hann litaður af áróðri Bandaríkjamanna en hann segist horfa á báðar hliðar mála. Aumingja Ísraelsmenn að þurfa að eyða þessum rándýru eldflaugum á svona pakk ... og þegar „pakkið“ reynir að verja sig og mótmæla yfirgangi þá er það hryðjuverk. Við urðum sammála um að vera ósammála. Ég hef þó ekki gefist upp. 

Hólmgeir bloggvinur er ekki hress í dag. Þið ættuð að kíkja í heimsókn á bloggið hans til að sjá hvað veldur. http://hk.blog.is/blog/hk/entry/525819/

Svo er hér dásamlegt myndband sem sjokkeraði ofurflughræddan soninn þegar ég sýndi honum það. Best að koma ykkur í uppnám líka ef þið nennið að klikka á hlekkinn.
http://www.dv.is/divi/spila/xlc3tdy7by08zt2kyvb3f3yipu40q

 

chuck-horse- Chuck Norris sparkaði einu sinni undir höku hests. Hesturinn og afkomendur hans hafa síðan kallast gíraffar.

- Sumt fólk sefur í Súpermann-náttfötum. Súpermann sefur í Chuck Norris-náttfötum.

- Chuck Norris rekur ekki tærnar í. Hann rústar stólum, rúmstólpum og gangstéttabrúnum af slysni.

- Chuck Norris prófaði einu sinni fallhlífarstökk en lofaði að gera það aldrei aftur. Ein Klettafjöll eru meira en nóg.

- Það er ekkert til sem heitir gróðurhúsaáhrif. Chuck Norris var kalt svo að hann hækkaði í sólinni.

- Chuck Norris getur kyrkt óvin sinn með þráðlausum síma. (Stolið frá Jack Bauer)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.5.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gurrí þessi mynd af verðauglýsingunni hjá Neinum þarna upp í horninu er ábyggilega síðan í gær eða fyrradag. - Verðið er svo "lágt".

Haraldur Bjarnason, 1.5.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tók einmitt eftir þessu sama og Haraldur...  þetta er útsöluprís á skiltinu miðað við núverandi verð. Enda hækkar eldsneytið næstum daglega nú orðið.

Tók mig loksins til og fletti upp þessum hetjulega Chuck Norris sem ég virðist aldrei hafa séð eða heyrt um áður. Hann er samt skemmtilegri í meðförum þínum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 16:49

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Chuck Norris er mikil kvikmyndahetja, mest í karate-myndum, held ég. Svona staðhæfingar eru líka til um Jack Bauer, hef bara ekki leitað þær uppi. 

Fann ekki yngri mynd af bensínverði, enda hækkar það dag frá degi, eins og þið segið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2008 kl. 16:53

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 17:06

6 Smámynd: Marilyn

Munið þið eftir þegar bensínið fór yfir 100 krónurnar að nokkrar bensínstöðvar þurftu að selja lítrann á 99.99 því talningaapparatið á tönkunum (eða voru það auglýsingaskiltin fyrir framan stöðvarnar) var ekki hannað með þriggja stafa tölur í huga.

Marilyn, 1.5.2008 kl. 18:15

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, hvað það var eitthvað í "gamla daga", Marilyn ... kræst.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2008 kl. 18:22

8 identicon

Er á leiðinni........................................................................................................................það er kalt á Ísafirði núna.

Chuck Norris (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 22:45

9 Smámynd: Óttarr Makuch

Hahaha, ég sá auglýsingaskiltið í horninu og hélt eitt augnarblik að fundist hefði afgangs eldsneyti í tökum austur á landi sem enn væru seldar á "gamla" geninu.

Óttarr Makuch, 1.5.2008 kl. 22:55

10 Smámynd: Óttarr Makuch

Þetta átti vitanlega að vera "gamla" genginu

Óttarr Makuch, 1.5.2008 kl. 22:56

11 Smámynd: Tiger

Hahaha.. það er greinilegt að samband ábúenda í himnaríki er heilbrigt og gott. Sátt og samlyndi og heilbrigð skoðanaskipti án þess að vera endilega nákvæmlega þau sömu - bara gott mál. Drengurinn hefur sínar skoðanir og stendur fast á þeim, og auðvitað verðum við að virða það. Gott þó að þú gefist ekki upp á að ala hann upp í þínar skoðanir sko ... *glott*.

Ég hef aldrei verið hrifinn af Chukky, en svona brandarar eru bara skemmtilegir.

Myndbandið af flug-sundköppunum var frábærlega sniðugt. Endirinn kom á óvart sko ... hahaha.

Tiger, 2.5.2008 kl. 01:56

12 identicon

Ísraelsmenn eru reyndar ekki að skjóta neinum flaugum, þær koma frá Palestínumönnum. Hafa ber það er sannara reynist.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband