Tengdamamma frá helvíti, stjórnsamir vinir og morðóðar fyrrverandi!

Hingað til hefur hið mikla álag og þær gífurlegu hremmingar sem ungar konur þurfa að þola, sumar jafnvel fram á áttræðissaldur, legið í þagnargildi. Fyrir eitthvert kraftaverk tekst þeim flestum að komast klakklaust í gegnum þetta víti sem margir kalla bestu ár konunnar. Hahahahaha!!!

Svo grönnÚtlitskúgun
Til að sleppa við samúð og/eða fyrirlitningu samborgara þinna þarftu að vera GRÖNN. Þér ber engin skylda til að vera gáfuð, góð, snjöll eða skemmtileg, bara GRÖNN. Ef þú ert GRÖNN færðu afgreiðslu í tískuvöruverslunum, kemst í betri vinnu og eignast fleiri kærasta.

DrekinnLaunamisrétti
Við kennum þeim starfið og áður en við vitum af eru þeir komnir með helmingi hærri laun en við.

Þeir verða yfirmenn okkar og reka okkur síðan til að rýma til fyrir ungum frænda sínum!

 

Brooke, Bridget og DeaconMamma
Mömmur líta á dætur sínar sem keppinauta um hylli karla og daðra óspart við kærastana þína. Mamma þín er ómeðvitað að hefna sín á þér síðan þú varst þriggja ára og ástfangin af pabba þínum. Snúðu taflinu þér í hag og notaðu mömmu þína sem tæki til að prófa strákana. Þeir sem ekki falla fyrir henni komast áfram á næsta stig. 

TengdamammaTengdamamma
Þessar elskur kunna milljón aðferðir við að niðurlægja þig og gagnrýna án þess að nokkur annar verði var við það, síst af öllu sonurinn!

Þú munt örugglega ekki verða svona slæm tengdamóðir þótt þú vitir fullvel að engin kona verði nokkurn tíma nógu góð fyrir son þinn.

 

VinirnirVinir þínir
Vinir þínir eru tilætlunarsamir, lævísir, eigingjarnir og stjórnsamir. Þeir eru afbrýðisamir út í manninn því að nú þarftu ekki lengur á þeim að halda. Þeir reyna hvað þeir geta til að skemma sambandið, aðallega til að þú haldir áfram með víðfrægu, erótísku Evróvisjónpartíin þín fyrir einhleypa.

Vinir hansVinir hans
Þarna leynist hreinræktað hatur! Þú ert vond kona sem sér til þess að hann hætti karlmannlegum lífsstíl sínum; fótbolta- og formúluglápi, jeppaferðum og bjórdrykkju. Þetta eru soddan fávitar, þeir ættu bara að vita að þú missir ekki af West Ham-leik, ert margfaldur sigurvegari í drykkjukeppni Vitabars, heiðursfélagi í Jeppaklúbbnum 4x4 og hefur veitt lax undanfarin sumur með Michael Schumacher (sem beitu). 

Fyrrverandi hansFyrrverandi hans
Fyrrverandi kærustum finnst nálgunarbann vera ögrandi svo að þú þarft að taka til þinna ráða: 

1. Láttu tékka daglega á bremsunum í bílnum þínum eða skoðaðu ökuskírteini og starfsleyfi strætóbílstjórans þíns kvölds og morgna. 

2. Hafðu alltaf dregið fyrir þegar þú ert heima.

3. Fáðu þér grimman varðhund, ógnvekjandi fuglahræðuvélmenni við alla innganga heimilis þíns eða tengdamömmu í forstofuherbergið.

4. Plantaðu nokkrum jarðsprengjum í bakgarðinn til öryggis ef henni tækist að komast yfir rafmagnsgaddavírsgirðinguna.


Fyrrverandi �innFyrrverandi þinn
Halldór VEIT fullvel að þið eruð EKKI hætt saman, þú ert bara að ganga í gegnum erfitt tímabil. Halldór trúir því staðfastlega að þið giftið ykkur fyrr eða síðar og finnst það ekki skipta máli að þú giftist Gumma þínum fyrir fimmtán árum ... eða fimm árum eftir að þú hættir með honum sjálfum.

 

(Birtist sem grein í Vikunni fyrir nokkrum árum. Á enn fullt erindi til ungra kvenna) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahahahahhaha......

Halla

Halla Pálsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég!

Guðríður Haraldsdóttir, 31.5.2008 kl. 01:19

3 identicon

Úfffff........... Veistu að maður fór í flækju við að lesa þetta....EN satt satt......grannar- þybbnar!....skoooooooo nú átti ég konu sem var vel holdi farin...(feit) segði einhver...en mér fannst flott ...eftir mikið jaml og japl......þá komst hún í svokallaða magaminnkunnaraðgerð (langloka þetta).eftir að þessi elska var orðin MÖRGUM kílóum léttari........og leið enn betur...þá Úbbs..... hvað er ég að hugsa....ín fara að lifa árin meðan ég var þibbin...........Þá kom það!!!!!!!! Henda kallinum út og yngja sig um svona 20-30 ár ...EN! flott varð konan eftir þessa aðgerð.....það verður ekki frá henni tekið........Svo segja sérfræðingarnir allir og líka 60min í sjónbrattinu að !!!!!! konur sem fara í svona bjútí aðgerð (og þær eiga rétt á aðgerðinni) aðgerðina SKOP! 70% af þeim skilja við kallana.....HVAÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! er í gangi?

Einn sem hefur misst ALLT sitt (konan sem er honum allt)

Kveðja

Granni

Granni (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 02:14

4 identicon

Hrein snilld!!

Kv. 

Gulla (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 09:29

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og Bestu kveðjur annars til þín frá mér

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.5.2008 kl. 09:31

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Djö...er nú gott að hlæja sig máttvana svona snemma morguns.

Þröstur Unnar, 31.5.2008 kl. 10:09

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

SNILLD!!!

Haraldur Bjarnason, 31.5.2008 kl. 11:26

8 Smámynd: Anna Karlsdóttir

hahahahaha

Anna Karlsdóttir, 31.5.2008 kl. 11:27

9 identicon

Endilega skoða þessa, ansi gott mál

www.edrumenn.blogspot.com

Sigurður (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 19:39

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Er búin að skoða hana, Sigurður, og er vægast sagt mjög hrifin! Þetta er alveg frábært!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 31.5.2008 kl. 19:47

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 31.5.2008 kl. 19:57

12 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 31.5.2008 kl. 19:59

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hann er góður þessi pistill.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.5.2008 kl. 21:39

14 Smámynd: Svetlana

ja hérna

Svetlana, 31.5.2008 kl. 22:48

15 Smámynd: Tiger

  Hahaha ... alveg brilljant bara. Takk fyrir mig hérna og knús í nóttina.

Tiger, 1.6.2008 kl. 02:57

16 Smámynd: Tína

Ef ég er í vondu skapi þá finnst mér besta ráðið að lesa bloggið hjá þér og deginum ásamt geðheilsu annara fjölskyldumeðlima er snilldarlega bjargað. Klikkar ALDREI!!

Tína, 1.6.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 259
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 2209
  • Frá upphafi: 1456962

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 1895
  • Gestir í dag: 233
  • IP-tölur í dag: 230

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gardínukettir
  • Ostapítsa með sultu
  • Náttborð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband