Kremja, höfnun, ótíðindi + óvænt gleði&frábærar fréttir

Plássleysi fyrir flotta fæturStrætóferðin var svolítið sjokkerandi í morgun, höfnun, kremja, vondar fréttir af sumaráætlun ... Harpa harðneitaði mér um að setjast hjá henni þegar 25 krakkar úr Grundaskóla komu inn við íþrótthúsið. Hún vildi frekar fá vinkonu sína, var búin að veifa henni og vinkonan að koma inn í vagninn, alsæl yfir að hitta Hörpu. Ég gat því miður ekki velt mér upp úr því, Hafði ekki tekið eftir vinkonunni og gerði mig að fífli þegar ég bauð henni félagsskap minn. Ég settist fyrir aftan meinleysislega, svolítið góðlega konu en nú veit ég að útlit segir ekki rassgat! Þessi sakleysislega, næstum góðlega kona gerði sér lítið fyrir og  hallað sætisbakinu aftur. Mér brá svo mikið þegar hnén krömdust að ég öskraði upp yfir mig, kvenlega þó og ekki mjög hátt. Sein í vinnunaSvona er að vera vaxin eins og fyrirsæta, eða með langar lappir. Hnén eru enn í hálfgerðri kássu eftir óhappið 2006 þegar ég datt á ógæfumölinni, sneri mig á vinstra og gataði það hægra (9 spor). Konan leit grimmdarlega á mig og setti sætisbakið upp aftur. Ég reyndi að segja henni að þetta væri allt í lagi, ég gæti setið útglennt alla leiðina í bæinn en hún svaraði mér ekki. Ég var viss um að ég hefði eignast óvin. Á Kjalarnesi kom kona inn í vagninn, settist brosandi hjá "óvinkonu" minni og ég heyrði mér til léttis að þær töluðu útlensku. Ekkert hatur í gangi, bara smá málleysi.

Aðalsjokkið var svo eftir: Nágrannakona mín sagði mér að ferð strætisvagns númer 15 sem við tökum alltaf í Mosó, verði lögð niður í sumar og að við þyrfum að bíða í 20 mínútur eftir þeim næsta! Þá verða allir of seinir í vinnuna sína og ég missti af leið 18 og þyrfti að bíða í 20 mínútur í Ártúni líka. Ef þetta er rétt og óbreytanlegt þá verð ég að leita að einhverjum Skagamanni sem fer í bæinn á bíl, ég nenni þessu ekki. Skrýtið að Strætó bs miði ekki við vinsælustu leiðina sína (27 Akranes) og finnist í lagi að láta 40 manns (eins og í morgun) bíða svona lengi og verða of seina í vinnuna.  

Hermann HreiðarssonÍþróttaþýðandinn hugumstóri svaf í leið 18 þegar ég kom inn. Aðeins tveir Indverjar voru í vagninum að þessu sinni. Ég vakti þýðandann á leiðarenda en syfja hans var vegna nokkurra sænskra stelpna sem höfðu gist heima hjá honum undanfarið og vöktu hann svo fyrir kl. 6 í morgun. Ég kvartaði yfir sumaráætlun strætó við hann og dagurinn byrjaði að skána. Ég lét það ekki ergja mig þótt sölumannskvikindi gærkvöldsins hefði lækkað stólinn minn niður á gólf og gert bakið laust. Nei, þetta verður góður dagur, hughreysti ég sjálfa mig. Ég tala bara við strætó, Gurrí mín, og segi þeim að ef þessi ferð leiðar 15 verði lögð niður þá muni allir Skagamenn verða of seinir í vinnuna sína, þeir hljóta að breyta því. Þeir eru svo góðir. Og fallegir. Já, og líta einstaklega vel út í dag. Þarna var ég komin í gírinn.  

Viggó krúttÞegar ég var að tékka póstinn minn sá ég eitthvað gullfallegt koma inn á sjónarsviðið, eða sjálfan Hermann Hreiðarsson. Ekki nóg með þetta ... Jói dreifingarstjóri fór á Kaffi París með frúnni sinni í gærkvöldi og hún sat næstum því í fanginu á Viggo Mortensen leikara, bara fréttin af þessu gladdi mig, enda fannst mér Viggó ákaflega huggulegur í Lord of the Rings-myndunum.

Samstarfskonur mínar hakka nú í sig harðfisk þannig að viðkvæmt morgunofurlyktnæmi mitt er í hálfgerðu sjokki. Ilmvatn (rakspíri) er stranglega bannað í kirkjukórum en lögin ná ekki yfir harðfiskát á vinnustöðum. Ég ætti kannski að sníkja bita af þeim, þá verður lyktin léttbærari. 

Maður dagins er þó sá sem dúllaði sér á skurðgröfunni í Ártúnsbrekkunni á leið til Reykjavíkur. Löggan stoppaði hann, líklega fyrir of hægan akstur á annatíma. Skyldi hann hafa rifið kjaft við lögguna, eins og ungi maðurinn í 10/11, eða kunni hann mannasiði?

P.s. Viðbót til varnar strætó. Kíkti á sumaráætlunina og sé ekki betur en að við náum leið 15 á sama tíma og venjulega í Mosó. Mikið er ég ánægð með það. Hitt hefði ekki staðist, nema hugsunarhátturinn sé orðinn: Aldrei of illa farið með góða Skagamenn. Nýjasta eineltið: Gurrí, er það rétt að það sé búið að stofna fámenningarhús á Skaganum? Hehehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hurru, jú, ég skal bolda seinnipartinn. Það hefur heilmargt gerst! Sorrí darling!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.5.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kíkti á www.straeto.is og sem betur fer skjátlast nágrannakonu minni. Strætó nr. 15 heldur áfram að koma kl. 8.21 í Mosó og taka okkur með til Reykjavíkur, hann á að vera kl. 8.36 í Ártúni að vanda. Eins gott að ég hringdi ekki grátandi í Strætó bs!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.5.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Vesen er þetta alltaf á þessum strætó, gott samt að leiðin fellur ekki niður. Alltaf gaman að lesa færslurnar þínar!

Valgerður Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Mikið er ég fegin að þú skyldir ekki hringja grátandi í strætó, nóg er nú talað um okkur skagamenn

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.5.2008 kl. 12:50

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú bjargar lífi mínu einn ganginn enn vileysingurinn þinn

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 13:00

6 identicon

Þetta er ótrúlegt að heyra, að strætó bs. ætli að leggja niður ferðina sem flestir farþegarnir fara í.

Hverjum dettur svona í hug??

Eigðu góðan dag.

Kv. 

Einar (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:28

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Lesa kommentin, Einar, þetta var misskilningur hjá konunni ... ég las á straeto.is að þetta yrði ekki svona, nennti bara ekki að breyta færslunni. Enda skipti þetta gífurlega miklu máli í samhenginu sko ... heheheheh

Ferðir verða á hálftíma fresti en við þurfum ekki að bíða svona lengi, sýnist mér. Held að allt verði í sómanum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.5.2008 kl. 13:49

8 identicon

Sæl Gurrí,

Ég vona að ég hafi ekki eyðilagt daginn fyrir þér með fréttum af strætóferðum. Ég tók sjálf gleði mína á ný þegar ég sá að það er búið að breyta áætluninni á straeto.is, eflaust hefur þetta bara verið prentvilla eða einhver mistök. Við getum í það minnsta verið ánægðar með það að þurfa ekki að standa í Mosó í 20 mínútur á hverjum morgni, þar er nú yfirleitt bara rokrassgat...  

kv. Erla

Erla (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 14:47

9 identicon

Ha? Lesa hvað? Er ég eitthvað að miskilja núna?

Ég var að velta fyrir mér hver hjá Strætó bs. hefði látið sér detta í hug að leggja niður ferðina??

Það mundi mér finnast skrítin forgangsröðun hjá stórnendum Strætó, vona að það verði ekki.

Kveðja 

Einar (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:40

10 identicon

Já, ókey, fatta núna. Var ekki búinn að lesa öll kommentin.

Gott að þetta var bara miskilningur. hehe

Einar (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:42

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég skal sko sitja hjá þér í strætó, ef við verðum einhvern tímann samferða einhversstaðar. Og mér myndi aldrei til hugar koma að halla sætisbakinu aftur. Ég held að ég sé ágætur strætóferðafélagi ... ... Knús til þín, skemmtilega Skagakona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.5.2008 kl. 17:42

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Stund játningarinnar runnin upp! (en með engri "flottfroðu")

Gurrí prýða FAGRIR fætur,

fegin vildi mega þá

gæla við svo nett um nætur,

neðan bæð' og neðan frá!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.5.2008 kl. 22:22

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fjárans rugl var nú þetta á stund játningarinnar, einum og mikið af því "neðan" góða!?

Gurrí prýða FAGRIR fætur,

fegin vildi mega þá

gæla við svo nett um nætur,

neðan bæð'og OFAN frá!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.5.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 220
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband