30.5.2008 | 23:50
Tengdamamma frá helvíti, stjórnsamir vinir og morðóðar fyrrverandi!
Hingað til hefur hið mikla álag og þær gífurlegu hremmingar sem ungar konur þurfa að þola, sumar jafnvel fram á áttræðissaldur, legið í þagnargildi. Fyrir eitthvert kraftaverk tekst þeim flestum að komast klakklaust í gegnum þetta víti sem margir kalla bestu ár konunnar. Hahahahaha!!!
Útlitskúgun
Til að sleppa við samúð og/eða fyrirlitningu samborgara þinna þarftu að vera GRÖNN. Þér ber engin skylda til að vera gáfuð, góð, snjöll eða skemmtileg, bara GRÖNN. Ef þú ert GRÖNN færðu afgreiðslu í tískuvöruverslunum, kemst í betri vinnu og eignast fleiri kærasta.
Launamisrétti
Við kennum þeim starfið og áður en við vitum af eru þeir komnir með helmingi hærri laun en við.
Þeir verða yfirmenn okkar og reka okkur síðan til að rýma til fyrir ungum frænda sínum!
Mamma
Mömmur líta á dætur sínar sem keppinauta um hylli karla og daðra óspart við kærastana þína. Mamma þín er ómeðvitað að hefna sín á þér síðan þú varst þriggja ára og ástfangin af pabba þínum. Snúðu taflinu þér í hag og notaðu mömmu þína sem tæki til að prófa strákana. Þeir sem ekki falla fyrir henni komast áfram á næsta stig.
Tengdamamma
Þessar elskur kunna milljón aðferðir við að niðurlægja þig og gagnrýna án þess að nokkur annar verði var við það, síst af öllu sonurinn!
Þú munt örugglega ekki verða svona slæm tengdamóðir þótt þú vitir fullvel að engin kona verði nokkurn tíma nógu góð fyrir son þinn.
Vinir þínir
Vinir þínir eru tilætlunarsamir, lævísir, eigingjarnir og stjórnsamir. Þeir eru afbrýðisamir út í manninn því að nú þarftu ekki lengur á þeim að halda. Þeir reyna hvað þeir geta til að skemma sambandið, aðallega til að þú haldir áfram með víðfrægu, erótísku Evróvisjónpartíin þín fyrir einhleypa.
Vinir hans
Þarna leynist hreinræktað hatur! Þú ert vond kona sem sér til þess að hann hætti karlmannlegum lífsstíl sínum; fótbolta- og formúluglápi, jeppaferðum og bjórdrykkju. Þetta eru soddan fávitar, þeir ættu bara að vita að þú missir ekki af West Ham-leik, ert margfaldur sigurvegari í drykkjukeppni Vitabars, heiðursfélagi í Jeppaklúbbnum 4x4 og hefur veitt lax undanfarin sumur með Michael Schumacher (sem beitu).
Fyrrverandi hans
Fyrrverandi kærustum finnst nálgunarbann vera ögrandi svo að þú þarft að taka til þinna ráða:
1. Láttu tékka daglega á bremsunum í bílnum þínum eða skoðaðu ökuskírteini og starfsleyfi strætóbílstjórans þíns kvölds og morgna.
2. Hafðu alltaf dregið fyrir þegar þú ert heima.
3. Fáðu þér grimman varðhund, ógnvekjandi fuglahræðuvélmenni við alla innganga heimilis þíns eða tengdamömmu í forstofuherbergið.
4. Plantaðu nokkrum jarðsprengjum í bakgarðinn til öryggis ef henni tækist að komast yfir rafmagnsgaddavírsgirðinguna.
Fyrrverandi þinn
Halldór VEIT fullvel að þið eruð EKKI hætt saman, þú ert bara að ganga í gegnum erfitt tímabil. Halldór trúir því staðfastlega að þið giftið ykkur fyrr eða síðar og finnst það ekki skipta máli að þú giftist Gumma þínum fyrir fimmtán árum ... eða fimm árum eftir að þú hættir með honum sjálfum.
(Birtist sem grein í Vikunni fyrir nokkrum árum. Á enn fullt erindi til ungra kvenna)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 9
- Sl. sólarhring: 198
- Sl. viku: 647
- Frá upphafi: 1505938
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 521
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
hahahahahahahhaha......
Halla
Halla Pálsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 00:25
Ég!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2008 kl. 01:19
Úfffff........... Veistu að maður fór í flækju við að lesa þetta....EN satt satt......grannar- þybbnar!....skoooooooo nú átti ég konu sem var vel holdi farin...(feit) segði einhver...en mér fannst flott ...eftir mikið jaml og japl......þá komst hún í svokallaða magaminnkunnaraðgerð (langloka þetta).eftir að þessi elska var orðin MÖRGUM kílóum léttari........og leið enn betur...þá Úbbs..... hvað er ég að hugsa....ín fara að lifa árin meðan ég var þibbin...........Þá kom það!!!!!!!! Henda kallinum út og yngja sig um svona 20-30 ár ...EN! flott varð konan eftir þessa aðgerð.....það verður ekki frá henni tekið........Svo segja sérfræðingarnir allir og líka 60min í sjónbrattinu að !!!!!! konur sem fara í svona bjútí aðgerð (og þær eiga rétt á aðgerðinni) aðgerðina SKOP! 70% af þeim skilja við kallana.....HVAÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! er í gangi?
Einn sem hefur misst ALLT sitt (konan sem er honum allt)
Kveðja
Granni
Granni (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 02:14
Hrein snilld!!
Kv.
Gulla (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 09:29
Innlitskvitt og Bestu kveðjur annars til þín frá mér
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.5.2008 kl. 09:31
Djö...er nú gott að hlæja sig máttvana svona snemma morguns.
Þröstur Unnar, 31.5.2008 kl. 10:09
SNILLD!!!
Haraldur Bjarnason, 31.5.2008 kl. 11:26
hahahahaha
Anna Karlsdóttir, 31.5.2008 kl. 11:27
Endilega skoða þessa, ansi gott mál
www.edrumenn.blogspot.com
Sigurður (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 19:39
Er búin að skoða hana, Sigurður, og er vægast sagt mjög hrifin! Þetta er alveg frábært!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2008 kl. 19:47
Guðrún Jóhannesdóttir, 31.5.2008 kl. 19:57
SigrúnSveitó, 31.5.2008 kl. 19:59
Hann er góður þessi pistill.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.5.2008 kl. 21:39
ja hérna
Svetlana, 31.5.2008 kl. 22:48
Hahaha ... alveg brilljant bara. Takk fyrir mig hérna og knús í nóttina.
Tiger, 1.6.2008 kl. 02:57
Ef ég er í vondu skapi þá finnst mér besta ráðið að lesa bloggið hjá þér og deginum ásamt geðheilsu annara fjölskyldumeðlima er snilldarlega bjargað. Klikkar ALDREI!!
Tína, 1.6.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.