Að elda saman gráan kött ...

Grár kötturMorguninn var bara rólegur og ljúfur og ferðin í bæinn gekk vel. Ég sat umkringd eintómum Erlum og Liljum og pólskri konu sem fékk símtal akkúrat þegar áttafréttirnar hljómuðu eftir Göng. Skjálftinn var orðinn eitthvað svo yesterday hjá mér að ég gleymdi að spyrja Indverjann minn í leið 18: „Há didd jú læk ðe örthkveik?“ Held reyndar að bílstjórinn hafi átt sök á óvenjudapurlegri stemmningu. Hann var Allir út að aftan-týpan þótt vantaði alveg miðjudyr á vagninn, bara fram- og afturdyr. Samt ósköp sætur karl. Ég veit að ekki er öll fegurð í andliti fólgin.

Tókst að sjokkera tvo unga, alvörugefna menn (með strætósvip) sem sátu fyrir framan mig í leið 18. Þeir fálmuðu eftir bjöllunni skömmu fyrir komu á stoppistöðina mína en ég náði að hringja og sagði ofsaspennt "Ég var fyrst!!!" svona eins og grobbinn krakki. Þeir höfðu nú alveg húmor fyrir þessu, dúllurnar. Aldrei of illa farið með góða menn ...

Einhvern veginn barst í tal í vinnunni hvernig fólk getur klikkað á enskunni og með því skemmt meðborgunum sínum konunglega. Björk vissi um einn sem heitir Hlynur og hringdi úr símaklefa í einhvern enskumælandi og sagði: My name is Hlæn, I´m calling from telephone klæf!“ Svo var það íslenski fótboltamaðurinn í sjoppunni í útlandinu sem ætlaði að fá bland í poka, svona hlaup fyrir afganginn. Hann sagði: I´m going to have Run for the Rest!“ ... og var ekki að grínast.

Svo er auðvitað alltaf fólk sem ruglar orðatiltækjum saman, eins og fyrrverandi eiginmaðurinn sem sagði við þá gömlu: „Við höfum nú lengi eldað gráan kött saman ...“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 478
  • Sl. viku: 1240
  • Frá upphafi: 1460064

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 983
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DollyParton
  • Jason-Statham
  • 12. ágúst sko

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband