11.5.2008 | 15:13
Mæðradagur, pókerfés og elsku bestu sumarbúðirnar
Til hamingju með mæðradaginn, sagði erfðaprinsinn og brosti sætt. Hmrpr... hvar er gjöfin? svaraði ég beisk. Þegar erfðaprinsinn fékk að fara á námskeið í Heimspekiskólanum í fornöld lærði hann bæði að rífa kjaft á kurteislegan hátt og svara fyrir sig af lamandi lymsku. Ég er að spara fyrir rándýrri afmælisgjöf handa þér, móðir góð, sagði hann með pókerfés á andlitinu. Og ég lamaðist af lymskunni, hehehehehe.
Talandi um pókerfés. Eitt kvöldið um helgi sat ég við tölvuna og beið eftir þætti á SkjáEinum sem ég ætlaði að horfa á undir svefninn, einhverja kærkomna endursýninguna á uppáhalds-einhverju. Í tækinu mallaði pókerþáttur og þótt sjónvarpið væri lágt stillt heyrði ég hvað var í gangi. Ég hló upphátt þegar annar þulurinn endurtók í sífellu að hann væri að fara út að borða með einum keppandanum og líka þegar keppendur settu upp enn meiri fýlusvip yfir því að einn þeirra, sem vann pottinn, lyfti annarri augnabrúninni í fögnuði sínum ... því að þessir gaurar hafa andstyggð á því þegar einhver hreykir sér yfir sigri. Þetta er jafnvel betra skemmtiefni en á annarri góðri sjónvarpsstöð. Dæmi: Erlendi predikarinn: Jesus was a scapegoat. (blóraböggull). Íslenski þýðandinn: Jesús var geit.
Talandi um Jesú ... nú hefur allt verið vitlaust í bloggheimum yfir því að kennari fyrir austan neitaði að eyða dýrmætum kennslutíma í að dreifa bæklingi um kristilegar sumarbúðir. Hildu systur, sem rekur Sumarbúðirnar Ævintýraland, datt þetta einu sinni í hug og fékk leyfi til að senda bæklinga um sumarbúðirnar í skólana. Það skilaði sér ákaflega vel en nokkrir skólastjórar voru þó tregir til og neituðu þessu. Síðan hefur hún bara sent bæklingana með Íslandspósti og borgað fyrir ... og engan smápening. Mér finnst það rétt hjá henni, kennarar eiga ekki að vera í hlutverki bréfbera, hver kennslustund er mikilvæg. Þar fyrir utan fá kristilegar sumarbúðir (veit ekki með þessa fyrir austan) háa styrki frá bæði ríki og borg og einnig fjársterkum aðilum sem vilja styrkja barnastarf. Í fyrra fékk t.d. Vatnaskógur 50 milljónir í uppbyggingarstyrk. Vissulega er flott að styrkja barnastarf en mér hefur alltaf þótt ósanngjarnt að styrkja bara KFUM og skátana, þessa tvo af þremur stærstu sem eiga í samkeppni. Tek það fram að dúllurnar okkar í Vatnaskógi eru vinir okkar og það var mjög gaman að fá nokkra starfsmenn þaðan (í fríi) í heimsókn eitt árið. Þeir reyndu mikið að stela Sigurjónu matráðskonu og sundlauginni frá okkur ... og við reyndum að plata þá til að verða eftir og fara að vinna í Ævintýralandi, þeir voru svo yndislegir!!! Eða þannig, allt í mestu vináttu. Frændi okkar Hildu var um tíma sumarbúðastjóri í Vatnaskógi og leitun er að vandaðri manni en honum.
Skráning hefur verið mjög góð hjá Hildu minni og stutt í að fyllist. Sumarbúðirnar hennar eru óháðar í trúmálum og eina trúin sem boðið er upp á er að fá börnin til að trúa á sjálf sig í leik og starfi. Námskeiðin eru frábær; grímugerð, leiklist, myndlist, kvikmyndagerð, íþróttir, ævintýranámskeið og söngur/dans. Börnin semja handritin sjálf og skipa í hlutverk, t.d. í leiklist, grímugerð og kvikmyndagerð. Ég held samt að það sem hefur gert starfsemina svona farsæla sé frábært starfsfólk, sami grunnurinn ár eftir ár eftir ár. Sérstakir umsjónarmenn (fullorðnir) halda t.d. utan um c.a. 10 barna hóp hver og geta börnin leitað til hans/hennar allan tímann. Hann borðar t.d. með þeim morgunverð, heldur hádegisfund með þeim og les kvöldsögu fyrir þau. Í sumar koma aftur tveir gamlir umsjónarmenn sem hafa verið í læknisfræði í Ungverjalandi síðustu árin, það verður æðislegt að hitta þær aftur.
Svo er enginn sendur heim þótt hann fái ælupest (nema foreldrarnir heimti það), heldur fær viðkomandi að jafna sig og það tekur yfirleitt ekki nema hálfan dag. Einn fullorðinn á hver fimm börn er galdurinn, enda vill Barnaverndarstofa hafa það þannig. Þegar sumarbúðirnar voru á Hvanneyri veit ég að fólkið þar kveið fyrir að fá stóra barnahópa eins og engisprettufaraldur yfir svæðið en svo varð fólkið bara ekki vart við neitt. Börnin fá aldrei að valsa ein um, alltaf pössuð, meira að segja eru næturverðir allar nætur til að passa upp á krúttin. Það verður að vera mögnuð gæsla þegar um 100 börn eru samankomin og þótt þau væru miklu færri. Svo er gaman að segja frá því að börn með hegðunarerfiðleika hafa alltaf smollið inn í hópinn og skiptir ekki máli hvort er ofvirkni, einhverfa eða hvaðeina, og gengur alltaf rosalega vel með þau. Ég man eftir heyrnardaufum strák sem kom einu sinni og hann var svo glaður þegar hann gat tjáð sig við Þóru starfsmannastjóra og Heiðu umsjónarmann á táknmáli sem þær tala reiprennandi. Maturinn er líka hrikalega góður (ef maður er barn ... urrrr), ég var reyndar orðin ansi leið á grilluðum pylsum á laugardagskvöldum sl. sumar en krakkarnir alsælir.
Svo semur Hilda alltaf eitt leikrit á ári sem starfsfólkið leikur við mikinn fögnuð krakkanna en þótt það sé fyndið er alltaf mikið forvarnargildi í því. Einu sinni man ég eftir sálfræðingi sem sagði í sjónvarpinu að sama hversu vel börn væru vöruð við að fara aldrei með ókunnugu fólki ... þá þyrftu þau að geta sett sig inn í aðstæðurnar. Það var einmitt sýnt þegar maður, starfsmaður sjónvarpsþáttarins, sagði nokkrum börnum, sem höfðu verið vöruð við ókunnugum, að það væru sætir hvolpar í bílnum hjá honum ... og þau eltu öll. Ég sagði Hildu frá þessu og næsta leikrit fjallaði um þetta og voru börnin ótrúlega spennt þegar eitt barnið í leikritinu var næstum farið með hvolpamanninum, þau hrópuðu varnarorð og lifðu sig inn í þetta ... algjör snilld.
Úps, ég ætlaði ekki alveg að missa mig ... ég er bara svo hrifin af starfseminni þarna og allri uppbyggingu. Fer ekki ofan af því að þessar sumarbúðir séu með þeim bestu í heiminum. Þótt þær séu fjársveltar ... en ef allir sætu við sama borð og enginn fengi styrki þá ríkti meira réttlæti. (www.sumarbudir.is)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 150
- Sl. sólarhring: 323
- Sl. viku: 842
- Frá upphafi: 1505849
Annað
- Innlit í dag: 119
- Innlit sl. viku: 685
- Gestir í dag: 116
- IP-tölur í dag: 112
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég hef kennt í grunnskóla í 11 ár og tel ég það vera ákvörðun foreldra hvort svona sé dreift í skólum. Ekki kennara í athyglisleit.
kennari (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 16:33
Ég er ekki viss um hvað ÚIlfar minn var oft í Ævintýralandi. Hann vildi fara aftur og aftur og var alltaf jafnalsæll. Eitt sumarið var hann í þrjár vikur. Nú verður hann 15 í sumar. Er hann orðinn of gamall til að koma aftur? Hann langar virkilega til að koma aftur. Ég var alveg afbrýðisöm hvað hann naut sín vel.
Helga Magnúsdóttir, 11.5.2008 kl. 18:02
Hann Úlli ætti að komast á unglingatímabilið um verslunarmannahelgina ... er kannski í elsta lagi en það ætti að sleppa. Það muna allir eftir Úlla, ekki af því að hann kom svo oft, heldur hvað hann er frábær og góður og skemmtilegur ... jamm, þú veist þetta allt!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.5.2008 kl. 18:11
Helga, unglingatímabilið er fyrir 12-14 ára og þótt hann verði 15 á árinu er það allt í lagi. Mikið hlakka ég til að hitta hann. Unglingatímabilið fer að fyllast, ættir að slá á þráðinn á þriðjudaginn (s. 551 9160).
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.5.2008 kl. 18:13
þarna á ég litla prinsessu (eða svona ská á hana) á myndunum þínum
Rebbý, 12.5.2008 kl. 22:48
Skemmtileg tilviljun, Rebbý!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2008 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.