Símaóvinir og nýtt sparnaðarráð

Greys anatomyEkki nema þrír hringdu á meðan Grey´s Anatomy var á dagskrá, fyrsti þátturinn eftir verkfall handritshöfunda. Auðvitað tók ég pollýönnu á það og var þakklát fyrir að ekki hringdu tíu með löng erindi. Einn sagðist hafa sent mér spennandi tölvupóst ... og jú, þetta var resjúmí ákveðins háskólakennara sem gengur nú með ljóshraða á milli fólks í netheimum með mynd og alles. Næsti spurði mig hvort vinkona mín leigði út íbúðir og sá þriðji átti erindi sem tengist vinnunni minni.

KettlingarAnnars ríkti ekkert annað en hreinræktaður aumingjaskapur hjá himnaríkisfrúnni um og eftir hádegið í vinnunni svo erfðaprinsinn kom brunandi um tvöleytið á gullskreytta vagninum og sótti hana. En fyrst varð að fara til dýralæknisins og kaupa gullfóður handa Tomma og Kubbi. Vælið í þessum þremur uppáhalds mínum er farið að koma illilega við pyngjuna. Nú eru kettirnir komnir á lúxusfæði sem sérstöku malti er hellt yfir til að hjálpa þeim við að losna við hárbolta í mallakút. Frekjuvælið í Tomma eftir Whiskas-blautfóðri í litlu pokunum er misskilið sem kvalir í maga ... jamm, ég hef áður skrifað um veikleika karlmanna gagnvart dekurköttum og bendi á mág minn sem gott dæmi um það en hann fer svona þrisvar á dag út í fiskbúð til að tryggja það að Bjartur kisufrændi svelti ekki gjörsamlega í hel af aðeins fimm tegundum þurrmatar.

D�ral�knastofa DagfinnsMér tókst að lífga við gamlan brandara sem smellpassaði inn í stemminguna á Dýralæknastofu Dagfinns. Hjalti, strákurinn hennar Nönnu vinkonu, kom þangað rétt á eftir okkur erfðaprinsi til að kaupa kattamat. Ég benti á hann og sagði: „Leyfðu Hjalta að vera á undan, hann er svo svangur!“ Þegar ég reyndi síðan að leiðrétta þetta við steinhissa dýralækninn jók Hjalti á kvöl mína og sagði: „Þú hefur aldrei komið í heimsókn eftir að ég keypti á Lokastígnum og hefur ekki hugmynd um hvort ég eigi kött!“ Kannski borðaði elsku Hjalti kattamat með kartöflumús í kvöldmat. Kannski tekur hann orð forsætisráðherra alvarlega og dregur saman seglin af fullri alvöru. En af því að hann er sonur móður sinnar velur hann lúxuskattamat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi kona á myndinni, sú sem heldur á hundinum er voðalega indæl.  Ég kaupi líka bara eðal-lúxus fæði handa köttunum mínum, allt hjá dagfinni dýralækni.  Svo sjá þau náttúrulega um heilsufar kattanna minna og hundsins líka

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.5.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Ragnheiður

Í alvöru ? er fólk að senda upplýsingar um þennan mann um allt ?

Láttu þér batna Gurrí mín.

Ragnheiður , 8.5.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Jóna Kolbrún, þessi kona var alveg frábær og svo kom Guðbjörg fram í smástund. Ég hef átt í góðum við/samskiptum við DD í fjöldamörg ár og er mjög ánægð með allan viðurgjörning þar. Sakna samt Sifjar.

Ragga, það virðist sem fólk sé að dreifa þessu þar sem fjölmiðlar nafngreina hann ekki, væntanlega af tillitssemi við fórnarlömbin sem er bara gott.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2008 kl. 00:49

4 Smámynd: Ragnheiður

Já ok. Ég þekki engan háskólakennara þannig að ég er engu nær með þennan mann *hrollur*

Ragnheiður , 8.5.2008 kl. 00:58

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Persinn minn fékk nýveiddann 'dorgvakarsilúng' í gær, Teryakilegnar höfrúnarlundir i kvöld, & kvartar lítt.

Þurrfóður, er fyrir öðruvísi ketti,

Steingrímur Helgason, 8.5.2008 kl. 01:07

6 Smámynd: Tiger

  Veistu Gurrí, það er mikil þjóðsaga að kettir þurfi eitthvað sérfóður eða að eitthvað sé betra en annað. Sagt er að kettir eigi helst ekki að borða fisk t.d. og að það þurfi hitt og þetta til að laga maga með hárboltum og guð má vita hvað. Þeir mega helst ekki drekka mjólk, vatn á að fara betur í þá .. blabla.

Ég hef ætíð kisudall með tveim hólfum handa minni læðu sem er afarloðin og sterkleg. Í öðru hólfinu hef ég alltaf fulltaf Wiskas þurrfóðri en hinu hef ég alltaf mjólk. Þessu gengur hún að vísu alla daga. En að auki gef ég henni wiskas dósamat, kjötmeti sem er henni mjög gott. Einnig gef ég henni alltaf kvöldmatarsmakk af því sem ég sjálfur er með í matinn, fisk eða kjöt eða hvað sem er. Stundum gef ég henni með mér samloku með osti og smjöri, hún elskar samloku með skinnku og osti ..

Málið er fjölbreytnin og ef hana langar í vatn þá fer hún og mjálmar við eldhúsvaskinn og biður um vatnið. Hún losar sig algerlega sjálf við hárbolta  þegar þeir koma, t.d. á sumrin með því að borða grænt gras .. kettir eiga ekki að þurfa á neinum sérþörfum að halda, alls ekki. Bara gefa þeim fjölbreytt fæði og hafa alltaf þurrfóður (þarf ekki að vera dýrt fóður) því það styrkir tennur og góm kisunnar.

Einu kisurnar sem eru öðruvísi - eiga heima hjá Zteina okkar hér að ofan .. *flaut*...

Knús á þig Gurrí mín og eigðu yndislega nótt og frábæran dag á morgun!

Tiger, 8.5.2008 kl. 02:51

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fékk þetta CV líka.

Góðan daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2008 kl. 08:04

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Loppa étur blöndu af Pussi blautmat og þurrmat og er með æææðislegan feld og þrífst mjög vel. Fær stöku sinnum 2-3 rækjur eða smá túnfisk spari og afgang af fiski þegar við eigum. Tja, nema núna, nú má hún bara éta sérfæði þar sem hún fékk nýrnasteina eða eitthvað álíka, ræfillinn. Sem betur fer er hún ekki matvönd og étur þetta alveg, ásamt pillunum tveimur sem hún á að fá tvisvar á dag.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.5.2008 kl. 08:15

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hrumpf, og að hringja í miðjum fyrsta skemmtilega Greys þætti í óratíma, þvílík ósvífni!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.5.2008 kl. 08:15

10 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Drengurinn kom reyndar í mat til mín í gær (tekur orð forsætisráðherra alvarlega og sparar með því að mæta í mat til mömmu) og lagði engan kattamat á borð með sér þannig að ég geri svona frekar ráð fyrir að þetta hafi verið handa kettinum, enda er hann ofdekraður.

En þar sem þú veist að hann keypti íbúðina af mér, þá áttu allavega að vita að hann býr ekki á Lokastíg ... 

Nanna Rögnvaldardóttir, 8.5.2008 kl. 08:23

11 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég kaupi líka svona gullkattamat handa kvikindunum mínum. Dýralæknir sagði mér að með því að gefa köttum alltaf mat eins og Whiskas og Pussy og annað sambærilegt sé svipað því og að við myndum borða hamborgara í öll mál.

Fjóla Æ., 8.5.2008 kl. 08:48

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þegar kettirnir eru á svona góðu fæði sé ég mikinn mun á þeim, þeir þrífast betur og svo veit ég að þeir fá síður tannstein og hárlos minnkar mikið. Gamall geltur fressköttur eins og Tommi á alltaf á hættu að pissiríið stíflist með slæmum afleiðingum ef hann er á venjulegum mat, veit um tvo ketti (vini) sem drápust þannig. Held ég reyni að halda mig við gull- og demantakattamat eins og ég get.

Nanna, þetta er meinloka í mér. Ég sagði syninum að keyra upp Lokastíginn og leggja fyrir utan gamla heimilið hennar Nönnu ... arggg. Veit sko alveg hvar Lokastígurinn er. Margrét frænka bjó þar. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2008 kl. 09:46

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mig vantar þetta CV sendu það endilega á mig Gurrí mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.5.2008 kl. 09:47

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Fjóla, væntanlega hefur dýralæknirinn verið að tala um dósamatinn. Ég hef reyndar líka heyrt þetta um Whiskas, er Pussi dósamaturinn ekkert skárri? :O

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.5.2008 kl. 10:43

15 Smámynd: Jens Guð

Skemmtilegur brandari úr heimsókn til dýralæknisins.

Jens Guð, 8.5.2008 kl. 12:51

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er ansi hrædd um að ég hefði kveikt í símum heimilisins ef þeir hefðu hringt á Grey's Anatomy tíma í gærkvöldi

Jóna Á. Gísladóttir, 8.5.2008 kl. 16:13

17 identicon

Af hverju fæ ég aldrei neitt svona í póstinum??? Gleyma mér allir??? Er perralegt að biðja þig um a senda mér eitt eintak? Luv you

lalla (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 19:27

18 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég downloda Grey's og horfi þegar mér hentar. Engin hætta á að ég missi þá af einhverju verulega spennandi. En ef ég er að horfa á eitthvað sem ég má ekki missa af í TV þá sleppi ég því bara að svara og hringi til baka. Til þess eru símnúmerabirtar frú Guðríður

Brynja Hjaltadóttir, 8.5.2008 kl. 23:22

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég tek ekki símann þegar Greys er í gangi :):)  kettirnir þínir eru hefðarkettir 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 23:44

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ekki senda mér upplýsingar um þennan háskólaprófessor. Er ennþá með Steingrím Njálsson á dauðalistanum og vantar ekki fleiri fyrr en því er lokið. Þið Stjáni gætuð eflaust átt góðar samræður um kattamat. Kötturinn hér fær nefnilega miklu fínni mat en ég.

Helga Magnúsdóttir, 8.5.2008 kl. 23:56

21 Smámynd: Fjóla Æ.

Dýralæknirinn sagði að allur kattamaturinn sem væri til sölu í matvöruverslununum væri líkt og hamborgarar. Bæði þurr og blautfóður. Ég ákvað að trúa því og keypti rándýrt þurrfóður handa kvikindunum. Eftir smá tíma tók ég eftir betra hárafari á greyjunum.

Fjóla Æ., 9.5.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 655
  • Frá upphafi: 1505946

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband