Yfirsof, stoppistöðvarfréttir og Saga ástarinnar ...

ÞyrnirósÍ himnaríki var ákveðið yfirsofelsi í gangi (hmmmm) sem tafði brottför um tvo tíma þótt munaði bara fimm mínútum að ég hefði náð 7.41 vagninum. Næsti strætó 9.41. Það var þó hægt að vinna í lífsreynslusögum þangað til. Svona yfirsof virðist núorðið vera eina leiðin til að hitta ástkæra heimabílstjórana, en Gummi Hafnfirðingur er næstum sá eini sem ég hitti. Þótt hann sé frábær er tilbreytingin alltaf best. Heimir krútt var undir stýri og kom okkur örugglega í Mosó.

Heimir hafði margt áhugavert að segja. Í fyrsta lagi verður endastoppistöðin ekki lengur við upplýsingamiðstöðina (Skrúðgarðinn), heldur færð til, Akratorg kom til greina en ekki varð samkomulag með það, spennandi að vita hvar hún endar. Vonandi stoppar strætó samt við Skrúðgarðinn, eina staðinn sem fólk getur beðið af sér hrikaleg vetrarveðrin. Svo er búið að færa stoppistöðina við íþróttahúsið nokkrum metrum austar og þar er komið biðskýli. Aðeins lengra fyrir Sigþóru að labba  en hún fer létt með það, göngugeitin sjálf. Það eru byrjaðir tveir nýir bílstjórar, Haukur og svo kona sem Heimir man ekki hvað heitir. Vona að ég hitti á þau fljótlega og geti farið að elska þau eins og Heimi og Kidda ... já, og auðvitað Gumma.

Í leið 15 dökkhærð, hugguleg og glaðleg kona undir stýri... sem mig grunar að sé systir Röggu bloggvinkonu en þori ekki að fullyrða það, hvað þá rjúka á hana og spyrja.

Barbíkjú-kjúklingabringur, bollufranskar, kokkteilsósa og salat var á boðstólum í matsalnum. Fékk mér kjúllann og svo bara salat, mjög óvenjulegur fimmtudagsmatur, allir alsælir með þetta. Kokkurinn fékk marga plúsa í kladdann fyrir þetta. Við borðið sem ég sat var rætt um sumarfrí, hvað eigi að gera í fríinu og svona. Ein samstarfskonan ætlar til Fíladelfíu þar sem vinur þeirra hjóna býr. Hann hefur það greinilega nokkuð gott í lífinu, býr í stóru húsi með sundlaug og hefur hesta svo hægt verður að skreppa í reiðtúra um þjóðgarðinn í bakgarðinum hjá honum. Önnur ætlar að taka með sér fimm börn (og karl) til sólarlanda og hlakkar mikið til. Sú þriðja ætlar að liggja allan tímann á sænginni sinni á svölunum í sólinni. Þegar ég sagðist ætla að lesa, sofa og horfa á fótbolta bjóst ég við hneykslisaugnaráði en það kom nú ekki.

Það sem olli yfirsofelsinu morgunsins var líklega nýja bókin (kiljan) sem ég byrjaði að lesa í gærkvöldi. Ætlaði bara að lesa í svona 10 mínútur en gat ekki slitið mig frá bókinni fyrr en eftir klukkutíma. Hún er eftir Nicole Krauss og heitir Saga ástarinnar. Virkilega GÓÐ bók, titillinn segir voða lítið um hana. Persónusköpun er æðisleg og þetta er svo mikill konfektmoli að ég náði ekki að lesa hana í strætó í morgun, fannst ég missa af of miklu í truflandi umhverfi. Í kvöld mun ég bakka aðeins og endurlesa í friði og ró. Held að ég hafi ekki upplifað þetta áður, að hafa ekki undan að lesa bækur að sumri til. Það er náttúrlega ekkert annað en dásamlegt! Fékk í gær sniðuga bók sem hetir Viðurnefni í Vestmannaeyjum. Maðurinn (Guðjón í Hólum) kom með hana til mín og ég spurði náttúrlega hvort Einsi klink væri ekki í bókinni og hann var ekki viss. Auðvitað er Einar klink þarna, en hann er gamall samstarfsmaður minn úr Ísfélagi Vestmannaeyja síðan ég var 16 ára. Virkilega sniðug bók eftir Sigurgeir Jónsson sem var blaðamaður á Vikunni árið 1965, sagði Guðjón mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er spurning..hún er þarna í Mosó...

Ragnheiður , 29.5.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég held að ég hefði aldrei keypt mér bók sem heitir Saga ástarinnar. Nú er aldrei að vita nema maður smelli sér á eintak.

Helga Magnúsdóttir, 29.5.2008 kl. 13:19

3 identicon

Er nýbúin að lesa Sögu Ástarinnar. Yndisleg yndisleg bók

Emelía (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvísa, má ekki vera stoppistöð við himnaríki???  Það er til mikið af viðurnefnum á Húsavík, vildi að einhver hefði haldið utan um þau, kannski er það ekki orðið of seint.  Langar að segja þér eina stutta um viðurnefni.  Fyrst fæddis hjónum dóttir, hún var Skírð Guðíður en nefnd Lilla og kennd við pabba sinn, Lilla - Kalla, svo kom bróðir sem var kallaður Mansi og var kenndur við móðir sína, Mansi -Döggu,  þá kom þriðja barnið og þá vandaðist málið, hann var kallaður Dúddi og endaði því sem Dúddi-beggja.    já og takk fyrir að nefna að það sé fimmtudagur, hjá mér er enn miðvikud. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2008 kl. 13:27

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvar endastoppistöðin endar? Já, það er góð spurning!

En er kvalin af samviskubiti í dag, á ekki að vera svona andsyggilegur við þig í mínum ólæknandi prakkaraskap og virkja í þér vandlætingarteprugenið!

Hættur því hér með, steinhættur!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.5.2008 kl. 13:35

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mig langar í viðurnafnabókina.  Það hýtur að vera skemmtilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 232
  • Sl. sólarhring: 389
  • Sl. viku: 2194
  • Frá upphafi: 1455897

Annað

  • Innlit í dag: 205
  • Innlit sl. viku: 1806
  • Gestir í dag: 200
  • IP-tölur í dag: 193

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ástarsaga
  • Sofandi köttur
  • 1. maí fyrir nokkrum árum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband