Dramatískar lýsingar erfðaprinsins og nýtt skjálftamyndband

Mikið hef ég hugsað sterkt til fólksins fyrir austan Fjall í dag. Ástandið var ekki gott í himnaríki, hér  á Akranesi, lýsingar erfðaprinsins eru mjög dramatískar. Hann gat varla staðið uppréttur og horfði á sjóndeildarhringinn vagga til og frá. Þegar hann heyrði hluti detta úr hillum var honum öllum lokið og flýtti sér út. Ragnar á hæðinni fyrir neðan var honum samferða út, sem er skemmtileg tilviljun þar sem dóttir hans hún Lilja sat við hliðina á mér á leiðinni upp á Skaga áðan. Hún var einmitt stödd hjá honum þegar sá stóri reið yfir 17. júní 2000 og sagði að húsið hefði hrist mikið!

Afaklukkan � hvolfiGamla, þunga afaklukkan mín, sem er ofan á hárri bókahillu í vinnuherberginu, datt aftur fyrir sig (sjá mynd), bækur fóru úr hillum og niður á rúm erfðaprinsins. Jólagjöfin frá Úlfi og Ísaki, tvíburunum fallegustu, datt í gólfið en glerið brotnaði þó ekki. Ramminn er aftur á móti ónýtur. Það er eins og skjálftinn hafi verið meiri í vesturhluta himnaríkis, en ekkert datt úr hillum eða skápum í eldhúsinu. Þótt ég þjáist ekki af taugaveiklun ætla ég að færa rúmið mitt á eftir. Það stendur undir glugganum og ef kemur annar skjálfti harðari þá í versta falli myndi ég rúlla út um gluggann og næstum niður í sjó. 

JarðskjálftiHrund var að taka símaviðtal þegar skjálftinn reið yfir og sagði við viðmælandann að þetta væri ógleymanlegasta viðtal sem hún hefði tekið só far. Íris Hrund var inni í matsal og fann ekki neitt, grútspæld. Ein í vinnunni fékk SMS um að hús hefði hrunið í Hveragerði. Svo fékk ég fallegar kveðjuóskir þegar ég kvaddi samstarfsfólkið: „Vá,  hvernig þorir þú að fara í göngin?“

Á stoppistöðinni í Mosó talaði fólk ekki um annað. Ein samferðakona mín á Skagann var akkúrat að teygja sig upp í hillu eftir möppu þegar hún fékk hana og nokkrar í viðbót yfir sig. Við hlustuðum á útvarpið á leiðinni og Kiddi bílstjóri sá til þess að enginn stór skjálfti kæmi á meðan við vorum stödd þar. Hann fann heldur betur fyrir skjálftanum, var enn á Akranesi að taka upp farþega á leið í bæinn. Hann hélt að stýrið væri að gefa sig. Sem betur fer var þetta nú bara jarðskjálfti ... eða þannig, verra ef rútan hefði verið biluð. Svo hrundi grjót úr Akrafjalli, samkvæmt manni sem var á leiðinni þar fram hjá.

Sendi Sunnlendingum góðar stuðningskveðjur. Elsku Ásdís bloggvinkona situr nú úti í garði hjá vinafólki sínu, heimili hennar á Selfossi illa farið og enginn má vera innandyra!

Varð að bæta Ingva Hrafni við, jarðskjálfti í beinni hjá honum:

 


mbl.is Skelfingarástand á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var ljóta .....

Athugaðu þetta:

http://earthquake.usgs.gov/eqcenter/recenteqsww/Quakes/quakes_all.php#listtop  

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Ragnheiður

Úff alveg svakalegt...

Ragnheiður , 29.5.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ingvi Hrafn var góður þarna...svo var Gutti í Hvammi í ræðustóli á Alþingi.. þingforseti og ritari stóðu upp en það vantaði í útsendinguna hvað Gutti sagði þegar skjálftinn reið yfir.....!!!

Haraldur Bjarnason, 29.5.2008 kl. 21:27

4 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Ég flutti á Skagann frá höfuðborginni sl haust en vinn enn í Rvk.  Var stödd á Smiðjuvegi á annari hæð.  Þar skalf allt og nötraði.  Ég bjó á Selfossi frá 1984 til 2004. En var á Spáni þegar 2000 skjálftarnir voru.  En sonur minn býr á Selfossi en sakaði ekkert.  Bræður mínir og fjölskyldur þeirra sem búa á Selfossi segja mér að þetta sé margfalt verra núna en þá.   Ég verð að segja eins og er að miðað við lýsingar í dag bæði frá fólki á Akranesi, og svo á Selfossi og nágrenni þá er ekki spurning í mínum huga um búsetu. 

Frænka mín spurði mig einmitt í dag hvort að ég þyrði að keyra göngin.   

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 29.5.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Var skjálftinn svona harður upp á Skaga, að það hrundi úr hillum þar líka? - Ingvi Hrafn góður, í beinni. - Kveðja til Skagamanna

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 00:43

6 Smámynd: Beturvitringur

Ingvi Hrafn fær nú prik hjá mér fyrir viðbrögðin; fyrst rólega framhliðin og svo að gamli strigakjafturinn hafi sagst vera "skíthræddur"

Beturvitringur, 30.5.2008 kl. 00:51

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Óli tók upp fyrirlesturinn minn og þar með skjálftann, ekki búin að sjá það, en býst við að það sé skemmtileg sjón. Hlakka til þegar ég kem heim.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.5.2008 kl. 06:43

8 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

Ingvi Hrafn góður! Takk fyrir að setja þetta inn á bloggið. Ég missti af þessum eins og 17. júní skjálftanum og er bara ánægð með það. Verður spennandi að vita hvort eitthvað hafi hreyfst til heima hjá mér í Kópó ...

Jóhanna Hafliðadóttir, 30.5.2008 kl. 07:46

9 identicon

Takk fyrir góðar stuðningskveðjur!

Ég fann fyrir hlýjum straumum frá Skaganum í dag þegar ég var að hreinsa upp brotna hluti jafnfram því að byrja á því að reyna koma hlutunum í samt lag aftur. 

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 82
  • Sl. sólarhring: 168
  • Sl. viku: 1961
  • Frá upphafi: 1454835

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 1587
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband