Lævíslegt plott spákvenna og sjónvarpsfólks

SpákonaA 2nd Chance for 7th Heaven Will be Here on June 26th hjá þér, kæra Gurri, ef þú aðeins kaupir eitthvað dótarí af okkur. Svona hljóðaði pósturinn sem ég opnaði áðan. Þetta minnir mig á spákonuna sem ég heimsótti í New York fyrir rúmum tíu árum. Eins og ég hef áður sagt frá virðist vera hægt að lesa mikla heimsku út úr svip mínum og í gegnum tíðina hefur mikið verið reynt að frelsa mig á allan hátt. New YorkSpákonan í New York las mig þannig að ég væri hentugt fórnarlamb fyrir lævíslegt plott hennar. Ég var á skólaferðalagi og við vorum nokkrar staddar í Greenwich Village þar sem við sáum auglýsingaskilti í glugga. Konan bauð upp á lófalestur og tatorspil. Við ákváðum að skella okkur í spá til hennar í algjöru gríni. Þær sem voru hjá mér fengu eðlilega spá en það dimmdi yfir svip spákonunnar þegar hún las í spilin mín. Ég kann á tarotspil og veit að engan hrylling var þar að finna. Hún bullaði eitthvað sem ég man ekki hvað var og bætti svo áhyggjum sínum inn í lesturinn. Áhyggjum af framtíð minni. Eftir spádóminn rétti hún mér nafnspjaldið sitt og bað mig um að hringja í sig þegar ég væri komin til Íslands aftur. Ég ætlaði ekki að gera það en ein skólasystir mín manaði mig til þess og ég var líka pínu spennt yfir erindinu. Spákonan sagði að ef líf mitt ætti ekki verða táradalur þyrfti ég að senda henni fullt af peningum, í kringum 200.000 krónur að mig minnir. Hún ætlaði að láta nokkrar nornir gala seið yfir kristallssteinum, senda mér þá, ég ætti að hugleiða yfir þeim og síðan senda henni þá til baka þar sem nornirnar myndu ljúka verkinu.
Ég var móðguð yfir því að að konan héldi virkilega að ég félli fyrir þessu en gat svo sem sjálfri mér um kennt. Eins og þegar Guðsbörnin héldu að þau gætu frelsað mig inn í söfnuð sinn, söfnuðinn sem í útlöndum var víst mikið fyrir kynlíf með börnum samkvæmt heimildamynd um Guðsbörnin sem ég skrifaði um nýlega. En hva ... alltaf gaman að komast að því hvað lífið getur verið fjölbreytilegt. Algjör óþarfi þó að falla í allar gildrurnar.

TravelerÍ vinnunni á föstudaginn var verið að tala um sjónvarpsþætti og samstarfsmaður minn ráðlagði okkur að fylgjast ekki með Traveler-spennuþáttunum á Stöð 2 þar sem framleiðslu var hætt á þeim í miðjum klíðum ... af því að ekki nógu margar milljónir fylgdust með honum í Bandaríkjunum. Ef þetta er rétt þá skil ég ekki hvers vegna þættirnir voru keyptir til landsins, þetta lá víst fyrir við kaupin og hefur gert í ár, að sögn samstarfsmannsins. En líklega er aldrei of illa farið með sumar-sjónvarpsáhorfendur. Fólk á að vera í ferðalögum á þessum árstíma eða úti í kvöldsólinni. Svona eins og á gamlárskvöld þegar endursýndar bíómyndir eru á dagskrá eftir miðnætti fyrst hvort eð er ALLIR eru úti á djamminu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.6.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég slysaðist einu sinni í frumbernsku netsins inn á einhverja spákerlingu sem bauð ókeypis tarotspá.  Það tók mig tvö ár að losna við hana, ég lokaði en hún kom alltaf með nýtt netfant.  Og ég átti að vinna milljónir, ég var í stórhættu og ég veit ekki hvað og hvað, ef ég hefði ekki samband.

Ég tóri enn en er reyndar skítblönk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 15:23

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vona að þessi Traveller verði ekki eins og Prison Break, sá þáttur er búinn að hafa mig að nógu fífli gegnum tíðina. Ég sætti mig við óljós endalok í 24 af því ég elska þáttinn, en Prison Break endar enn ruglingslegar (hver sería fyrir sig) og það er bara óásættanlegt. Annars held ég að ég sé ekkert á leiðinni heim í bili. hér er nóg af prófum að glíma við fyrir mína ágætu dóttur og fín vinnuaðstaða fyrir mig.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.6.2008 kl. 15:47

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var nú fegin að heyra að Traveller er búinn, finito. Þá get ég sleppt því að horfa á hann.  Greys las ég svo um á netinu í dag, því ég verð á leið Erlendis þegar hann verður sýndur.  Spákonur eru bara kjöftugar konur sem ratast oft, satt orð á munn, með því að blaðra nógu mikið, þessvegna hefur einn góður vinur minn verið að mana mig upp í að verða spákona   hafðu það gott dúllan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Wikipedia: Traveler was officially cancelled after eight first-run episodes on July 18, 2007. Fans then tried to save the show but were unsuccessful. David DiGilio, the creator, posted an "answers blog"[1] on September 28, 2007, which officially ended the show.

Ætla ekki að eyða tíma mínum í þættina sem lofuðu annars góðu!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.6.2008 kl. 17:27

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það væri gaman að vita hvort einhverjir hafi fallið fyrir þessu hjá spákonunni og sent henni peninga. Hlýtur eiginlega að vera fyrst hún heldur áfram að reyna að féfletta fólk.

Helga Magnúsdóttir, 9.6.2008 kl. 17:42

7 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

oft aldeilis sérstakar þessar spákonur, sammála Ásdísi að málglöðu fólki ratast oft rétt á munn, og með réttum spurningum geta þær verið mjög glöggar og ég líka...

Svala Erlendsdóttir, 9.6.2008 kl. 18:09

8 identicon

Sígaunaspákonan sem sagði fyrir margt löngu að ég ætti þrjú börn fattaði ekki einu sinni hintið þegar ég spurði - á ég eftir að eignast? Hún horfði á mig grimmdarlega og endurtók - ÞÚ ÁTT! Þetta sló mig alveg út af laginu og ég man þar af leiðandi ekki eftir neinu öðru sem hún sagði. En krakkagríslingana man ég heldur ekki til að hafa séð.

JóhannaH (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 20:58

9 Smámynd: Kallý

Ég horfði á Traveler og fannst það lofa mjög góðu. En ætla ekki að horfa á meira og er mjög svekkt út í stöð 2 að hafa sýnt þetta og ennþá svekktari út í framleiðendurna, gátu þeir ekki einu sinni gert lokaþátt og látið þetta enda??

 En talandi um gamlárskvöldsbíómyndir - á miðnætti 2007/2008 sat ég upp í sófa og horfði á Anchorman og hef sjaldan átt eins kósý nýtt ár, enda er mér illa við flugelda og það var vont veður  

Kallý, 9.6.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 640
  • Frá upphafi: 1505931

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband