26.5.2008 | 12:11
Sætir Indverjar, ruslaföturæningi og beiskjufliss yfir
Eins gott að stoppistöð Grundaskóla og íþróttahússins kemur á eftir himaríkisstoppistöðinni við Garðabraut ... Ég var rétt búin að koma mér vel fyrir með öryggisbelti og bók þegar yfir 20 unglingar þustu inn og næstum fylltu strætó. Þeir voru á leið í Árbæjarsafnið með nokkrum kennurum. Stilltir og góðir krakkar sem eltu mig úr leið 27 yfir í 15, síðan úr 15 niður milljóntröppurnar, undir brúna og upp lúmsku brekkuna í Ártúni. Það var freistandi að segja kennurunum að taka leið 6 (í Grafarvog) með hópinn en það hefði verið svo grimmdarlegt með allan hópinn, svo er fyrsti apríl liðinn. Elsku Indverjarnir mínir sætu voru í strætó og m.a. maðurinn sem ég spjallaði við á stoppistöðinni um daginn. Við heilsuðumst eins og ævafornir vinir og aðrir farþegar störðu á okkur! Úr augnaráði Íslendinganna skein: "Hvað er hún að tala við útlendinga?" Og úr augnaráði Indverjanna: "Hvað er hann að tala við innfædda?" Ef ekki munaði svona 20 árum á okkur, mér í hag, hefði ég kysst hann bless til að sjokkera en það er víst ljótt að fara illa með unga menn svona snemma á morgnana.
Fékk taugaáfall við komu í vinnuna. Ruslafatan mín er horfin og ekki nóg með það heldur er búið að stela stól markaðsstjórans líka. Við Ási skælum í kór. Það hressti aðeins upp á líðanina að vita að það verður steiktur fiskur með remúlaði í hádegismatinn.
- - - - - - - -
Núorðið flissa ég bara (pínku beisklega þó) þegar ég sé nýjar bloggfærslur fólks um "skömm" Skagamanna vegna flóttamannanna. Fólk þarf enn að fá útrás fyrir gremju sína út í skoðanir eins manns, eða fyrrum formanns félagsmálaráðs á Skaganum. Kannski er ég ekkert skárri, mögulega hefði ég sjálf tekið upp heykvíslina og gargað ef t.d. formaður félagsmálaráðs í Keflavík hefði lýst yfir áhyggjum sínum af komu flóttamanna ... og dæmt allt bæjarfélagið rasista, óhæfa til að taka á móti flóttakonunum og börnum þeirra. Held þó ekki. Skil ekki svona heift út í saklaust fólk. Maður var nýlega dæmdur í fangelsi fyrir að myrða mann á Hringbrautinni. Getur verið að allir sem búa við Hringbraut séu morðingjar? Er ekki verið að kreista og kreista til að ná sem mestu úr þessu máli og jafnvel refsa okkur Skagamönnum fyrir að leyfa manni með "svona skoðanir" að búa hér? Ég skil þetta samt ekki, það varð allt vitlaust í bæjarstjórn yfir þessu og Magnús látinn hætta vegna skoðanna sinna. Af hverju þá að velta sér svona upp úr vondum Skagamönnum? Ég er kölluð rasisti í vinnunni minni en finnst það bara fyndið, engin meining þar að baki, bara góðlátlegt grín. Samt hefur þetta skaðað bæjarfélagið alveg helling og engin lógík á bak við það!!! Sumir virðast hafa bitið í sig að við viljum ekki taka við flóttamönnunum! Miðað við hvað bæjarstjórnin greip hratt inn í þetta þá eigum við ekki svona skilið! Frétt RÚV um þetta mál var illa unnin og léleg, bara gerð til að staðfesta þennan orðróm um rasismann´á Akranesi ... en kvöldið eftir var frétt Stöðvar 2, miklu betur gerð, en þar var viðtal við Magnús Þór og síðan götuspjall við fjölda Skagamanna sem öllum fannst frábært að fá flóttafólkið!
Útrás dagsins var í boði frú Guðríðar! Og ég lem ykkur ef þið reynið að skamma mig fyrir að vera Skagamaður!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:12 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 176
- Sl. sólarhring: 344
- Sl. viku: 868
- Frá upphafi: 1505875
Annað
- Innlit í dag: 142
- Innlit sl. viku: 708
- Gestir í dag: 136
- IP-tölur í dag: 132
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Lemmdu fyrir mig líka, ég nebblega elska fallegar Indverjur, og stundum ljótar.
Hef miklu meiri áhyggjur af Gauja okkar Þórðar, heldur en nokkrum flóttakonum sem eru hjartanlega velkomnar í mitt hverfi, allavega.
Þröstur Unnar, 26.5.2008 kl. 12:19
Sæl Gurrí og takk fyrir þetta innlegg. Þetta hefur svo sannarlega skaðað okkur Skagamenn því miður. En við stöndum þetta af okkur vonandi. Tökum vel á móti þessum konum með opinn faðminn og mannkærleikan einan að vopni (ein voða væmin ). Ef þetta verður til að bjarga þó ekki væri nema einu mannslífi þá get ég farið sátt að sofa að kveldi dags.
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, 26.5.2008 kl. 12:46
Ekki held ég að Skagamenn (99%) séu rasistar, að sjálfsögðu ekki. Ég ætla ekki að kalla neinn mann rasista heldur, jafnvel þó mig gruni að "einhver" Skagamaður gæti verið það.
En það var Magnús Þór sem skaðaði Akranes, ekki þeir sem blogga um málið. Bara svo það sé á hreinu.
Það telst nefnilega til tíðinda á Íslandi að að þessi póll sé tekinn í hæðina, varðandi landlaust og illa statt fólk frá stríðhráðum löndum.
Svo held ég að fólk sé aðallega að blogga um MÞ og FF sem var að toppa ósómann með stuðningsyfirlýsingu við MÞ. Ég held að almenningur hafi enga trú á að þetta sé viðhorf meðal almennra Skagamanna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2008 kl. 12:59
Ætla rétt að vona það, Jenný. Sá á vísisblogginu færslu eftir kennara sem talar um skömm Akraness! Spyrðir saman allan bæinn og manninn með skoðanirnar óvinsælu. Skil vel að fólk hafi misst sig til að byrja með, ég hefði gert það líka, en að vera að kreista eitthvað út úr málinu og mála okkur öll svörtum litum finnst mér hreinlega særandi!
Þröstur, oft er léleg byrjun fyrir góðum úrslitum! Mundu það.
Já, Guðrún Elsa, við stöndum þetta af okkur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2008 kl. 13:12
Ég veit að við erum orðin opinberlega náteng Guðríður, en vissi ekki að það væri orðið svona alvarlegt.
Ég er nefnilega að fá póst-tilkynningar um nýjar ath.semdir á þínu bloggi.
Mér leiðist það ekkert, en líklega er þetta eitthvert klúður í blog.is.
Áfram Akranes.......
Þröstur Unnar, 26.5.2008 kl. 13:29
Sumir eru auðvitað ekki í lagi. Ég á erfitt með að skilja þann hugsanagang sem reiknar með að allir Skagamenn vilji ekki flóttafólk. Það er svo fjarri mér amk.
En eins og ég sagði þá skil ég að fólk bloggi um þetta í tengslum við FF þar sem þeir voru að senda frá sér þessa yfirlýsingu frá miðstjórn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2008 kl. 13:30
Heyr heyr sammála þér þarna Gurrí hafðu það gott í dag
Brynja skordal, 26.5.2008 kl. 13:41
Góður pistill Gurrí. Þetta er dómstóll götunnar og múgsefjun í sinni ''skemmtilegustu'' mynd.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.5.2008 kl. 16:26
Góður pistill.
Alveg ótrúlegt hvað margir hafa "misst sig" vegna málsins.
En svona er þetta bara. Við Skagamenn tökum á móti þessu fólki með sóma.
Ég skil Magnús alveg að gagnrýna hvernig staðið var af þessu, hann má hafa sína skoðun eins og aðrir.
EE (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 18:14
Mér hefur aldrei dottið í hug að allir Skagamenn séu sama sinnis og Magnús. Voru ekki undirskriftalistarnir hundsaðir og kaupmenn tóku þá niður hjá sér? Mér finnst bara fáránlegt að dæma heilt bæjarfélag af einni karluglu.
Helga Magnúsdóttir, 26.5.2008 kl. 19:51
Ég dæmi þig ekkert Gurrí, þó Magnús og Guðjón séu draga nafn Akraness niður í svaðið!
Mummi Guð, 26.5.2008 kl. 20:33
Hey sko .. ég er líka gamall Skagamaður - og er alfarið á því að engir rasistar séu til á Skaganum, held ég - þannig séð. Skelfilegt hve mikinn skandala karlinn gerði með þessari vitleysu (Magnús þór).. En, knús í himnaríki.
Tiger, 26.5.2008 kl. 21:16
Ég hef miklar áhyggjur af ruslafötunni þinni. Held að það sé sölumaðurinn ósvífni sem hefur tekið sig til og falið hana. Renni til þín við tækifæri svo við getum lágt á ráðin um grimmilegar hefndaraðgerðir gagnvart þessu virðingarlausa kvikindi.
Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 10:26
Væri ekki nær að hjálpa einhverjum frá Darfur? Þar er nú sitthvað meira að en rottugangur - og búið að vera í næstum áratug, án þess að heimurinn lyfti litlaputta. Það er ljóst að Skagamenn bjarga nú vart einir heiminum, en gott væri að aðstoðin bærist þeim er brýnast þurfa hana!
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 10:30
Við Íslendingar hjálpum þeim vonandi líka, Guðmundur. Held að Rauði krossinn reyni að hjálpa alls staðar þar sem neyð er. Konurnar frá Palestínu eru ekki síður hjálpar þurfi þótt aðrir hafi það skelfilegt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.5.2008 kl. 10:58
Alltaf gaman að lesa færslurnar þínar, kem með smá innlitskvitt hérna og vildi minnast á að ég vitnaði örlítið í færsluna þína hér að ofan á blogginu mínu. Kv. Valgerður
Valgerður Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.