18.5.2008 | 22:15
Nuddbaðbomba, tvöföld heimsókn og eldhúsraunir ...
Ég fékk gefins fallegan stauk nýlega sem inniheldur litlar baðbombur. Samkvæmt leiðbeiningum áttu þær að leysast upp með þvílíkum látum að baðþeginn fengi létt nudd í leiðinni. Ég settist í baðið, kom bombunni fyrir undir bakinu og beið rosaspennt. Kannski misskildi ég eitthvað en það eru meiri læti í svona c-vítamín uppleysanlegum pillum en þessum bombum sem ilmuðu þó vel. Mér leið eins og þegar ég reyndi í æsku minni að orsaka öldur í baðvaskinum með salti en án árangurs.
Fyrr í dag komu systurnar hugumstóru, Steingerður og Svava, í heimsókn með fullt fangið af tertum, eða tvær gómsætar. Í mínum huga eru þær einu sönnu vorboðarnir, enda duglegar að kíkja í heimsókn á sumrin. Freyja voffi var geymd úti í bíl vegna kattanna en Steingerður fór þó út um miðbik heimsóknar og leyfði henni að hlaupa á sandinum og fara í sjóinn. Aldrei of vel farið með góðan hund. Frábær heimsókn.
Nokkrir hraustir Skagakrakkar nota nú hvert tækifæri til sjóbaða, á fjöru jafnt sem flóði. Sjórinn er mjög fallegur núna þótt ég sakni vetrarbrimsins (sjá mynd) ... en í réttri vindátt og smároki gæti nú alveg komið flott sumarbrim. Það var notalegt að hlusta á hlátur þeirra og önnur sumarleg umhverfishljóð þar sem ég sat við tölvuna.
Eitthvað truflaði mig þó í sælunni og það var ekki fyrr en skugga bar við sólu og almyrkt varð í vinnuherberginu eitt augnablik að ég áttaði mig á því hvað suðið táknaði. Þetta var býflugnadrottning. Í kjánaskap mínum hafði ég talið þetta vera hljóð í sláttuvél! Ósjálfráð viðbrögð voru gæsahúð og hrollur sem þeyttu mér upp úr stólnum og á fimmföldum ljóshraða tókst mér að loka glugganum áður en hlussunni hafði einu sinni dottið sá möguleiki í hug að troða sér inn um gluggann. Eins og Michael Schumacher orðar það: Einbeitingin skiptir öllu. Eða eins og Magnús Geir orðar það: Það er bara ein drottning í himnaríki.
Kæra móðir, sagði erfðaprinsinn, eftir að hafa hrósað mér fyrir dáðina. Ég held að uppþvottavélin sé biluð sem er hræðilegt þar sem ég vil ekki missa helsta aðstoðarmann minn í eldhúsinu. Ég benti honum hæðnislega á að á ungdómsárum mínum hefðum við nú þurft að þvo allt leirtau úti í læk. Þá hefðu engar fínar sápur verið til og við hefðum notað kúahland til að láta askana gljá. Hann hljóp öskrandi af aðdáun út áður en ég gat sagt honum fleiri sögur úr æsku minni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 9
- Sl. sólarhring: 204
- Sl. viku: 647
- Frá upphafi: 1505938
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 521
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
heheheh það er alltaf svo gaman þegar foreldrarnir byrja að segja hvað þeir hafi verið duglegir í æsku hehehehe - ætlaði aldrei að gera þetta sjálf við mín börn en stóð mig að því að rökræða við 7 ára son minn um daginn, þegar hann vildi kaupa einhvern rándýran leik í tölvuna og sagði honum að ég hefði aldrei fengið neitt svona dýrt þegar ég var lítil hehehehhehehe fannst ég orðin gömum þá erum við kanski orðnar svona gamlar kella mín ?
þú ert hetja með drottninguna ég urlast alveg þegar ég fé svona óféti inn til mín
Sigríður Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 22:27
Hhehehe, já, ég ýkti þetta náttúrlega oggulítið. Það var til ÞVOL í gamla daga.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.5.2008 kl. 22:31
Er í kasti. Arg. Man eftir Þvoli. Var það ekki Þvol þolir þvott. Hm.. hlýtur að hafa verið þvottaefni.
Stuðkveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 22:36
Hahaha ég er nánast búinn að fara úr kjálkalið við lesturinn á blogginu þínu, þó sérstaklega kaflann um Mæju býflugu og reyndar kaflann með sögurnar úr fortíðinni. Ég hef heitið því að segja aldrei svona við börnin mín en mér skyldist að það kæmi nú samt sá dagur að maður byrjaði einhverja setningu eitthvað á þessa leið "á þínum aldri fékk....."
En hvað býflugur og geitunga snertir þa´þoli ég ekki þau kvikyndi enda lenti ég illa í því síðarnefnda fyrir tveimur árum síðan og trúðu mér þegar ég segi að geitungar geta stungið oftar en einu sinni!
Óttarr Makuch, 18.5.2008 kl. 22:37
Við þvoðum upp með grænsápu og börnin mín vita allt um að "næstum því popplög" voru leikin á laugadragsmorgun í óskalögum sjúklinga og á miðvikudagskvöldum minnir mig sem voru óskalög sjómanna. Svo þegar ég varð unglingur fegnum við óskalög ungafólksins. <sjónvarpsefnið tekur ekki að talja upp..þau skilja ekki þetta með hálfa stund á viku á sunnudögum með brúðum og sögum. Og alls ekkert á fimmtudögum.
Vuúúú..voruð þið þá ekki alltaf í tölvunni bara eða að hlusta á ipodinn??????????
Ekki nenni ég að reyna að útskýra fyrir mínum krökkum hversu skítt þau hafa það að vera húkkt á svona margar græjur, þætti og tónlist sem gróin er við bæði heila og eyra. Þau brosa bara hæðnislega þager ég tala um "fallin spýta" og "hver gerði punktin" leikina sem við lékum upp við tréljósastaura.
Mér fannst æði að vera krakki án tækja..Nú er ég bara fullorðin með tæki sem ég kann ekkert á..hehe.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 23:01
Vá, þú skalt ekki taka svona drottningar inn á þitt heimili, sko!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 00:32
Þvol þolir allt! Man eftir skaupinu hans Flosa þegar hendurnar á konunum í þvottabölunum urðu að berum kjúkum. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 01:28
Stórkostleg færsla hjá þér Gurrí, eins og alltaf sko! Ég man eftir því að hafa skellt mér í sjóbað á Langasandi þegar ég var nokkuð yngri en ég var samt ekki kaldur kappi og var oftast fyrstur uppúr aftur. Skil frumburðinn mjög vel með að hafa forðað sér á handahlaupum frá ótrúlegum sögum sem ég myndi skilja að langamma væri að segja, ekki himnaríkisdísin. En, knús á þig ljúfust og takk fyrir brosið hérna.
Tiger, 19.5.2008 kl. 04:04
Ert alltaf jafn frábærlega fyndin
Solveig Pálmadóttir, 19.5.2008 kl. 08:24
Þessar djúpsprengjur geta nú verið stórvarasamar, hm!
Kapitän-Leutnant Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 09:36
Auðvitað er bara ein drottning í himnaríki.
Skil þetta með vetrarbrimið. Þá sest ég í stofugluggann og horfi á gusuganginn í unaðslegri andakt og tími ekki að fara í rúmið.
Laufey B Waage, 19.5.2008 kl. 10:34
Ég er greinilega ekki alvitlaus fyrst ég sagði þetta eða hvað!?
Magnús Geir Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 16:47
Gúrrí, er núna ekki langt síðan ég hef sagt þér hvað þú ert ómótstæðileg? Well ....
Manstu eftir Omo og Sparr??
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.5.2008 kl. 20:19
Heheheheh, eitthvað rámar mig í það, Guðný Anna.
Arfavitlaus, þú? Nei, Magnús Þór, þú getur stundum verið ansi mikill snillingur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.5.2008 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.