Brothljóð og læti í himnaríki, svalirnar þó enn fastar við húsið

Sat hér í rólegheitum þegar allt fór að skjálfa. Strákarnir á Séð og heyrt öskruðu, fannst þetta bara stuð, meiri mannalætin, heheheh. Þetta var mikill skjálfti, ekkert ósvipað þeim stóra árið 2000, nema stóð ekki jafnlengi! 

Ég hringdi í erfðaprinsinn, aðallega til að tékka á því hvort ekki hefði verið spennandi í himnaríki. Það var það spennandi þegar fór að hrynja úr hillunum að hann dreif sig út! Lagði ekki í að vera inni, minnugur skjálftanna í Kína. Mynd sem ég var ekki búin að hengja upp en stóð á bókahillu datt niður á gólf og brotnaði!

„Djöfull var þetta svakalegt,“ sagði erfðaprinsinn, „allt lék á reiðiskjáfi en svalirnar hanga enn á húsinu.“ Kettirnir voru enn eins og klósettburstar í útliti þegar hann druslaðist inn aftur.

Fyrri eigandi himnaríkis sagði mér að ástandið hefði verið ansi skelfilegt þar uppi í fjórðu hæð þegar stóri skjálftinn kom, er nú bara á jarðhæð í vinnunni! Jamm, vona að allt sé í lagi með ykkur, elskurnar mínar.

Viðbót: Vá, hringdi í mömmu, móður mína jarðskjálftahræddu, hún býr á 8. hæð í Asparfelli og var rosalega fegin að heyra í stelpunni sinni. Henni fannst þetta hræðileg upplifun, ef hún hefði ekki setið við borðstofuborðið hefði hún dottið, sagði hún. Æ, dúllan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var hræðilegt, var bara að þora inn aftur. Allt á rúi og stúi! :( sjónvarpið brotið og allar myndir. ég trúi þessu ekki!

vona að allt sé í lagi á skaganum. 

Anna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Æ, Anna mín, þú hlýtur að búa fyrir austan. Sendi þér stuðningskveðjur!!!

Hér lék allt á reiðiskjálfi en ekkert á við það fyrir austan! 

Guðríður Haraldsdóttir, 29.5.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 56
  • Sl. sólarhring: 209
  • Sl. viku: 1281
  • Frá upphafi: 1460105

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 1019
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert
  • kjorsedill

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband